fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir börn

10.12.2019

Það er skemmtilegt að gleðja lítil hjörtu með réttu gjöfinni. ELKO er með mikið úrval af spilum, heyrnartólum og græjum fyrir börn á öllum aldri. Hér er listi yfir nokkrar af þeim vörum sem eru líklegar til að hitta beint í mark hjá yngstu kynslóðinni.

Oral-B rafmagnstannburstar fyrir börn

Oral-B Vitality D12 barnatannbursti með Star Wars eða Frozen þema. Hleðslurafhlaða, hleðslustöð og 1 haus fylgir. Tímastillir sem miðar við 4×30 sekúndur leiðbeinir börnum að tannbursta í nægilega langan tíma og nógu lengi á hverju svæði fyrir sig. Sjá Frozen, Star wars rafmagnstannbursta á elko.is.

Nedis barnaheyrnartól

Barnaheyrnartólin frá Nedis koma í alls konar skemmtilegum útfærslum. Hægt er að velja milli frosks, hreindýrs, kanínu, krabba, refs og pöndu. Heyrnartólin eru með hámark 85dB hljóðstyrk sem sér til þess að eyrun verði ekki fyrir of miklum hávaða. Sjá Nedis barnaheyrnatól á elko.is.

Celly Kids Party hátalari og hljóðnemi 

Hvort sem þú ert í fílingi heima eða í teiti, þá er mikið skemmtanagildi í Celly Kids Party hátalaranum sem er með hljóðnema þannig allir geta sungið með. Hægt er að bæta við „echo“ eða bergmáli við rödd og meira að segja hægt að taka upp söng yfir lag. Sjá Celly Kids Party hátalari og hljóðnemi á elko.is.

Cobra talstöðvar AM245

Þessar talstöðvar frá Cobra eru einungis 65,4g á þyngd án rafhlöðu og eru með allt að 5 km drægni. Talstöðvarnar eru með 8 stöðvum og 3x AAA hleðslurafhlöður. Hleðslan endist í allt að 4 klst notkun. Sjá Cobra talstöðvar á elko.is.

Nintendo Switch

Nintendo Switch leikjatölvan er fullkomið samspil milli leikjatölvu og handhægrar leikjatölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða spila á hana í greipum sér. Notast er við 2 Joy-Con stýripinna við spilun sem festir eru á hliðum skjásins. Einnig er hægt að stilla skjánum upp með standi í baki tölvunnar og hafa stýripinnana í höndunum og spila hvar sem er. Sjá Nintendo Switch á elko.is.

Samsung A20e

Samsung A20e er virkilega öflugur sími á hreint út sagt ótrúlega hagstæðu verði. Frábær sem fyrsti snjallsíminn, hann er sérstaklega léttur eða aðeins 141g og er með frábærri myndavél og öflugum átta-kjarna örgjörva. Samsung A20e er fáanlegur í svörtum, kóral bleikum og hvítum lit. Sjá Samsung Galaxy A20e á elsko.is.

JBL Go 2 þráðlaus ferðahátalari

JBL GO 2 er lítill og nettur ferðahátalari sem er vatnsheldur með góðri rafhlöðuendingu. Fullkominn ferðafélagi en einnig frábær heima í stofu. Fáanlegur í öllum regnbogans litum. Sjá JBL Go á elko.is.

Wacom Intuos teikniborð

Leystu sköpunargáfuna þína úr læðingi með Wacom Intuos Bluetooth teikniborðinu og meðfylgjandi þráðlausum penna. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn mun þetta teikniborð gefa þér fullt frelsi til að skapa. Þökk sé frábærum hugbúnaði er hægt að velja á milli mismunandi penna, bursta og litategunda, svo sem olíu eða vatnsliti. Þú getur stillt þrýstingsnæmni að eigin vild einnig. Teikniborðið leyfir þér að nota fingurna til að draga að og frá og snúa listaverkinu þínu á alla vegu. Sjá Wacom Intuos teikniborð á elko.is.

Chilly’s flöskur

Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. Sjá Chilly´s flöskur á elko.is. Sjá Chilly’s flöskur á elko.is.

Panic Tower

Býrð þú yfir nægum stöðugleika til að færa kubba á milli stæða án þess að turninn hrynji? Getur þú lagt kubb ofaná annan kubb með næmnina að vopni? Passaðu þig að fella ekki kubba því þá færðu refsispjald. Sá leikmaður sem stendur síðastur eftir er sigurvegarinn. Skoða öll spil á elko.is

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.