fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir útivistarfólk

10.12.2019

Hvað á að gefa fólkinu sem elskar vont veður og líður eiginlega ekki vel nema að minnsta kosti 500m yfir sjávarmáli. Þó að þetta fólk sé yfirleitt langt frá næstu tölvu eru þetta græjufíklar upp til hópa. Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir þennan hóp en þessi listi gæti verið mikið lengri. Það er tilvalið að kíkja í heimsókn eða nota netspjallið til að fá ráðgjöf hjá þjónustufólki sem veit allt sem þarf að vita um þessi tæki.

Garmin Fenix 6X Sapphire

Fenix 6x Sapphire snjallúrið frá Garmin er með 1.4″ skjá, púlsmæli og heldur utan um upplýsingar yfir alls konar hreyfingu og líkamsrækt. Sund, golf, hlaup, klifur, hjól, fallhlífastökk og margt fleira. Úrið er vatnsvarið og því fullkominn ferðafélagi. Hægt er að spila tónlist beint í gegnum úrið með Spotify eða Deezer. Einnig er hægt að nota snertilausar greiðslur með Garmin Pay. Sjá Garmin Fenix snjallúr á elko.is

GoPro Hero 8 útivistarmyndavél

GoPro Hero 8 útivistarmyndavél tekur upp í 4K UHD upplausn og nær 12 MP HDR myndum til að tryggja að stundirnar sem þú átt og upplifir varðveitast, við hvaða aðstæður sem er. HyperSmooth 2,0 tryggir stöðugleika við myndbandsupptöku. Taktu GoPro með þér í alls konar ævintýri við mismunandi aðstæður. Klifur, kajak, skíði eða mótorkross, GoPro vélin er stakkbúin til að þola þessi erfiði. Einnig er hún vatnsþolin við allt að 10 metra dýpi. Sjá GoPro Hero 8 útivistarmyndavél á elko.is.

Huawei þráðlaus selfie stöng og þrífótur

Þráðlaus selfie stöng og þrífótur frá Huawei sem passar á alla síma sem eru 5.6 – 8.5cm á breidd. Stöngin er 66 cm og þrífóturinn getur snúist í 360°. Náðu góðri mynd við allar aðstæður með þessu bráðsniðuga tæki. Sjá Huawei þráðlaus selfie stöng og þrífótur á elko.is.

Aftershokz Air heyrnatól

Ný Air heyrnatól frá Aftershokz. Þau eru sérstök að því leyti að það er ekkert sem fer inn í eyrað þitt, heldur senda tólin titring í gegnum beinin fyrir framan eyrun (e. bone conduction) og þannig heyrirðu tónlistina. Þú heyrir því vel í öllu sem gerist í kringum þig, sem er kostur fyrir t.d. hlaupara og hjólreiðafólk svo þau útiloki sig ekki frá umhverfinu. Einnig eru þau svitaþolin með IP55, ótrúlega létt og eru með títaníum ramma allan hringinn sem gerir þau sveigjanleg, en sterk á sama tíma. Sjá Aftershokz Air heyrnatól á elko.is.

Bose SoundLink Micro ferðahátalari

Lítill og nettur hátalari frá Bose sem er fullkominn til að grípa með sér í ferðalagið. Hægt að festa á bakpoka eða tösku með áfastri klemmu. Hátalarinn er vatnsvarinn með IPX7 þannig það þarf ekki að hafa áhyggjur af honum við hliðina á heita pottinum eða í rigningu. Með rafhlöðu sem endist í allt að 6 klst af stöðugri notkun og bluetooth þráðlausri tengingu, þessi ferðahátalari frá Bose er frábær viðbót í bakpokann og að sjálfsögðu gefur af sér frábær hljómgæði líkt og Bose tæki eru þekkt fyrir. Sjá Bose SoundLink Micro ferðahátalari á elko.is.

Freego Hyper Massage Pro 2 nuddbyssa

Létt og öflug Hyper Massage Pro 2 nuddbyssa losar um hnúta og eykur liðleika og blóðflæði. Tækið er einfalt í notkun og býður upp á 20 mismunandi högg stillingar sem hægt er að velja á snertiskjá á tækinu. Sjá Hyper Massage nuddbyssu á elko.is.

Wacaco Nanopresso ferðakaffivél

Wacaco ferðakaffivélin er nýstárleg og handhægur ferðafélagi fyrir fólk sem vill ilmandi góðan kaffibolla hvar og hvenær sem er. Kaffivélin lagar kaffi við 18 bör af þrýstingi sem er knúinn í höndum. Á aðeins fáeinum sekúndum er kaffið tilbúið. Einnig er auðvelt að taka tækið í sundur og þrífa hvern hlut. Aðeins 336gr, það væri synd að vera ekki með þessa kaffivél með sér í bakpokanum á ferðalagi. Hægt er að kaupa millistykki sem gefur kaffivélinni þann möguleika að taka Nespresso hylki. Sjá Wacaco Nanopresso ferðakaffivél á elko.is.

Cobra talstöðvar AM1035

Frábærar „2-Way“ talstöðvar frá Cobra. Þær eru vatnsheldar og fljóta á vatni með allt að 12 km drægni. Henta sérstaklega í fjallaleiðangra, á snjósleðaferðum eða annars konar útivist við allar umhverfisaðstæður. Sjá Cobra talstöðvar á elko.is.

Skross Reload 20 ferðahleðsla

Ferðahleðsla frá SKROSS sem er bæði öflug og nett sem gerir hana sérstaklega meðfærilega. Ferðahleðslan getur hlaðið síma allt að 6x á einni hleðslu með 1x USB/1x USB-C tengi. Tækið er forhlaðið og því hægt að nota það strax úr kassanum. Micro USB snúra fylgir. Sjá Scross Reload 20 ferðahleðslu á elko.is.

Chilly‘s flaska

Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. Sjá Chilly´s flöskur á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.