Fréttir Hugmyndir

Tyrkneska kaffivélin

28.09.2017

Fyrir alvöru kaffiunnendur

Vörustjórarnir okkar fóru í september út á vörusýningu að skoða allt það nýjasta á árinu. Þar með talið ýmislegt skemmtilegt sem verður væntanlegt í ELKO á næstu misserum. Það var þó eitt mjög eftirminnilegt að þeirra mati!

Tyrkneskt kaffi! – af öllum robotum, flatskjáum, flygildum og hálf „sjálfvinnandi“ eldhúsum þá var það kaffið sem stóð upp úr, enda einn besti kaffisopi sem þeir höfðu fengið… sögðu þeir.

Það er þessi hér, Arzum Okka, sem þeir kolféllu fyrir. Þessi er fullkomin fyrir kaffiunnendur og gefur aldeilis rými til að leika sér með kaffið, ímyndunarflugið og bragðlaukana. Þú mátt setja hin og þessi krydd, kókos, kúmen, sykur, hungang eða það sem þér dettur í hug í vélina ásamt kaffinu. Allt mallar þetta saman og út kemur einhver rosalegur kaffibolli.

Þú getur séð þetta betur í myndbandinu.

Lúffengt!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.