Hugmyndir

Uppskrift: Þorskhnakkar eldaðir í airfryer / loftsteikingarpotti

30.12.2021

Undirbúningstími: 5 mín.
Eldunartími: 12 mín.
Uppskrift fyrir 2

Innihaldsefni:

2 þorskhnakkar eða flök
3 teskeiðar af salti
3/4 bolli af brauðraspi
2 matskeiðar af bráðnu smjöri
Handfylli af smátt saxaðri ferskri steinselju
1 sítróna

Uppskrift:

Gott er að forhita loftsteikingarpottinn þinn með því að setja á 200°C í 3mínútur.

Á meðan loftsteikingapotturinn er í gangi þá er saltinu nuddað á allar hliðar á fiskinum.

Takið skál og blandið vel saman raspinum, smjörinu, steinseljunni, sítrónunni og smá sítrónukjöti ásamt 1 teskeið af salti. Þegar það er klárt þá er það sett ofan á fiskinn.

Fiskurinn er svo settur í grindina í loftseikingarpottinum, með blöndunni hér að ofan sem snýr upp. Lokið tækinu og stillið á 200°C í 12 mínútur. Mælt er með að athuga með fiskinn eftir 12 min. til að kanna hvort hann sé tilbúinn. Bætið við auka tíma ef þarf til en það ætti ekki að þurfa meira en 15 mín. í heildina.

Gott er að bera fiskinn fram með kínóa eða byggi ásamt grænmeti.

Verði ykkur að góðu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.