Fróðleikur

Ooni pizzuofn fyrir alvöru pizzu unnendur!

29.06.2021

Já, þessi er sko fyrir alvöru pizzu unnendur!

Með Ooni pizzaofnum getur þú búið til „alvöru veitingastaða“ eldbakaða pizzu!

Hann hitar sig upp í 400 °C á aðeins 30 mínútum og getur eldbakað dýrindis 12″ til 16“ pizzur á aðeins 60-90 sekúndum.

Til að staðfesta að rétt hitastig er í ofninum fyrir pizzubakstur er tilvalið að nota innrauðan hitamæli.

Ooni Karu ofninn er einstaklega vel hannaður og er vel mögulegt að elda annað en pizzur í ofninum en ef þú átt til dæmis pönnur úr steypujárni (cast iron skillet) getur þú til dæmis grillað kjöt, fisk og grænmeti á nokkrum mínútum.

Þrjár útgáfur eru til af Ooni pizzuofnum, Koda, Karu og Fyra þar sem munur er á hitagjafa; viðarperlur, kol eða gas. Smelltu hér til að skoða allar útgáfur á elko.is.


Þegar ofninn er ekki í notkun er lítið mál að pakka honum niður og jafnvel taka með þér í bústaðinn, útilegu eða matarboðið.

Ooni ofnarnir hafa fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá neytendum og gagnrýnendum um allan heim, enda margverðlaunað eldunartæki sem gerir pizzubaksturinn og matarboðin  enn skemmtilegri!

Mikilvægar upplýsingar
Ofninn skal alltaf nota úti. Mikilvægt er að undirstaða hans sé stöðug og úr stein, málm eða við. Plast og gler undirstöður gætu bráðnað eða brotnað við hitann frá ofninum. Gera þarf ráð fyrir hitamyndun í nærumhverfi ofnsins. Mælst er með minnst þriggja metra rými í kringum og fyrir ofan Ooni ofnana.


Smelltu hér til að sjá alla Ooni pizzuofna og aukahluti á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.