Uncategorized

Uuni 3 pizzuofn fyrir alvöru pizzu unnendur!

29.06.2018

Já, þessi er sko fyrir alvöru pizzu unnendur!

Með Uuni 3 pizzaofninum getur þú búið til „alvöru veitingastaða“ eldbakaða pizzu!

Þetta er fyrsti færanlegi viðareldofninn sem kemur á markaðinn og hann veldur okkur ekki vonbrigðum. Hitar sig upp í 500 °C á aðeins 10 mínútum og getur eldbakað dýrindis 13″ pizzur á aðeins 60 sekúndum.

Uuni 3 ofninn er einstaklega vel hannaður og er vel mögulegt að elda annað en pizzur í ofninum en ef þú átt til dæmis pönnur úr steypujárni (cast iron skillet) getur þú til dæmis grillað kjöt, fisk og grænmeti á nokkrum mínútum.

Þegar ofninn er ekki í notkun er lítið mál að pakka honum niður og jafnvel taka með þér í bústaðinn eða matarboðið.

Uuni 3 hefur fengið gríðarlega jákvæð viðbrögð frá neytendum og gagnrýnendum um allan heim, enda margverðlaunað eldunartæki sem gerir pizzubaksturinn og matarboðin  enn skemmtilegri!

Hér er girnilegt og létt myndband um ofninn og ef þú vilt sjá meira hvernig þú gerir alvöru eldbakaða pizzu og hvernig þú fýrar upp í ofninum þá geturðu smellt hér.

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.