Fróðleikur

Vertu hluti af snjallheiminum með Hombli

10.09.2022

Viltu gera heimilið þitt að snjallheimili? Þá ertu að lesa rétt blogg. Með Hombli er auðveldara og skemmtilegra að snjallvæða heimilið. Þú notar aðeins eitt forrit til að stjórna heimilinu og stillir inn tímaáætlanir fyrir ljósaperur og snjallrofa… Listinn af möguleikum er endalaus en hér eru tíu ástæður af hverju þú ættir að velja Hombli.


1. Auðvelt í notkun

Hombli býður þér notendavæna og einfalda lausn til að setja upp snjallheimili. Allar vörurnar frá Hombli eru auðveldar í uppsetningu og jafnvel auðveldari í notkun. Allt sem þú þarft er eitt snjallforrit – Hombli.

Innan nokkurra sekúndna er hægt að tengja snjallljósin þín, snjallinnstunguna og önnur Hombli-tæki við þráðlausa netið (2.4Ghz) og ekki er þörf á aukabúnaði eins og brú* eða tengistöð, eða stóran uppsetningarbækling til að lesa. Uppsetningin er svo þægileg að það er líklegt að allir, jafnvel afar og ömmur, geti notað vörurnar. Ef þig vantar aukaleiðbeiningar (eða finnst bara þægilegra að lesa þær) getur þú skoðað umfangsmikinn lista af algengum spurningum inni á heimasíðu Hombli eða horft á eitt af mörgum leiðbeiningarmyndböndum sem þar er að finna.

*Hreyfiskynjarar og fjölnotaskynjarar tengjast við Hombli Bluetooth brú sem tengist svo við WiFi netið.

Hvernig setur þú upp Hombli snjallperu

2. Eitt snjallforrit er allt sem þú þarft

Eins og var nefnt hér að ofan þarftu aðeins eitt forrit til að nota snjallheimilisvörurnar frá Hombli með góðum árangri. Hombli-smáforritið er hannað á einfaldan máta, án óþarfa aukahluta, sem tryggir að það er aðgengilegt fyrir alla. Þú getur stjórnað tækjunum þínum frá öllum stöðum, sem þýðir að þú þarft ekki að fara úr sófanum til að deyfa lýsinguna og getur séð í snjallsímanum hver kíkir í heimsókn, þ.e. ef þú ert með dyrabjöllu frá Hombli. Smáforritið er fáanlegt í iOS og Android. Smelltu hér til að vita meira um forritið og hvernig hægt er að sækja það.

Þú getur séð íslenskar leiðbeiningar fyrir uppsetningu á smáforriti hér.

3. Samhæft við önnur snjallheimilismerki

Áttu líka snjallheimilisvörur frá öðrum vörumerkjum? Ekkert mál! Leyfðu þeim að tengjast Hombli-tækjunum þínum auðveldlega í gegnum Google Home eða Amazon Alexa. Þetta eru vel þekkt snjallheimilistengiforrit, sem þú hefur líklega heyrt um áður. Bættu Hombli-vörum, eins og snjallperum við Google Home eða Alexa-appið þar sem Philips eða Nedis-snjalllýsingin þín (eða önnur vörumerki) eru einnig tengd við. Kveiktu síðan á öllum ljósum á sama tíma eða tímastilltu ljósin svo þau kveiki á sér með t.d. 20% birtu klukkan 7.15 á morgnana á virkum dögum, svo þú vaknir róleg/ur og afslöppuð/afslappaður.

4. Gott úrval

Það er mögulegt, en ekki nauðsynlegt, að láta Hombli-snjallvörurnar vinna saman með öðrum vörumerkjum. Hombli býður upp á gott vöruúrval eins og snjallinnstungursnjallperurLED-borðaöryggismyndavélarhreyfiskynjarafjölnotaskynjara og dyrabjöllu. Með Hombli getur þú tekið skrefið í rétta átt og sett upp snjallheimili án þess að það kosti of mikið. Þú getur svo bætt við snjallvörum á heimilið og þú ert tilbúinn fyrir framtíðina. Með Hombli verður heimilið snjallara með hverju árinu.


5. Hagkvæmt snjallheimili

Það er mikilvægt fyrir Hombli að allir geti notið vörunnar og þeirra óteljandi kosta sem snjallheimilistækin hafa upp á að bjóða. Ef þú vilt geta stillt birtuna í herberginu með snjallperu eða LED-borða eða snjallvæða dyrabjölluna getur þú fundið frábærar vörur frá Hombli á viðráðanlegu verði.


6. Stjórnaðu hvar sem er

Þú stjórnar snjalltækjunum með snjallsímanum þínum hvar sem er. Hvort sem þú ert á skrifstofunni, í göngutúr, handan við hornið eða jafnvel þegar þú ert erlendis. Þegar enginn er á heimilinu í nokkra daga getur þú tímastillt snjalltækin svo að ljósin séu kveikt alltaf frá 16.00 til 23.00 til að fæla hugsanlega innbrotsþjófa frá.

Ertu með snjalla dyrabjöllu? Um leið og einhver hringir bjöllunni sérðu strax hver er fyrir framan dyrnar þínar. Jafnvel þegar þú ert að sötra kokteil á ströndinni.

7. Settu upp snjallaðgerðir

Við höfum tvo gagnlega eignileika til að setja upp svokallaðar ‘snjallaðgerðir’. Sú fyrsta er handvirk aðgerð (kölluð „flýtileið“ í smáforritinu) og þú getur notað hana til að stjórna mörgum Hombli-tækjum á sama tíma, eins og t.d. nokkrum Hombli-snjallperum í svefnherberginu eða stofunni. „Sjálfvirka“ útgáfan af snjallaðgerð gerir þér kleift að stilla snjalltækin svo að hægt sé að vekja þig á völdum tíma. Veldu til dæmis „sólarupprás“ atburðarásina. Veldu ákveðinn lit, ákveðið birtustig og stilltu þinn tíma til að virkja snjallljósin þín. Eða veldu snjallaðgerð fyrir spennandi kvikmyndakvöld. Með snjallinnstungu getur þú kveikt á heimabíóinu sjálfkrafa og látið svo ljósin breytast hægt og rólega úr mjúkri hvítri lýsingu í rauða kvikmyndalýsingu.

8. Við verndum friðhelgi þína

Allar Hombli-vörur fara reglulega í öryggispróf og fyrirtækið vinnur með netþjónum í Evrópu, öfugt við flest önnur snjallheimilismerki. Persónuverndarlöggjöf í Evrópu eru strangar og hjá Hombli eru notendagögnin þín alltaf nafnlaus og vernduð, sem veitir öryggi.


9. Notaðu raddstýringu

Finnurðu ekki snjallsímann þinn? Eða viltu prófa að stjórna snjalltækjunum á annan hátt? Með því að tengja snjallmyndavélina, ljósaperu eða önnur Hombli-tæki við Google Assistant, Alexu eða Siri getur þú stjórnað tækjunum með röddinni einni saman. Þú getur notað handfrjálsar raddskipanir eins og „Hey Google, dim the Lights in the Living room“ eða „Hey Alexa, Turn on the smart socket“.

Ekki hika við að prófa mismunandi skipanir, möguleikarnir gætu verið fleiri en þú heldur. Lestu meira um raddstýringu hér í þessu bloggi.

Þú getur sett upp Hombli smáforritið í Google Nest Hub, tilvalið fyrir dyrabjölluna.

10. Hombli gerir snjallheimilið skemmtilegt

Fyrir utan það að bjóða upp á auðveldar, öruggar og áreiðanlegar vörur þá vill Hombli sýna þér fram á að einn aukaávinningur hlýst af því að breyta húsinu þínu í snjallheimili; það er skemmtun.



Nánar um valdar Hombli vörur:

Hombli Smart Doorbell 2 dyrabjalla

Sjáðu og talaðu við gesti með Hombli Smart 2 dyrabjöllunni. Með Hombli snjallforritinu er einfalt að biðja sendilinn að skilja pakkann eftir hjá nágrönnunum til dæmi, ef þú ert ekki heima.

Hombli Smart Doorbell 2 gengur þráðlaust í allt að 4 mánuði, en einnig er hægt að nýta rafmagnstengi fyrir dyrabjöllur. (Þráðlaus notkun er miðuð við 10 virkjanir daglega með 10-13 sek myndbandi) Upptökur eru geymdar á SD korti (selt sér) eða í skýaþjónustu (selt sér). Skýaþjónusta Hombli er staðsett í Frankfurt, Þýskalandi, þar sem persónuvernd er tekin alvarlega og gögnin eru einungis ætluð þér.

Þú getur séð uppsetningarmyndband og leiðbeiningar fyrir uppsetningu frá Hombli hér (á ensku).

Smelltu hér til að skoða vöruna á elko.is. En dyrabjallan er til hvít og svört.

Hombli hátalari fyrir dyrabjöllu

Þú getur keypt aukalega hátalara fyrir dyrabjölluna svo að þú heyrir hringingu frekar en fá bara tilkynningu í símann þegar einhver dinglar. Þú stingur hátalaranum beint í innstungu og uppsetning er mjög auðveld. Sjá nánar hér.


Hombli smart fjölnotaskynjari

Snjallvæddu heimilið með Hombli Smart fjölnotaskynjara. Tengist við Hombli bluetooth brú.

Rafhlaða
Skynjarinn er með rafhlöðu sem endist í allt að eitt ár.

Fjölnotaskynjari
Hægt er að tengja Hombli fjölnotaskynjara við Hombli brú. Fjölnotaskynjarinn sendir þér tilkynningu í símann um leið og hann greinir hreyfingu á hurð eða glugga. Hægt að er að nota fjölnotaskynjarann til að kveikja á öðrum snjalltækjum eins og Hombli snjallperu eða senda þér tilkynningu ef að gluggi er opinn og það er rigning út.

Hombli persónuvernd
Hombli virða persónuvernd. Skýjaþjónusta Hombli er vernduð hjá Amazon og netþjónar eru í hýsingu í Frankfurt, Þýskalandi þar sem gerð er mikil krafa á persónuvernda staðla. Hombli er einnig GDPR vottaðir.

ATH! Hombli brú seld sér!  Sjá nánar um fjölnotaskynjarann hér og Hombli Bluetooth brú hér. En einnig er að hægt að kaupa sett sem inniheldur Brú, hreyfiskynjara og fjölnotaskynjara.


Hombli innandyra öryggismyndavél

Með Hombli öryggismyndavélinni er hægt að fylgjast með öllu, allan sólarhringinn, í skörpum Full HD myndgæðum. Með Hombli snjallforritinu geturðu fylgst með í beinni, farið yfir myndir og fengið tilkynningar ef myndavélin nemur hreyfingar. Auðvelt er að setja myndavélina upp og stjórna með snjallforritinu.

Upptökur eru geymdar á SD korti (selt sér) eða í skýaþjónustu (selt sér). Skýaþjónusta Hombli er staðsett í Frankfurt, Þýskalandi, þar sem persónuvernd er tekin alvarlega og gögnin eru einungis ætluð þér. Öryggismyndavélin sendir tilkynningar í símann ef hún nemur hreyfingarog með innbyggða hátalaranum er til dæmis hægt að biðja hundinn um að fara úr sófanum.

Hombli öryggismyndavélin er fáanleg hvít og svört.


Hombli úti öryggismyndavél

Með Hombli úti öryggismyndavélinni er hægt að fylgjast með öllu, allan sólarhringinn, í skörpum Full HD myndgæðum. Myndavélin er með hreyfiskynjara og þú getur fengið tilkynningar í símann þegar hún skynjar hreyfingu fyrir utan heimilið. Einnig er hægt að fylgjast með í beinni og farið yfir myndir með Hombli snjallforritinu.

Upptökur geta verið geymdar á SD korti (selt sér) eða í skýjaþjónustu (selt sér). Skýaþjónusta Hombli er staðsett í Frankfurt, Þýskalandi, þar sem persónuvernd er tekin alvarlega og gögnin eru einungis ætluð þér.

Uppfært 10. september 2022

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.