Fréttir

Við spilum með þér alla leið!

1.04.2019

Hefur þig alltaf langað að vera með besta liðið í netleikjum á borð við Fortnite, Apex, Counter Strike, Overwatch og League of Legends? Langar þig að ná öllum afrekum (achievements) sem leikurinn býður upp á? Vilt þú að vinir þínir öfundi þig af því hvað þú ert góður?

Núna býður ELKO upp á nýja og frábæra þjónustu,  sem nýst getur öllum tölvuleikjaspilurum landsins.

Nú er hægt að leigja KNOWHOW-vin sem er atvinnumaður í rafíþróttum og getur hjálpað þér að ná markmiðum þínum í netleikjaspili. KNOWHOW-vinurinn getur tekið yfir aðgang eiganda og spilað af hörku í gegnum leikinn og náð öllum afrekunum á mettíma.

Spilararnir okkar eru sérhæfðir á ýmsum sviðum og þú getur valið spilara út frá því hvaða leik þig langar að bæta þig í.

Hlutverk

KNOWHOW-vinirnir geta brugðið sér í ýmis hlutverk út frá því hvaða aðstoð þig vantar. Láttu okkur vita hvaða hlutverki þú ert að leita að, og við veljum rétta aðilann til þess að hjálpa þér.

Support: KNOWHOW-vinurinn sér um að styðja við bakið á þér og hjálpa, eins og hann getur, án þess að stela af þér sviðsljósinu.

Carry: KNOWHOW-vinurinn tekur að sér að koma þér í gegnum leikinn og ná efsta sætinu á stigatöflunni.

Healer: KNOWHOW-vinurinn gerir allt sem hann getur til að halda þér á lífi í leiknum í gegnum spennuþrungin verkefni og erfiða bardaga (ath þessi þjónusta virkar ekki fyrir alla leiki).

Tank: KNOWHOW-vinurinn mun taka allan skaða á sig, sem hann getur, til þess að vernda þig fá öllu illu.

DPS: KNOWHOW-vinurinn kemur sem mestum skaða á óvininn á sem stystum tíma, til að fella óvin ykkar.

Verð:

 • ELKO-vinur er sendur heim til spilara og hjálpar við hvaða verkefni sem sett er fyrir hann í þrjár klukkustundir: 13.337kr.

  ELKO-vinur er sendur heim til spilara og hjálpar við hvaða verkefni sem sett er fyrir hann í sex klukkustundir: 19.995kr.

  ELKO-vinur er sendur heim til spilara og hjálpar við hvaða verkefni sem sett er fyrir hann í tíu klukkustundir: 34.995kr.

  ELKO-vinur tekur yfir þinn aðgang og sér um það sem þú biður um í tölvuleik að eigin vali í þrjár klukkustundir: 9.995kr.

  ELKO-vinur tekur yfir þinn aðgang og sér um það sem þú biður um í tölvuleik að eigin vali í sex klukkustundir: 18.995kr.

  ELKO-vinur tekur yfir þinn aðgang og sér um það sem þú biður um í tölvuleik að eigin vali í tíu klukkustundir: 29.995kr.

  Ath. Ef ELKO-vinur þarf að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið bætast við 9.995kr.

Nánari upplýsingar veita starfsmenn Knowhow í næstu ELKO verslun en þú getur einnig sent okkur línu í gegnum netspjallið á elko.is.

 

Það væri gaman ef þetta væri alvöru þjónusta sem við bjóðum upp á en þetta var því miður bara aprílgabb 2019.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.