Fróðleikur

Vinsælir ferðafélagar

6.05.2022

Ertu á leið í ferðalag og íhugar að pikka upp nýjan ferðafélaga á leiðinni út? Við höfum tekið saman lista yfir vinsælustu ferðafélagana sem keyptir eru í ELKO flugstöð. Mun einhver af þessum vörum passa í handfarangurinn þinn og bæta upplifun þína á ferðalaginu?


Heyrnartól

Hvort sem þú ert að leita eftir heyrnartólum sem gera flugferðina sjálfa þægilegri, heyrnartólum fyrir börn eða ódýr heyrnartól til að eiga til vara, til dæmis ef þín týnast eða eru rafmagnslaus – þá er um nóg að velja. Hér eru tvö atriði sem gott er að hafa í huga áður en þú velur þér heyrnartól:

Er mini-jack tengi á símanum?

Fleiri og fleiri snjallsímar eru ekki með mini-jack tengi og því gert ráð fyrir að þú tengir heyrnartól í gegnum Bluetooth eða fjárfestir í millistykki til að breyta út Lightning eða USB-C yfir í mini-jack.

Hvað er ANC / Active hljóðeinangrun

Ekki láta umhverfishljóð trufla þig. Heyrnartól með Active hljóðeinangrun (ANC) eru með hljóðdempandi eiginleika. Þessi tækni hjálpar til við einbeitingu t.d. við að hlusta á tónlist, hlaðvörp og símtöl í háværu umhverfi.


Við tókum saman nokkur heyrnartól sem eru vinsæl í ELKO flugstöð en hér fyrir neðan getur þú séð topp 10 listann sem tekin er út miðað við sölutölur.

Apple AirPods Pro

AirPods Pro þráðlausu heyrnartólin bjóða upp á hágæða tækni ásamt ANC hljóðeinangrandi eiginleika sem nýtist til dæmis í flugi auk frábæra hljómgæða. Notaðu röddina til þess að biðja Siri um að stjórna tónlistinni, stilla hljóðstyrkinn, athuga rafhlöðuendingu eða veita gagnlegar upplýsingar og ráð: allt frá veðurspá, leiðarvísun eða verkefni dagsins. Innbyggði hljóðneminn er með Beamformin tækni sem þekkir þína rödd og þarf því ekki að taka símann úr vasanum.

Heyrnartólin eru með 4,5 klst rafhlöðuendingu eftir fulla hleðslu þrátt fyrir litla stærð. Með því að nota hleðsluboxið sem fylgir er hægt að hlaða heyrnartólin oft og nýta þau í allt að 24 klst. Með 5 mínútna hleðslu er hægt að nota heyrnartólin í 1 klst. Skoða nánar á elkodutyfree.is

Bose NC700 þráðlaus heyrnartól

NC700 heyrnartólin frá Bose eru með 11 hljóðeinangrandi stillingum, Google Assistant/Amazon Alexa raddstýringu og fjórum hljóðnemum fyrir skýrari og betri hljóm. Bose 700 heyrnartólin eru með allt að 20 klst þráðlausum hlustunartíma og fullhlaðast á einungis 2,5 klst. Hægt er að nota heyrnartólin líka með snúru. Bose NC700 eru fáanleg silfurlituð og svört.

Sony 1000X M4 þráðlaus heyrnartól

Sony WH-1000XM4 eru snjöll þráðlaus heyrnartól sem framkalla hágæða hljóm og eina bestu hljóðeinangrun sem má finna. Heyrnartólin styðja raddstjórnun með Siri, Google og Alexu, eru með öfluga rafhlöðu með hraðhleðslu og innbyggðum hljóðnema. Ef kveikt er á hljóðeinangrun endast heyrnartólin í 30 klst, eða 38 klst ef slökkt er. Þú getur hlustað á þau allan daginn og meira án þess að hugsa um hleðslu. Sony WH-1000XM4 eru fáanleg í svörtum og kremuðum lit.

JBL T210 heyrnartól

JBL T210 heyrnartólin eru þægileg og gefa mjög góðan hljóm. Heyrnartólin eru með flatri snúru sem gerir það að verkum að þau flækjast ekki.  Þrjár stærðir af töppum fylgja með.

Samsung Galaxy Buds2 þráðlaus í-eyra heyrnartól

Samsung Galaxy Buds2 þráðlaus heyrnartól veita hágæða hljóm með ANC hljóðeinangrun. Þau eru með IPX2 vatnsvörn, Bluetooth 5.2 tengingu, PowerShare hleðslutækni og allt að 8 + 21 klst rafhlöðuendingu.

Er rafhlaðan að klárast í heyrnartólunum eftir langan dag? Engar áhyggjur, Galaxy Buds2 styðja þráðlausa hleðslu milli tækja með PowerShare tækni sem virkar með studdum Samsung snjallsímum. Hlustaðu í allt að 8 klst samfleytt og í allt að 29 klst með hleðslu frá hleðsluhylkinu. Skoða allar útgáfur af Buds2.


Topp 10 heyrnartólin 2021-2022

 1. Apple AirPods þráðlaus í-eyra heyrnartól
 2. Apple AirPods Pro þráðlaus í-eyra heyrnartól
 3. JBL T210 heyrnartól
 4. Apple in-ear heyrnartól með Lightning tengi
 5. Sony In-ear heyrnartól MDR-EX15
 6. Bose NC700 þráðlaus heyrnartól
 7. Sennheiser CX300s heyrnartól
 8. Sony 1000X M4 þráðlaus heyrnartól
 9. Samsung Galaxy Buds2 í eyra þráðlaus heyrnartól
 10. Happy Plugs Air 1 Go þráðlaus heyrnartól

Ferðahleðslur

Ferðahleðsla er mikilvægur ferðafélagi sem gefur þér möguleika á því að hlaða snjallsíma, heyrnartól, myndavélar og fleira. Hér eru vinsælustu ferðahleðslurnar í ELKO flugstöð en þú getur séð allt úrvalið á elkodutyfree.is. Hægt er að kaupa Skross 10.000mAh og 20.000mAh fullhlaðnar ferðahleðslur í ELKO flugstöð fyrir 500 kr. aukalega.

Skross Reload 10 Qi PD þráðlaus ferðahleðsla

Reload 10 Qi PD frá Skross veitir þráðlaus hraðhleðslu og hraðhleðslu með snúru fyrir t.d. síma og spjaldtölvur. Með þráðlausri hleðslu getur þú farið áhyggjulaus hvert sem er án þess að þurfa að vera með rétta snúru með þér. Einnig er PD eiginleiki (e. Power Delivery Function) sem hleður með USB-C sérstaklega hratt. Ferðahleðslan er forhlaðin og því hægt að nota hana strax úr kassanum. Skoða nánar á elkodutyfree.is.

Skross Reload 20 ferðahleðsla 20.000 mAh

Ferðahleðslan frá Skross er öflug en nett sem hentar þeim sem eru mikið á ferðinni. Ferðahleðslan getur hlaðið síma allt að 6x á einni hleðslu með 1xUSB/1xUSB-C tengi. Tækið er forhlaðið og því hægt að nota það samstundis. USB-Micro snúra fylgir. Skoða vöruna á heimasíðu ELKO Flugstöð.


Hleðslutæki og snúrur

Apple 20W USB-C hleðslukló

Hladdu Apple tækin þín þegar þú þarft á þeim að halda með 20W USB-C hleðsluklónni. Hún styður Apple hraðhleðslu og er samhæf iPhone 8 og nýrri tækjum. Skoða nánar.

Sandström USB-C hleðslutæki

USB-C hleðslutæki frá Sandstrøm hleður tækin þín áreiðanlega og af krafti með USB-C snúru. Bæði styður tækið Qualcomm hraðhleðslu og Huawei hraðhleðslu. Skoða vöruna á elkodutyfree.is.

Skross EU í UK breytikló

2 og 3 póla jarðtengd og ójarðtengd tengi sem er nauðsynlegt að hafa með sér í ferðalagi til Bretlandseyja. Skoða á elkodutyfree.is.

Sandström 2xUSB hleðslutæki

USB hleðslutæki frá Sandstrøm sem veitir 20W af hleðslu og styður bæði Qualcomm hraðhleðslu og Huawei hraðhleðslu. Með 1x USB-C tengi og 1x USB-A tengi. Hleður frá 1% í 50% á u.þ.b. 30 mínútum. Smelltu hér til að skoða vöru á elkodutyfree.is.


Aðrar vinsælar vörur í ELKO flugstöð

Apple AirTag

AirTag staðsetningartæki sem hjálpar þér að finna lyklana, veskið eða farangurinn. AirTag tengist Find My snjallforritinu og er með hátalara sem spilar hljóð. Tækið er með IP67 vottun. Skoða vöru.

Samsung Galaxy SmartTag

Galaxy SmartTag léttir áhyggur og gerir lífið einfaldara. Fylgstu með því sem þér þykir vænt um á ferðinni eða finndu bíllyklana á bak við sófann. Með Galaxy Find Network geturðu auðveldlega fundið týnda hluti í allt að 120 metra fjarlægð. Þú getur einnig stjórnað ýmsum snjalltækjum með hnappinum og SmartThings snjallforritinu. Galaxy SmartTag er einungis samhæft Samsung Galaxy snjallsímum og spjaldtölvum með Android 8.0 eða nýlegra.

Kodak Fun Flash einnota myndavél

Fangaðu myndir bæði inni og úti með Kodak Fun Flash einnota myndavél. Þessi útgáfa af myndavél frá Kodak er með 27×12 myndir og vegur aðeins 113 gr.

Samsung Galaxy Tab A7 Lite spjaldtölva

Samsung Galaxy Tab A7 Lite er létt, þunn og handhæg. Spaldtölvan er með frábæra rafhlöðuendingu, stereo hátalara með Dolby Atmos hljóm og 8 MP bakmyndavél. Tab A7 er með 8,7“ TFT skjá og 32GB geymslupláss en möguleiki er að stækka með microSD korti. Skoða á elkodutyfree.is.

iPhone 13 snjallsími 128GB

iPhone 13 er með klassíska og stílhreina hönnun með álramma og glerbaki. Til að tryggja enn betri endingu snertiskjásins hefur Apple unnið í nánu samstarfi með Corning til að framleiða harðgerðari skjá. Ceramic Shield er sérstakt gler sem inniheldur Nano-keramik-kristalla. iPhone er einnig með IP68 vottun sem þýðir að hann er vottaður allt að 6 metra dýpi í 30 mínútur. A15 Bionic örgjörvinn er með 6 kjarna örgjörva með 2 háhraða örgjörvum og fjórum skilvirkum örgjörvum fyrir kröftuga frammistöðu í leikjum og margmiðlunarefni ásamt 16 kjarna Neural Engine.

Kindle Paperwhite lesbretti

Lestu uppáhaldsbókina þína hvar sem er með Amazon Kindle Paperwhite 2020. Endurhlaðanleg lithium-polymer rafhlaða veitir allt að 34 daga af notkun á einni hleðslu. 6″ skýr skjár sem er auðvelt að lesa á – meira að segja í sólarljósi. Þessi Kindle er með stillanlegt ljós til að auka þægindi við lestur og 8 GB geymslurými sem er nóg fyrir þúsundir af bókum. Nánari upplýsingar.

Dyson Airwrap Styler hárformunartæki

Með hárformunartækinu frá Dyson færðu alltaf fallegt og silkimjúkt hár. Tækið er með 3 hraðastillingar og 4 hitunarstillingar, þ.á.m kalt loft. Auk þess fylgja 6 mismunandi aukahlutir og taska. Sjá nánari upplýsingar á elkodutyfree.is.


Vatnsflöskur

Ef þú ert að fara að ferðast til sólarlanda eða í borg þar sem sólin skín er ekkert verra en að drekka úr plastflösku sem hefur hitnað í sólinni. Þess vegna er best að vera með sinn eigin ferðafélaga sem heldur öllu köldu fyrir þig heilu dagana.

Chilly´s

Vatnsflöskurnar og kaffimálin frá Chilly´s eru vinsælar vörur fyrir ferðalagið. Kíktu á úrvalið í ELKO næst þegar þú ert í brottfarasalnum á Keflavíkurflugvelli. Chilly’s flöskurnar eru fullkomnar í ferðalagið, vinnuna eða skólann. Þær halda annaðhvort heitu í 12 klst eða köldu í 24 klst og þær leka ekki.

Í boði eru tvær útgáfur af vatnsbrúsum og ein útgáfa af kaffimáli. Smelltu hér til að skoða úrvalið.


Hægt er að panta vöru og sækja í brottfaraverslun ELKO í flugstöð á leiðinni út.

Panta og sækja

FERLIÐ

 • Þú skoðar vöruframboð í ELKO Flugstöð Leifs Eiríkssonar hér á heimasíðunni. Ef þú ert með fyrirspurn um vöruframboð er hægt að senda fyrirspurn á flugstod@elko.is
 • Þú setur það sem þú vilt panta í körfu
 • Þegar þú hefur sett allt í körfu sem þú vilt panta getur þú skoðað körfu eða smellt á afgreiðslu til að halda áfram
  • Ef þú velur að skoða körfu kemur upp ‘Karfan þín’ þar sem þú getur eytt út línum, breytt fjölda, eytt körfu eða haldið áfram að versla
  • Ef þú vilt senda pöntun til ELKO smellir þú á afgreidsla
 • Þú gefur upp flugnúmer, nafn og tölvupóstfang
 • Smellir á greiðslu- og afhendingarmátar
 • Pöntun er sótt í brottfaraverslun. Sjá opnunartíma hér.
 • Greiðslumáti: eingöngu er hægt að greiða þegar vara er sótt upp í flugstöð
 • Panta verður vörur með að lágmarki sólarhrings fyrirvara
 • Ekki er mælt með því að panta vörur með meira en viku fyrirvara

PÖNTUNARNÚMER

 • Mikilvægt er að hafa pöntunarnúmer meðferðis þegar pöntun er sótt
  • Þegar pöntun er staðfest er sendur staðfestingarpóstur á uppgefið tölvupóstfang
  • Hægt er að prenta út staðfestingarpóst eða sýna starfsmanni tölvupóstinn í símanum þínum
 • Ef það kemur upp að þú fékkst ekki pöntunarstaðfestingu, er hægt að senda okkur fyrirspurn á FLE@elko.is eða hringja í síma 425-0720
 • Ath. ef vara sem þú pantaðir er ekki á pöntunarstaðfestingunni sem er á pokanum þínum þegar þú sækir hann þá hefur hún ekki verið til þegar pöntunin var tekin saman. Þú getur spurt starfsmann um hvort varan sé komin aftur í sölu þar sem ný sending gæti hafa komið í hús eftir að pöntun var tekin til.
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.