Hugmyndir

Vöfflur með sódavatni

23.03.2021

Hefur þú prófað að baka vöfflur og nota sódavatn í deigið? Sú aðferð er notuð til þess að fá extra mjúkar vöfflur en samt fá stökkt yfirborð.

Þessi uppskrift er aðeins öðruvísi en hefðbundin íslensk vöffluuppskrift. Í henni er bæði sódavatn og grískt jógúrt en hægt er að nota súrmjólk í staðinn fyrir gríska jógúrtið ef það er ekki til staðar.

Ef þú vilt hafa vöfflunar extra stökkar eru nokkrar aðferðir fyrir það listaðar upp neðst í blogginu.

Hráefni:

 • 2 egg
 • 4 tsk lyftiduft
 • 2 msk sykur
 • 1 tsk vanilludropar
 • 1/4 tsk salt
 • 2 msk smjör (brætt og látið kólna)
 • 3,0 dl mjólk
 • 4,0 dl hveiti
 • 1 dl grískt jógúrt
 • 1,2 dl sódavatn (bragðlaust)

Aðferð:

 1. Settu öll hráefnin, fyrir utan sódavatnið í blandara og notaðu PULSE stillinguna 3-4x þangað til að deig myndast.
 2. Bættu við sódavatnið og notaðu PULSE stillinguna 2-3x þangað til allt er blandað saman eða hrærðu saman með skeið eða þeytara.
 3. Ef þér finnst deigið of þunnt getur þú bætt við örlitlu af hveiti.
 4. Hitaðu vöfflujárnið, notaðu olíusprey ef þess þarf en ef tefal húð á járninu er góð ætti það að vera óþarfi.
 5. Tilvalið að bera fram með sultu og rjóma, tilbúnu Betty Crocker kremi eða ís.

Viltu stökkari vöfflur?

Til þess að fá stökkar vöfflur getur þú til dæmis skipt út 1/2 dl af hveiti fyrir kartöflumjöl eða maizena mjöl. Aðrir setja 1-2 tsk af Amaretto (Möndlu líkjör) út í deigið. Þriðja aðferðin er að búa til ‘buttermilk’ með því að finna til magn af mjólk, bæta við 1 tsk af sítrónusafa og leyfa því að standa á borði í 10-15 mín áður en deigið er sett saman.


Ef þú þarft að græja þig upp fyrir þessa uppskrift getur þú skoðað vöfflujárn, blandara og Sodastream tæki á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.