
Wattle – Heildar snjalllausn fyrir heimilið eða fyrirtækið.
11.09.2018Wattle er frábær heildarlausn af snjallkerfi fyrir heimilið eða fyrirtækið.
Hér er hugsað út í alla helstu öryggisþætti og þægindi á sama tíma. Wattle býður upp á ýmis konar vörur eins og hurðarlása, öryggismyndavélar, vatnsskynjara, hita- og rakaskynjara, innstungur og fleira. Svo er hægt að tengja Wattle við önnur snjallkerfi eins og Philips Hue, Home Control, IKEA o.fl. og látið þau vinna saman. Passað er vel upp á friðhelgi einkalífs með læstu kerfi gagnvart framleiðandanum, óprúttnum aðilum eða þriðju aðilum.
Smáforrit Wattle virkar á iOS og Android stýrikerfin og er það hugsað til þess að fólk geti fækkað snjalltengdum smáforritum og einfaldað lífið.

Þín dagskrá
Hægt er að útbúa sérsniðna dagskrá sem Wattle getur farið eftir, eftir því hvað klukkan slær á hvaða degi. Sem dæmi er hægt að hafa ljósadagskrá til þess að spara rafmagn, þannig að milli kl 08 og 16 eða 00 og 06 á virkum dögum er slökkt á öllu, en öðruvísi um helgar. Þetta virkar einstaklega vel fyrir fólk sem er mikið að heiman en þá er hægt að láta líta út fyrir að einhver sé heima. Einnig er hægt að sérsníða sínar eigin senur (e. Scenes) sem gæti verið stilling fyrir kvöld fyrir framan sjónvarpið, önnur fyrir partý eða dagsbirtustilling (sólarupprás) á morgnana til að vakna betur. Margar af Wattle vörunum hafa innbyggðan hitamæli svo notandi geti fylgst með hitanum í öllum herbergjum.
Tengist öðrum snjallkerfum
Wattle leggur aðal áherslu á að vera snjallkerfi sem virkar með þeim tækjum sem þú hugsanlega hefur nú þegar á þínu heimili. Wattle kerfið styður og vinnur með flestum snjallkerfum sem til eru; Philips Hue, Home Control, Fibaro, IKEA, Trust, Osram og svo lengi mætti telja. Það þýðir að það ætti ekki að vera vandamál ef eitthvert þessara kerfa er nú þegar á heimilinu.
Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á wattle.com og inn á elko.is getur þú fundið þær vörur sem eru í boði:
- Tvær tengibrýr (e. Gateway) til að tengja símann þinn við kerfið. Sú dýrari er með SIM korti og rafhlöðu þannig að hún virkar ef rafmagninu slær út.
- Hurðarlás sem stjórnast af símanum þínum. Læstu og aflæstu útihurðinni hvaðan sem er.
- Vatnsskynjari með innbyggðri sírenu og hitaskynjara. Vertu var við það ef það springur vatnsleiðsla, það lekur inn í óveðri eða blöndunartæki gleymis í gangi.
- Optískur reykskynjari með rafhlöðu, innbyggðri sírenu sem samtengist öðrum sírenum og hitaskynjara sem segir til um hitastigið í rýminu.
- Raka- og hitaskynjari sem lætur vita ef rakinn inni í húsinu er of mikill. Of mikill raki veldur myglu og fer illa með raftæki, hljóðfæri og fleira. Hitaskynjarinn segir til um hitastigið í rýminu.
- HD öryggismyndavél til notkun innandyra. Smá og látlaus hönnun með nætursýn, hreyfiskynjara, hljóðnema o.fl.
- HD öryggismyndavél til notkun utandyra. Smá og látlaus hönnun með IP66 vatns- og rykvörn, nætursýn, hreyfiskynjara o.fl.
- Öflug sírena fyrir öryggiskerfið. Innbyggð rafhlaða ef rafmagnið slær út.
- Talnaborð fyrir öryggiskerfið. Upplýstir takkar og hreyfiskynjari.
- Segulskynjari fyrir glugga eða hurð. Lætur þig vita í símann og/eða lætur sírenu í gang þegar gluggi eða hurð opnast. Inniheldur hitaskynjara sem segir til um hita rýmisins.
- Hreyfiskynjari sem skynjar bæði hreyfingu og ljósmagn. Þú getur notað hann til að stýra öryggiskerfinu og/eða ljósum. Einnig getur þú stillt að ef ljósmagn fer niður fyrir ákveðinn þröskuld kveikir hreyfiskynjarinn á lýsingunni í rýminu. Inniheldur hitaskynjara sem segir til um hita rýmisins.
- “Snjallsnúra” sem þú tengir inn á rafmagnssnúru á tæki til þess að geta stýrt því með símanum.
- Snjallinnstunga til þess að stýra tækjum með símanum. Hún fer í venjulega rafmagnsinnstungu og raftækið tengist við hana sem gefur henni kleift að slökkva eða kveikja á raftækinu.