Fróðleikur

Wattle – Heildar snjalllausn fyrir heimilið eða fyrirtækið.

11.09.2018

Wattle er frábær heildarlausn af snjallkerfi fyrir heimilið eða fyrirtækið.

Hér er hugsað út í alla helstu öryggisþætti og þægindi á sama tíma. Wattle býður upp á ýmis konar vörur eins og hurðarlása, öryggismyndavélar, vatnsskynjara, hita- og rakaskynjara, innstungur og fleira. Svo er hægt að tengja Wattle við önnur snjallkerfi  eins og Philips Hue, Home Control, IKEA o.fl. og látið þau vinna saman. Passað er vel upp á friðhelgi einkalífs með læstu kerfi gagnvart framleiðandanum, óprúttnum aðilum eða þriðju aðilum.

Smáforrit Wattle virkar á iOS og Android stýrikerfin og er það hugsað til þess að fólk geti fækkað snjalltengdum smáforritum og einfaldað lífið.

 

Þín dagskrá

Hægt er að útbúa sérsniðna dagskrá sem Wattle getur farið eftir, eftir því hvað klukkan slær á hvaða degi. Sem dæmi er hægt að hafa ljósadagskrá til þess að spara rafmagn, þannig að milli kl 08 og 16 eða 00 og 06 á virkum dögum er slökkt á öllu, en öðruvísi um helgar. Þetta virkar einstaklega vel fyrir fólk sem er mikið að heiman en þá er hægt að láta líta út fyrir að einhver sé heima.  Einnig er hægt að sérsníða sínar eigin senur (e. Scenes) sem gæti verið stilling fyrir kvöld fyrir framan sjónvarpið, önnur fyrir partý eða dagsbirtustilling (sólarupprás) á morgnana til að vakna betur.  Margar af Wattle vörunum hafa innbyggðan hitamæli svo notandi geti fylgst með hitanum í öllum herbergjum.

Tengist öðrum snjallkerfum

Wattle leggur aðal áherslu á að vera snjallkerfi sem virkar með þeim tækjum sem þú hugsanlega hefur nú þegar á þínu heimili. Wattle kerfið styður og vinnur með flestum snjallkerfum sem til eru; Philips Hue, Home Control, Fibaro, IKEA, Trust, Osram og svo lengi mætti telja. Það þýðir að það ætti ekki að vera vandamál ef eitthvert þessara kerfa er nú þegar á heimilinu.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á wattle.com og inn á elko.is getur þú fundið þær vörur sem eru í boði:

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.