Það er fátt leiðilegra en vond lykt af hreinum þvotti.
Margir eiga í erfiðleikum með að ná fúkkalykt úr fötum eða öðrum þvotti og byrja að bæta hinum og þessum lyktarefnum við, lyktarkúlum, mýkingarefni, sprey o.s.frv. Það er þó eins og að hella olíu á eldinn. Upptökin geta nefnilega átt sér stað í þvottavélinni sjálfri. Hún þvær kannski alla daga en það er ekki nóg til að halda henni sjálfri hreinni. Það myndast mygla og fúkki ef ekki er vandlega hugsað um hana.
Hér er sáraeinföld leið til að hreinsa vélina og losna við vonda lykt. Í framhaldinu getur þú séð punkta um hvernig best er að umgangast þvottavélina og viðhalda henni.
Það sem þú þarft:
- Matarsódi
- Borðedik
- Svampur
Aðferð:
- Blandaðu saman ½ dl af ediki og ½ dl af vatni og skrúbbaðu með svampinum óhreinindi utan af vélinni og úr gúmmíhringnum.
- Taktu sápuskúffuna úr sápuhólfinu og þrífðu hvort tveggja.
- Blandaðu ½ dl af matarsóda og ½ dl af vatni saman og helltu í sápuhólfin.
- Helltu 2-3 dl af borðediki í tromluna og settu vélina af stað á 90°c prógramm.
- Þegar þvottaprógramminu er lokið, þurrkaðu aðeins aftur úr gúmmíhringnum, af glerinu og hurðinni. Skyldu hurðina á vélinni eftir opna.
Góða skemmtun!