Gaming Gjafalistar Hugmyndir

10 fermingargjafir fyrir leikjaspilarann

15.03.2023

Hvaða tæki og tól þarf til þess að sigra heiminn í rafíþróttum? Hér er listi yfir 10 vörur sem ættu að henta vel fyrir fermingarbörn sem hafa gaman af leikjaspilun.

Framlengdur skilaréttur á fermingargjöfum

Við höfum framlengt skilarétti á fermingargjöfum með skilamiða til 30. júní 2023. Mundu eftir að biðja um skilamiða ef þú ert að kaupa gjöf svo fermingarbarnið geti skilað/skipt gjöfinni án vandræða.


MSI GF63 15,6″ leikjafartölva

Taktu skref í nýjum heimum með MSI GF63 leikjafartölvunni. Tölvan er útbúin 15,6″ FHD IPS skjá með 144 Hz endurnýjunartíðni, Intel Core i5 11. kynslóðar örgjörva, GeForce GTX 1650 skjákorti og 8 GB af DDR4 vinnsluminni. Sjá nánar hér.


DualSense þráðlaus stýripinni – Hvítur

Sökktu þér dýpra í leikinn með DualSense stýripinnanum fyrir PlayStation 5 sem vekur leikinn til lífs i höndum þínum. Stýripinninn er með nýja aðlögunartækni, haptísk viðbrögð, hreyfiskynjara og fleira. Sjá nánar á elko.is


AOC 25″ leikjaskjár

AOC 25″ 25G3ZMBK leikjaskjárinn hjálpar þér á toppinn. Skjárinn er með VA skjá, 240 Hz endurnýjunartíðni og 0,5 ms MPRT viðbragðstíma. Skjárinn er með AMD FreeSync Premium tækni sem samstillir endurnýjunartíðni skjásins við skjákortið. Sjá nánar á elko.is


Razer BlackWidow V3 TKL leikjalyklaborð

Razer BlackWidow V3 talnaborðslausa leikjayklaborðið er hannað fyrir leikjaspilara. Það tekur ekki mikið pláss á skrifborðinu og er með Razer Chroma RGB baklýsingu og ál ramma sem endist. Sjá nánar á elko.is


Razer Basilisk Ultimate leikjamús

Razer Basilisk Ultimate leikjamúsin er með það sem þú þarft til að klifra hæstu hæðir í leiknum. Hún er með Razer Focus+ 20K DPI optískan nema, optíska rofa og Razer HyperSpeed þráðlausa tækni. Hún er einnig með 11 takka ásamt RGB lýsingu. Allt að 100 klst. rafhlöðuending. Sjá nánar á elko.is


Nintendo Switch 32GB

Nintendo Switch leikjatölvan, fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Sjá nánar á elko.is


HyperX Cloud Stinger 2 leikjaheyrnartól

Færðu leikinin á næsta stig með HyperX Cloud Stinger 2 leikjaheyrnartólunum með 53 mm neodymium hátölurum, skýrum hljóðnema og þægilegri hljóðstjórn. Sjá nánar á elko.is


Meta Quest 2 VR gleraugu – 128 GB

Taktu VR upplifunina á nýtt stig með þráðlausu Oculus Quest 2 sýndarveruleikagleraugunum. Quest 2 eru með öflugan Qualcomm Snapdragon XR2 örgjörva, 128 GB minni og innbyggða hátalara. Sjá nánar á elko.is


Xbox Series S 512 GB Digital leikjatölva

Með Xbox Series S leikjatölvunni er hægt að spila alla nýjustu leikina í minnstu Xbox tölvu sem gerð hefur verið. Stílhrein og minni en hefðbundnar leikjatölvur, Xbox Series S spilar bæði nýjustu leikina en einnig leiki frá síðustu fjórum kynslóðum Xbox tölvna. Sjá nánar á elko.is


Playstation 5 leikjatölva

Ný kynslóð af leikjatölvum sem færir leikjaupplifunina nær raunveruleikanum en nokkru sinni fyrr. Trigger takkarnir veita mismunandi mótstöðu eftir því hvað er að gerast í tölvuleiknum.

Sjá nánar á elko.is


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.