Fróðleikur

10 góð ráð við grillhreinsun

4.05.2023

Hvernig á að þrífa grill? Góð grillun fæst með hreinni grillgrind og það er lítil vinna sem þarf til þess að halda grillgrindinni hreinni. Með góðum grillbursta, olíu og 15 sekúndum á heitu grillinu kemstu langt með það að hreinsa grillið fyrir eða eftir grillun. Hér á eftir munt þú læra undirstöðuatriðin í því að halda grillinu þínu hreinu og fínu án þess að þurfa að eyða allt of mikilli orku í það. Hér fyrir neðan eru 10 góð ráð við grillhreinsun.


Nýtt grill?

Áður en nýtt grill er notað í fyrsta sinn skal hreinsa grindurnar vel með heitu vatni og mildri sápu. Þar á eftir hitar þú grindina vel með því að setja grillið á hæsta hita. Næst leggur þú eldhúspappír í matarolíu og dreifir pappírnum með olíunni með grilltöng yfir alla grindina og skilur grillið eftir á hæsta hitanum í 15 mínútur.


Við viljum líka minna á eldhættuna við það að skipta ekki reglulega um álbakka sem grípur fituna. Gömul, uppsöfnuð fita getur skapað eldhættu og eru mörg tilvik á vorin hjá slökkviliðinu þar sem kveiknar í grillum þar sem fita frá fyrra sumri er ennþá til staðar. Þú færð litla álbakka frá Weber sem henta vél til að grípa fitu og olíu.



Mikilvægasti aukahluturinn við grillið er og verður alltaf grillburstinn.

Til eru margar tegundir af grillburstum svo þú ættir ekki að vera í vandræðum með að finna þann bursta sem hentar þér best. Leitastu við að finna bursta úr ryðfríu stáli eða messing, því annars áttu í hættu á að eyðileggja grillgrindina sem og brennarana. Burstaðu alltaf þegar grillið er heitt. Með því sparar þú tíma og slítur ekki burstanum að óþörfu. Ekki eyða 15 mínútum í að bursta kalda grind þegar þú getur náð sama árangri á u.þ.b. 15 sek. á heitri grind.

10 góð ráð við grillhreinsun

1. Mundu eftir grillburstanum.

Notaðu grillbursta á grillgrindina og endaðu svo á því að strjúka yfir með rökum klút. Sumir grillburstar eru eingöngu ætlaðir fyrir grillgrindina, ekki innan í grillið sjálft. Þar getur þú notað samþjappaðan álpappír. Notið almennt aðeins bursta úr messing eða ryðfríu stáli.

2. Grillið að utanverðu.

Utanvert grillið er best að þrífa með sápu og rökum klút. Strjúkið svo yfir með þurrum klút.

3. Þegar það flagnar.

Kolagrillin sem og stóru gasgrillin í lit eru ekki máluð heldur eru þau postulín-glerungshúðuð. Með tímanum getur litið út fyrir að lokið sé að flagna að innan. Þetta er ekki málning heldur hörðnuð fita sem er að losna frá og hana er auðveldlega hægt að fjarlægja með því að strjúka innan úr lokinu.

4. Ryð á yfirborði.

Ef lítilsháttar ryð fellur á samskeyti grillsins getur þú á auðveldan hátt fjarlægt það með sýrufrírri olíu (WD40). Gott er að bera sýrufría olíu reglulega á utanáliggjandi samskeyti grillsins og pússa yfir með klút. Mundu: Aldrei skal setja sýrufría olíu eða svipuð efni ofan í sjálft grillið!

6. Pottjárnsgrindur.

Berið ætíð olíu á pottjárnsgrindurnar eftir notkun. Öðru hverju er gott að taka kalda grindina og leggja hana í volgt sápuvatn. Leggið svo grindina aftur í grillið og setjið á mesta hita í 15 mínútur. Nú ættu síðustu óhreinindin að hafa þornað og þú getur burstað þau í burtu með grillburstanum. Berið svo vel af matarolíu á grindina eftir notkun til að hindra að hún ryðgi.

7. Q og gasgrill.

Brennarana og botninn á Q grillunum og öðrum gasgrillunum þarf að þrífa reglulega. Slökktu á grillinu, láttu það kólna og burstaðu óhreinindin af brennaranum með hreinum grillbursta úr ryðfríu stáli eða messing. Hreinsaðu einnig fituna reglulega úr botninum með góðum svampi. Skrapið óhreinindin niður í álbakkann, svo ekki sé hætta á að það kvikni í fitunni.

8. Bragðburstir hreinsaðar.

Setjið alla brennara á hæsta hitann og hafið kveikt á grillinu í 15 mínútur. Leyfið grillinu að kólna og takið því næst bragðburstirnar úr grillinu og burstið með grillbursta úr ryðfríu stáli eða messing. Ef þú ætlar að taka grillið alveg í gegn getur þú lagt bragðburstirnar í sápuvatn. Notið þá svamp til að gera þær hreinar, hreinsið vel og þurrkið með tusku.


9. Olía, olía, olía!

Berið ávallt olíu á grillgrindina áður en byrjað er að grilla. Olían gerir það að verkum að minni hætta er á að maturinn festist við grillgrindina. Ekki er ráðlagt að nota ólífuolíu þar sem hún getur gefið frá sér óæskilegt bragð við mikinn hita. Til að setja olíuna á grindina á auðveldan og öruggan hátt er hægt að væta eldhúspappír með matarolíu og bera hana á grindina með grilltöng. Með því kemur þú í veg fyrir að brenna þig.

10. Grillhreinsir.

Ef þú vilt fara í allsherjar hreingerningu getur þú notað eitt af hreinsiefnunum frá Weber sem gefur auka gljáa á yfirborð grillsins. Til eru hreinsiefni fyrir allar grilltýpur sem auðvelda hreingerninguna og setja punktinn yfir i-ið.


Hægt er að skoða öll grill og aukahluti sem eru í boði hjá ELKO hér.

Heimild: Weber.is. Birt með leyfi weber.is.

Uppfært 4.5.2023

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.