Fróðleikur

Galaxy Book2 Pro frá Samsung

30.08.2022

Verður Book2 Pro besta bókin í skólatöskunni þinni? Eða hin fullkomna vinnutölva?

Galaxy Book2 línan er líka sérstaklega hönnuð með Galaxy umhverfið í huga, einfalt er að tengjast bæði símum og aukahlutum, t.d Galaxy Buds heyrnatólum, samnýta gögn á milli tækja og deila efni yfir á aðra skjái.

Samsung Galaxy Book2 Pro 15,6″ fartölvan er létt, stílhrein og hefur aldrei verið eins þunn. Tölvan notar 15,6″ Full HD AMOLED skjá, 12. kynslóðar Intel Core evo örgjörva og 8 GB vinnsluminni svo ekkert vantar upp á. Einnig er fáanleg útgáfa með Intel i7 örgjörva og 16GB vinnsluminni.

Létt, kraftmikil og lipur

Heimsins þynnsta fartölva í sínum flokki, nógu kröftug til að fórna engu í frammistöðu
þó hún sé þunn og létt.

Knúin af nýjasta Intel® Evo™ örgjörvanum

Intel hefur gefið út 12. kynslóð i5 örgjörva í evo seríunni. Örgjörvinn notar mjög skilvirkan 10 nanometra „SuperFin“ arkitektúr sem getur keyrt þó nokkrar þungar keyrslur samtímis. Örgjörvinn bíður upp á Turbo ham sem gerir honum kleift að fara upp í allt að 4,4 GHz í klukkuhraða og styður Galaxy Book2 Pro hann með 8 GB af LPDDR5 vinnsluminni.


Fjarfundir – hvar og hvenær sem er

Galaxy Book2 Pro gefur þér tólin til að líta út og hljóma fagmannalega í myndsímtölum, þökk sé góðri upplausn í vefmyndavél, kristaltæru hljóði með AKG og Dolby Atmos sem hefur snjalla hávaðadeyfingu. Stúdió stilling fær einnig uppfærslu með nýjum sjálfvirkum römmum og bakgrunnsbrellum.


Haltu því öruggu

Galaxy Book2 Pro er hönnuð til að vernda friðhelgi þína, geyma mikilvægar upplýsingar, alveg niður í grunnforrit og með vélbúnaðartengdum öryggiseiginleikum sem veiri hugarrró þegar kemur af persónulegum gögnum og upplýsingum. Galaxy Book2 línan er útbúin auknum öryggisbúnaði í gegnum Intel vPro og með Intel Hardware Shield er bæði vélbúnaður og hugbúnaður betur varinn gegn árásum og óværum. Með því að fylgjast bæði með BIOS og stýrikerfinu getur Galaxy Book2 hjálpað fyrirtækjum að halda starfsmönnum og viðkvæmum gögnum öruggum. 

Til viðbótar er Samsung einnig með Private Share sem er hannað sérstaklega til að dulkóða og deila gögnum á öruggan hátt milli starfsmanna og t.d er hægt að setja inn tímaramma á hvenær gögnin “renna út”. Starfsmenn geta einnig nýtt sér það að skrá sig inn með Samsung reikningnum sínum og ef þeir skyldu týna vélinni þá er hægt að skrá sig inn á Samsung SmartThings Find og sjá hvar vélin er stödd í heiminum. Til að setja enn hærri öryggiskröfur er Book2 Pro línan sú fyrsta sem styður kröfur Microsoft um Secure Core tölvur. 

Samsung Knox Suite er einnig lausn hönnuð með það í huga að fólk er meira á ferðinni en áður og fólk er einnig að nota meira farsíma við vinnu, en þá þarf að huga betur að öryggi í farsímum. Samsung Knox tryggir meðal annars að gögnin sem sótt eru á tækið séu alltaf dulkóðuð. Einnig getur fyrirtækið fjarlægt viðkvæm gögn úr tækinu ef það eyðileggst eða sé stolið, án þess að hafa tækið í höndunum. Aðalatriðið með KNOX er að það er innbyggt frá upphafi. Þegar þú opnar símann – eða spjaldtölvuna eða úrið – úr kassanum þá er tækið öruggt. Þú þarft ekki að bæta öryggishugbúnaði ofan á stýrikerfið, það er þegar innbyggt frá upphafi. Þetta lágmarkar áhættuna á spilliforritum og að brotist verði inn í tækið og það er meiri áhætta fólgin í því að bæta við hugbúnaði eftir að tækin hafa verið tekin í notkun.

*Passa þarf að tölvan sé sérstaklega uppsett til að virkja hámarks vernd. Til að nota Windows Hello þarf að vera með fingrafaralesara ofl.

Frábær skjár sem augun þín eiga eftir að elska

Með 120% litastigi og 1.000.000:1 birtuskil skilar skjárinn litríku kvikmyndaefni og leikjum. Auk þess er vernd fyrir augun þín gegn skaðlegu bláu ljósi.

AMOLED skjár

Tölvan er með 15,6″ Full HD AMOLED skjá sem tryggir nákvæma mynd í fullum gæðum. AMOLED tæknin notar minna rafmagn og lengir þar með rafhlöðuendinguna miðað við hefðbunda LED skjái. Nákvæmari litir og dýpri svartur eru einungis tveir af mörgum eiginleikum AMOLED skjáa. 

Intel Iris Xe skjástýring

Intel Tiger Lake 10 nm SuperFin hönnun veitir röska myndvinnslu þrátt fyrir litla stærð. Innbyggða Intel Iris Xe skjástýringin gerir þér kleift að horfa á myndbönd, vinna við grafíska hönnun, myndþýða efni eða spila tölvuleiki. Skjástýringin heldur sínu en á sama tíma sparar hún orkunotkun og lengir því rafhlöðuendinguna.


Tengdu Galaxy Book2 Pro við Galaxy Tab spjaldtölvu þráðlaust til að bæta við öðrum skjá. Þú getur klónað, framlengt og unnið á báðum skjánum á sama tíma með Samsung Multi Control. Renndu bendilinum milli skjáa og stjórnaðu Galaxy Tab og Galaxy Book með aðeins einu lyklaborði.


Með stóra 68Wh rafhlöðu skilar Galaxy Book2 Pro allt að 21 klukkustundum* í notkun miðað við myndbandaspilun. Þú getur svo fengið allt að 8,3 klukkustunda notkun með því að tengja tölvuna við hraðhleðslu í aðeins 30 mínútur með nettu USB-C hleðslutæki, sem einnig virkar á Samsung farsíma, eitt hleðslutæki fyrir öll þín tæki.

*Byggt á tilraunum á rannsóknarstofu þar sem spilað var 1080p myndband, birtustig 150nits og heyrnartól tengd við með sjálfgefnum hljóðstyrk. Ekki var kveikt á WiFi eða Bluetooth.

Með Galaxy EcoSystem getur þú tengt tölvuna við aðrar Galaxy vörur eins og spjaldtölvu, snjallsíma ofl.


Settu upp farsímaforritin þín í Galaxy Book2 Pro. Forritin hafa verið fínstillt fyrir Galaxy notendur svo þau virka í Windows. Það veitir óaðfinnanlega upplifun milli tækja til að hámarka þægindi.

Gerðu lítið auðveldara með því að hafa Bixby og SmartThings í tölvunni þinni. Notaðu raddskipun til að spyrja Bixby um veðrið, tímann og fleira. Þú hefur einnig möguleika á að stjórna SmartThings snjalltækjum úr tölvunni þinni, Bixby getur líka hjálpað þér með það.

Hefur þú heyrt um Smart Switch fyrir snjallsíma og spjaldtölvur? Galaxy Book fartölvurnar hafa einnig Smart Switch möguleika sem auðveldar þér að byrja að nota nýju tölvuna. Galaxy Book Smart Switch flytur skrárnar þínar og stillingar úr gömlu tölvunni og „Single Sign-on“ kemur þér inn í Galaxy vistkerfið og aðgang að uppáhalds forritunum með aðeins einni innskráningu. Einnig býður Samsung Port þér einfalda og stílhreina lausn til að tengja t.d skjá, lyklaborð, mús, internet og rafmagn við tölvuna.


Samsung Galaxy Book2 Pro er fáanleg í tveimur útgáfum; Með intel i5 örgjörva og 8GB vinnsluminni og með intel i7 örgjörva og 16GB vinnsluminni. Smelltu hér til að skoða allar Galaxy Book fartölvur á elko.is.


Samsung Galaxy Book2 Pro 360

Það er einnig til útgáfa af Book2 Pro sem er með snertiskjá og S penna. Hún heitir Samsung Galaxy Book2 Pro 360. Samsung Galaxy Book 2 Pro 360 15,6″ 2-í-1 fartölvan setur nýjan staðal fyrir framleiðni á ferðinni. Hún er með ofurþunna og létta hönnun, öflugan 12. kynslóðar Intel örgjörva og fallegan og skýran Super AMOLED snertiskjá ásamt S-Pen.

Skapaðu stórkostleg listaverk, glósaðu hratt og margt fleira. Örugga rafhlaðan endist allt að 21 klukkustund og Full HD vefmyndavélin tryggir að þú sjáist vel í myndsímtölum.


FHD Super AMOLED snertiskjár

15,6″ skjárinn sýnir nákvæm smáatriði í Full HD 1080p upplausn. AMOLED tæknin er sparneytnari en hefðbundnir LED baklýstir skjáir og birtir nákvæma liti ásamt djúpum svörtum.

S-Penninn

Samsung S-Pen gerir þér kleift að stjórna fartölvunni í gegnum bluetooth með hreyfi-stýrðri fjarstýringu. Einfalt er að glósa eða teikna á skjáinn, eða stoppa og byrja myndbandsspilun úr sófanum.

Nóg pláss

512GB M.2 NVMe PCIe SSD sem tryggir að tölvan er fljót að kveikja á sér, ræsa stýrikerfinu og bætir hraðann á gagnaflutningi.

Öflugur örgjörvi

Með 12 kjarna Intel Core i7 örgjörvanum úr Alder Lake seríunni, byggðum á skilvirkum 10nm SuperFin arkítektúr, er auðvelt að vinna með mörg kröfuhörð forrit samtímis án hika né tafa. Tilvalið fyrir streymi eða kröfuharða fjölverkavinnslu. Enn fremur styður örgjörvinn 4,6 GHz Turbo Mode og hann er studdur af hröðu 16 GB LPDDR5 vinnsluminni fyrri hispurslausa frammistöðu í stærri forritum.

Tengimöguleikar

– 1x Thunderbolt 4
– 3x USB-C tengi
– Wi-Fi 6E, Bluetooth 5.2
– microSD minniskortalesari
– 3,5 mm sambyggt heyrnartóla- og hljóðnematengi


Smelltu hér til að skoða Galaxy Book2 Pro 360 á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.