Fróðleikur

Öryggi heimilisins: hver sér um að vakta heimilið þitt?

14.09.2022

Í kjölfar snjallvæðingar og umfjöllunum í samfélaginu hefur sala á öryggismyndavélum og snjalldyrabjöllum aukist á hverju ári og árið 2021 þrefaldaðist salan á snjalldyrabjöllum borið saman við 2020.

Með flestum af öryggismyndavélunum og snjalldyrabjöllunum getur þú valið ákveðið svæði sem öryggistækið er sérstaklega að vakta, og þú færð tilkynningu í snjalltækið þitt um leið og hún skynjar hreyfingu innan svæðisins. Myndavélarnar nema hreyfingu og hljóð og sumar myndavélarnar vista atburði í allt að 24 klukkustundir, en það er yfirleitt hægt að versla áskriftarpakka frá framleiðanda sem býður upp á að geyma myndefni í svokölluðu skýi, sem er nettengd gagnageymsla sem þú hefur aðgang að hvenær sem er, hvar sem er og þá færðu að auki mun lengri tímalínu af vistuðum atburðum.

En hversu öfluga græju þarftu? Hversu mörg svæði ertu að hugsa um að vakta? Ætlar þú að vakta útisvæði? Hversu góð myndgæði viltu? Þarftu viðvörunarbjöllur í myndavélinni sjálfri? Það eru allskonar öryggismyndavélar til og verðbilið er býsna breitt, þær sem eru í ódýrari kantinum eru ætlaðar sem innandyra myndavélar og þær sem eru dýrari þola allt frá 20 gráðu frosti og upp í 40°c+. Þær eru einnig með fítusum eins og sundurgreiningu þess sem birtist á mynd, upptöku þrátt fyrir að rafmagnið sé tekið af eða detti út, hlaðanlegar rafhlöður eða jafnvel kösturum sem lýsa upp svæðið þegar þær skynja hreyfingu.

Snjalldyrabjöllur

Það eru margar týpur í boði af dyrabjöllum frá ólíkum framleiðendum með ólíkum fítusum; Ring, Google Nest, Hombli, Arlo og Nedis og eru þær á nokkrum verðbilum. Það sem allar þessar dyrabjöllur eiga sameiginlegt er að þær leyfa þér að fylgjast með í rauntíma hvað er að gerast fyrir utan hjá þér. Þú færð tilkynningu í símann þinn þegar þær skynja hreyfingu eða hljóð og þá þarftu ekki að gera annað en að smella á þá tilkynningu og þá getur þú streymt efninu frá myndavélinni í snjalltækið þitt. Síðan er oft hátalari á þeim og hljóðnemi svo þú getur átt samskipti við þann sem er fyrir utan hjá þér. Við tölum oft um snjalldyrabjöllurnar sem öryggistæki, og þær eru það vissulega – en svo eru þetta líka bara aukin þægindi – hver hefur ekki fundið fyrir óþægindatilfinningu þegar bjallan hringir þegar maður á ekki von á neinum? Svo er oft hægt að kaupa áskrift að auknum öryggiseiginleikum frá framleiðanda.

Ring dyrabjöllurnar hafa verið mjög vinsælar. Með þeim getur þú séð í rauntíma hvað er að gerast fyrir utan hjá þér, hún er með hljóðnema og hátalara svo þú getur einnig rætt við viðkomandi sem er fyrir utan dyrnar hjá þér.

Sem dæmi eru dyrabjöllurnar frá Google Nest og Ring með snjallfítusum, þær gera greinarmun á fólki, dýrum, pökkum og bílum svo eitthvað sé nefnt, svo getur maður greitt mánaðarlega til þess að fá fleiri eiginleika, eins og andlitsgreiningu, en þá lærir myndavélin inn á þá sem eru reglulega gestir og þá færðu ekki tilkynningu í símann þinn að óþörfu en atburðurinn er þó vistaður í upptökusögunni. Ef myndavélin sér einhvern sem hún þekkir ekki þá færðu tilkynningu í símann ásamt valmöguleika sem spyr þig hvort þú þekkir viðkomandi eða ekki og býður þér að vista hann í þekkta einstaklinga. Með Nest dyrabjöllunni getur þú handvirkt sett inn þekkt andlit eða eytt út þekktum andlitum.

Fyrir dyrabjöllumyndavélar þá mælum við að hringja í rafvirkja ef engin þekking er til staðar í þeim fræðum, því það fer eftir hvort það á að beintengja dyrabjölluna eða hvort hún sé með rafhlöðu. Það er ótrúlega einfalt að setja rafhlöðumyndavélina upp en þá þarf auðvitað að hlaða hana á svona 6 mánaða fresti, á meðan að beintengdu myndavélarnar eru tímafrekari í uppsetningu, en á móti þá þarf ekki að pæla meira í þeim. Þú færð nákvæmar upplýsingar í smáforritinu hvernig setja skal upp myndavélina en það gæti verið þörf á að fagmann í verkið.

Ring dyrabjalla. Snjalldyrabjallan frá Ring hjálpar þér að vakta heimilið þó þú sért ekki heima. Ef gestur kemur getur þú séð, hlustað og talað við viðkomandi. Í bjöllunni er innbyggð rafhlaða sem auðvelt er að smella af og hlaða t.d. yfir nóttu. Einnig er hægt að tengja dyrabjölluna beint við straum. Ring dyrabjallan 3 er með 1080p upplausn, IPX5 vatnsvarin og þolir hitastig á milli -20 ° til 48 ° C. Sjá nánar hér.

Google Nest dyrabjalla. Sjáðu hvað er fyrir utan í rauntíma, hvar sem þú ert. Google Nest dyrabjallan fylgist með því sem gerist fyrir utan hjá þér og sendir tilkynningu þegar einhver hringir bjöllunni, sendill skilur eftir pakka eða dýr eiga leið framhjá. Þú getur einnig talað við gesti eða nýtt forsniðin svör. Myndavélin er knúin af rafhlöðu eða tengd við rafmagn svo hún hentar hvaða heimili sem er. Dyrabjallan er með HD HDR myndavél sem tekur upp í 3:4 myndhlutföllum svo þú sjáir allan gestinn, frá toppi til táa. Myndavélin notar HDR tækni sem nær björtum og dökkum svæðum og virkar einnig að nóttu til. Sjá nánar hér.

Arlo dyrabjalla. Arlo Wire-Free Video dyrabjalla með hreyfiskynjara. Dyrabjallan streymir 1536 x 1536 HD myndefni í beinni og er með nætursýn. Fáðu tilkynningar í símann og fylgstu með í beinni með 180° sjónarhorn og tvíhliða hljóðstreymi svo hægt sé að heyra í og tala við manneskjur fyrir utan dyrnar. Bjallan tengist við Arlo snjallforrit og streymir í beinni HD myndband með hljóð í Android, iOS, MacOS og Windows 10 tölvur og síma. Að svo stöddu er ekki hægt að virkja áskrift á Íslandi, en án áskriftar er hægt að tengja allt að 5 myndavélar, geyma 7 daga upptöku í skýinu, streymt í beinni og geymt upptökur í heimahúsi. Sjá nánar hér.

Hombli Smart Doorbell 2 gengur þráðlaust í allt að 4 mánuði, en einnig er hægt að nýta rafmagnstengi fyrir dyrabjöllur. (Þráðlaus notkun er miðuð við 10 virkjanir daglega með 10-13 sek myndbandi) Upptökur eru geymdar á SD korti (selt sér) eða í skýaþjónustu (selt sér). Skýaþjónusta Hombli er staðsett í Frankfurt, Þýskalandi, þar sem persónuvernd er tekin alvarlega og gögnin eru einungis ætluð þér. Dyrabjallan sendir tilkynningar í símann, en ef þú vilt frekar hefðbundna dyrabjöllu er hægt að tengja hombli dyrabjöllu hátalara við. Sjá nánar hér.

SmartThings öryggismyndavélin er tiltölulega ódýr kostur miðað við margar aðrar öryggismyndavélar en þrátt fyrir lágt verð er hún með frábæra víðlinsu, tekur upp í Full HD HDR, er með hljóðnema svo hægt er að tala í gegnum hana (Two Way Audio) og einn allra besti kostur hennar er frábær nætursjón. Hún tekur upp og vistar í skýinu myndbandsklippur þegar hún nemur hreyfingu eða hljóð. Gögnin eru aðgengileg í 24 klst. en hægt er að vista klippurnar beint í símann eða spjaldtölvuna. Ef hún er til dæmis notuð í barnaherbergi væri hægt að nota hana til þess að fara yfir hvernig barnið sefur, hvenær það er vakna o.sfrv. Hún getur þannig séð virkað einnig sem barnapíutæki. Einnig er þetta tilvalið fyrir gæludýraeigendur sem vilja geta fylgst með stöðu mála þegar gæludýrin eru ein heima. Það þarf ekki SmartThings hubbinn með myndavélinni eins og mörgum öðrum SmartThings búnaði. Þrátt fyrir að SmartThings vörurnar sem við seljum eru merktar frá Samsung þá hefur það lítil áhrif á virknina því þau virka bæði fyrir iOS og Android. Myndavélin er með snjallgreiningu Það þýðir að hún þekkir muninn á persónum, gæludýrum og hlutum. Ef farið er í gagnageymsluna á skýinu tekur hún fram hvað hún sá, svosem Person Detection, Movement Detected eða Sound Detected. Þetta getur einfaldað ferlið að fara yfir klippur í myndavélinni. Einnig er hægt að handvirkt kveikja á upptöku í myndavélinni sem hún vistar svo í skýið. Hægt er að velja fókuspunkta Þá eru valdir sérstakir fókuspunktar sem hún er með aukna næmni fyrir. Hægt er að zooma inn á myndina þegar hún er í gangi og einnig í myndskeiðum til að fá betri sýn af því sem er að gerast. Hægt er að stilla hvenær hún er í gangi Sem dæmi um það má nefna að hún fer einungis í gang þegar að þú ert ekki heima eða að nóttu til. Myndavélin notar GPS staðsetninguna í símanum þínum til þess að greina hvenær þú ert heima eða ekki, en einnig veit maður alltaf hvenær hún er að vista klippur í skýið því þá blikkar LED ljósið blátt. Að auki er valmöguleiki í appinu sem kallast Arm og Disarm. Ef hún er stillt á Disarm þá dælir hún ekki tilkynningum í símann þegar þú ert heima, en hún heldur samt áfram að vista klippur í skýið. Sjá nánar hér.

Samsung Smarthings Vision verndar friðhelgi, tekur ekki upp myndband í lit sýnir einungis útlínur og er snjöll að því leiti að hún sendir ekki tilkynningar ef gæludýr sjást á mynd. Sjá nánar hér.

Gátlisti fyrir notkun eftirlitsmyndavéla

Við ráðleggjum fólki að lesa sér til um hvaða reglur gilda um notkun eftirlitsmyndavéla á persónuvernd.is

Almennt er vöktun með leynd óheimil af hálfu einstaklinga. Rétt er að geta þess að persónuverndarlögin gilda almennt ekki um vinnslu persónuupplýsinga sem eingöngu eru til persónulegra nota. Þarf sá sem ber ábyrgð á vöktuninni því að gæta þess að hún samrýmist ákvæðum laganna, sem og reglum sem settar hafa verið samkvæmt þeim, að öllu leyti. Þá skal tekið fram að sérstakar reglur gilda um vöktun af hálfu lögreglu og annarra löggæslustofnana. Heimild til að safna efni úr eftirlitsmyndavélum, svo sem hljóð- og myndefni, með viðkvæmum persónuupplýsingum og upplýsingum um refsiverða háttsemi er háð þeim skilyrðum að vöktunin sé nauðsynleg og fari fram í öryggis- og eignavörsluskyni, og efnið verði ekki afhent öðrum eða birt, t.d. á samfélagsmiðlum eða á netinu, nema með samþykki þeirra sem eru á upptökunni eða á grundvelli annara heimilda. Þó má alltaf afhenda lögreglu myndefni úr eftirlitsmyndavélum sem og annað efni sem verður til við rafræna vöktun.

10 atriði sem huga þarf að þegar kemur að rafrænni vöktun með eftirlitsmyndavélum:

1. Tilgangur vöktunar verður að vera skýr, málefnalegur og lögmætur, t.d. að koma í veg fyrir þjófnað eða að tryggja öryggi manna og eigna.

2. Gæta þarf meðalhófs og ekki má ganga lengra heldur en þörf krefur til að forðast óþarfa íhlutun í einkalíf þeirra sem sæta vöktuninni.

3. Nauðsynlegt er að fræða þá sem eru á vöktuðum svæðum, t.d. starfsmenn eða nemendur, um vöktunina. Einnig þarf að gera viðvart um vöktunina með merki eða á annan áberandi hátt.

4. Vöktun sem fer fram til að mæla vinnu og afköst starfsmanna er háð ströngum skilyrðum.

5. Myndefni skal aðeins skoða ef sérstakt tilefni er til þess og bara af þeim sem hafa heimild til þess.

6. Ekki má geyma myndefni lengur en í 90 daga nema í sérstökum tilvikum, t.d. með heimild í lögum.

7. Þegar eftirlitsmyndavélar eru nettengdar þarf að tryggja að óviðkomandi hafi ekki aðgang að myndefni þeirra.

8. Opinber birting á myndefni, t.d. á netinu, er óheimil nema með samþykki þeirra sem eru á upptökunni. Það má alltaf afhenda lögreglu myndefni.

9. Sá sem er vaktaður á rétt á að skoða gögnin, t.d. upptökur sem verða til um hann, nema hagsmunir annarra vegi þyngra.

10. Rafræn vöktun með leynd er bönnuð, nema hún styðjist við lög eða úrskurð dómara Má setja upp eftirlitsmyndavélar við íbúðarhúsnæði? Einstaklingum er almennt heimilt að vakta sínar lóðir og húseignir. Gæta þarf þess sérstaklega að sjónsvið eftirlitsmyndavélar fari ekki út fyrir yfirráðasvæði viðkomandi einstaklings, eins og t.d. inn á lóðir annarra, sameign eða svæði á almannafæri.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.