
Tilkynning vegna misræmis í verðlagningu á Svörtum Fössara
25.11.2022Viðskiptavinir ELKO tilkynntu misræmi í birtingu verðs á www.elko.is og auglýstu verði. ELKO hefur nú þegar leiðrétt það misræmi og mun verða haft samband við alla sem keyptu vörurnar og þeim endurgreiddur mismunurinn. Viðskiptavinir geta einnig haft samband beint á elko@elko.is
ELKO vill þakka fyrir ábendingar sem hafa borist og minna á að hægt er að skoða verðsögu allra vara á elko.is.

Vara: BOSE QuietComfort Earbuds þráðlaus heyrnartól, 831262040
Vegna mistaka þá var rangt söluverð og rangt „verð áður“ á BOSE QuietComfort heyrnartólum á elko.is. Það hefur verið leiðrétt og er rétt verð 21.995 í stað 24.995. Þeir viðskiptavinir sem hafa verslað heyrnartólin á hærra verðinu fá mismuninn endurgreiddan.

Vara: LG 75“ QNED81 (2022) sjónvarp, 75QNED816QA
Vegna mistaka var rangt tilboðsverð og rangt „verð áður“ á LG 75″ sjónvarpi á elko.is. Þetta hefur verið leiðrétt og er rétt verð 189.995 í stað 199.995. Þeir viðskiptavinir sem hafa verslað sjónvarpið á hærra verðinu fá mismuninn endurgreiddan.