Hvort sem þú ert að skipuleggja væntanlegt flug um allan heim eða bara taka strætó í vinnuna á hverjum degi, þá geta góð ferðaheyrnartól gert lífið skemmtilegra. Að hafa eitthvað þægilegt með góðri hljóðeinangrun getur gert ferðir þínar miklu auðveldari og jafnvel að ánægjulegum stundum.
Þegar þú ert að leita að heyrnartólum fyrir ferðalög þarftu einhver sem eru meðfærileg þú ert að ferðast um flugvelli eða hlaupa til að ná strætó, og með nógu langri rafhlöðuendingu til að endast þér allan daginn. Þó að margir vilji frekar heyrnartól yfir eyra fyrir langar flugferðir eða lestarferðir, þá eru þráðlaus heyrnartól í eyru vinsæl vegna þess að þau eru meðfærileg. Venjulega ná heyrnartól sem hafa virka hljóðeinangrun (ANC) bestum árangri við að draga úr djúpum, urrandi hávaða strætó- eða flugvélahreyfla, en valin heyrnartól; bæði yfir eyra og í eyra hafa þá tækni.
Yfir eyra ferðaheyrnartól
Hér nefnum við þau heyrnartól sem eru markaðssett sem heyrnartól fyrir ferðalög, þá er horft til þess að þau hafa virka hjóðeinangrun, góða rafhlöðuendingu og með heyrnartólnum fylgir taska sem verndar þau í ferðalögum.
Bose QuietComfort
Upplifðu tónlist á nýjan hátt með Bose QuietComfort þráðlausu heyrnartólunum. Með Active Noise Canceling og Aware Mode getur þú útilokað eða hleypt umhverfishljóðum í gegn. Njóttu þess að hlusta í heilan sólarhring á einni hleðslu og fínstilltu hljóminn eins og þér finnst best
ANC hljóðeinangrun
Vertu í fullkomnu valdi yfir hljóði heyrnartólanna og hljóði umhverfisins. Hvort sem þú vilt heyra að hluta til, að fulla eða alls ekki þá er Active Noise Cancellation tækni hér til að gefa þér þetta vald. Með því að draga úr umhverfishljóðum er hægt að njóta betur hljómgæða heyrnartólanna og upplifa tónlist skýrt og fullkomlega. Kannski heyrir þú smáatirði á uppáhalds plötunum þínum sem þú hefur ekki tekið eftir áður.
Aware Mode
Þegar stillt er á Aware Mode þá aðstoða heyrnartólin þig við að heyra betur í umhverfi þínu. Hljóðnemar í heyrnartólunum skynja hljóð í umhverfinu og spila það beint í heyrnartólin samhliða tónlistinni svo maður er algjörlega meðvitaður um umhverfi sitt.
Rafhlaða
Hlustaðu á tónlist í allt að 24 klst á einni hleðslu. Það tekur aðeins tvo og hálfan tíma að hlaða heyrnartólin úr 0 í 100% þökk sé USB-C. Hraðhleðsla veitir á 15 mínútum allt að tvo og hálfan tíma af notkun.
Smelltu hér til að skoða Bose QuietComfort á elko.is.
Sennheiser Momentum 4
Sennheiser Momentum 4 þráðlausu heyrnartólin varpa skýrum hágæða hljóm með Sennheiser Signature Sound. Minnkaðu umhverfishljóð hvar sem er með ANC virkri hljóðeinangrun.
ANC hljóðeinangrun
Með stillanlegri ANC hljóðeinangrun stjórnar þú hversu miklum umhverfishljóðum er hleypt í gegn. Einbeittu þér að tónlistinni með einangrun í hámarki eða hleyptu heiminum í gegn í bland við tónlistina.
Rafhlöðuending
Hlustaðu allann daginn með allt að 60 klukkustunda rafhlöðuendingu. Með hraðhleðslu þarf einungis að hlaða heyrnartólin í 10 mínútur svo þau endist sex klukkustundir.
Smelltu hér til að skoða Momentum 4 á elko.is.
Apple AirPods Max
Enduruppgötvaðu galdra Airpods með Apple AirPods Max þráðlausu heyrnartólunum. Með virku hljóðeinangruninni geturðu notið hágæða hljóms án þess að umhverfið trufli þig og Spatial audio bætir kvikmyndir með þrívíddarhljóm. Ef þú vilt tengjast samfélaginu á ný er hægt að virkja Sound Highlight sem hleypir umhverfinu í gegn.
Virk hljóðeinangrun
Ekki láta umhverfishljóð trufla þig á meðan þú hlustar á tónlist. AirPods Max eru með 9 hljóðnemum, þar af eru 6 sérhæfðir í hljóðeinangrun, tveir samnýttir í hljóðeinangrun og símtöl en sá seinasti hlustar bara á röddina þína. Adaptive EQ stillir hljóminn og bætir tónlistina. Ef þú vilt hleypa hljóðum í gegnum þarftu bara að smella á einn takka.
Rafhlaða
AirPods Max endast allt í allt að 20 klukkustundir með virkri hljóðeinangrun og Spatial audio. Eftir einungis 5 mínútna hleðslu endast þau í 1,5 klukkustndir. Með AirPods Max fylgir mjúkt og flott Smart Case hulstur sem lætur heyrnartólin í biðstöðu til að auka rafhlöðuendingu.
Sony WH1000M5
Með Sony WH-1000XM5 þráðlausu heyrnartólunum getur þú sokkið í þinn eigin heim og gefa þér hágæða hljóm án truflana, með virkri hljóðeinangrun. Heyrnartólin hafa snjalla eiginleika á borð við Speak-to-Chat, MultiPoint Connection og Quick Attention.
Hljóðeinangrun
Sony WH-1000XM5 nota 8 hljóðnema til þess að hlusta á og greina umhverfishljóð svo að heyrnartólin geti enn betur einangrað þig frá þeim. Með Auto NC Optimizer tækni aðlaga heyrnartólin styrkleika einangruninnar að umhverfinu.
Rafhlöðuending
Heyrnartólin endast í allt að 30 klukkustundir og samsvarar 3 mínútna hleðsla rúmlega 3 klukkustunda spilun.
Smelltu hér til að skoða WH-1000XM5 á elko.is.
Yfir-eyru heyrnartól með hljóðeinangrun undir 40 þúsund
Hér tökum við saman heyrnartól á verðbilinu 10-40 þúsund sem eru með hljóðeinangrun og henta því í ferðalög þó að þau eru ekki markðssett sem slík.
Sony WH-XB910N þráðlaus heyrnartól
Sony WH-XB910N þráðlaus heyrnartólin varpa frábærum hljóm með Dual Noice Canceling og EXTRA BASS tækni. Hlustaðu á tónlist allan daginn með allt að 30 klukkustunda rafhlöðuendingu.
Dual Noise Canceling
Nýjá hljóðeinangrunartæknin notar fram- og afturvísandi hljóðnema á hverri hlið sem útiloka umhverfishljóð. Njóttu tónlistarinnar án truflana eða hleyptu hljóði í gegn ef þú vilt t.d. heyra í umferð.
Rafhlöðuending
Hlustaðu á tónlist í allt að 30 klukkustundir á einni hleðslu. Þau eru fullhlaðin á 5 tímum, en eftir einungis 15 mínútna hleðslu endast þau í 4,5 klukkustundir.
Sérstilltur hljómur
Náðu í Sony Headphones Connect smáforritið og stilltu hljóminn eins og þú vilt hafa hann.
Smelltu hér til að skoða Sony WH-XB910N á elko.is.
Urbanista Miami
Þráðlaus heyrnartól frá Urbanista með ANC hljóðeinangrun og rafhlöðuendingu allt að 50 klukkustundir.
ANC hljóðeinangrun
Útilokar umhverfishljóð og því tilvalin fyrir vinnu eða í ferðalagið.
Ambient Sound umhverfisstilling
Stilltu á Ambient Sound umhverfisstillinguna til þess að heyra allt í kringum þig án þess að þurfa að stoppa tónlistina.
Rafhlöðuending
Með allt að 50 klukkustunda rafhlöðuendingu með ANC virkt er hægt að hlusta allan sólarhringinn án þess að hafa áhyggjur af því að þurfa að hlaða heyrnartólin.
Möguleiki að tengja með Mini-jack snúru og með Miami heyrnartólunum fylgir harðskeljataska.
Smelltu hér til að skoða Urbanista Miami.
JBL Live 660NC
Hlustaðu á tónlist allan daginn án truflunnar með JBL LIVE 660NC þráðlausu heyrnartólunum með hágæða JBL Signature Sound, ANC hljóðeinangrun, Ambient Aware tækni og stuðning fyrir raddstýringu.
LIVE 660NC heyrnartólin eru með 40 mm hátalara sem gefa einstaklega skýran hljóm án truflana í bæði hæstu og lægstu stillingu.
Virk hljóðeinangrun (ANC) og Ambient Aware
Stjórnaðu hversu mikið af umhverfishljóðum þú vilt heyra í ákveðnum aðstæðum með stillingum sem fylgja JBL Headphones snjallforritinu. Tilvalið til þess að heyra í bílum eða öðru í umhverfinu.
50 klukkustunda spilun
Hægt er að hlusta á tónlist í allt að 50 klukkustundir með ANC óvirkt, en allt að 40 klukkustundir með það virkt. Full hleðsla á rafhlöðu tekur u.þ.b. 2 klukkustundir, en ef gleymst hefur að hlaða heyrnartólin er hægt að hlaða þau í tíu mínútur sem gefa allt að fjögurra klukkustunda hlustun. Ef það er ekki nóg er hægt að hafa heyrnartólin í sambandi á meðan þau eru notuð.
Smelltu hér til að skoða JBL Live 660NC.
JBL Tune 770NC þráðlaus heyrnartól
JBL Tune 770NC þráðlausu heyrnartólin veita þér góð hljómgæði með öflugum bassa þökk sé JBL Pure Bass Sound. Útilokaðu umhverfishljóð með ANC hljóðeinangrun og hlustaðu á uppáhalds tónlistina þína í allt að 70 klukkustundir.
ANC hljóðeinangrun
Vertu í fullkomnu valdi yfir hljóði heyrnartólanna og hljóði umhverfisins. Hvort sem þú vilt heyra að hluta til, að fulla eða alls ekki þá er Active Noise Cancellation tækni hér til að gefa þér þetta vald. Með því að draga úr umhverfishljóðum er hægt að njóta betur hljómgæða heyrnartólanna og upplifa tónlist skýrt og fullkomlega. Kannski heyrir þú smáatriði á uppáhalds plötunum þínum sem þú hefur ekki tekið eftir áður.
JBL Pure Bass Sound
JBL er með víðtæka reynslu af gerð heyrnartóla og hljóðs. Með JBL Pure Bass Sound er bassinn djúpur, megnugur og skýr.
Rafhlöðuending
Hlustaðu á tónlist í allt að 70 klukkustundir í senn og haltu þér í sambandi í löngu ferðalagi án þess stinga þeim í samband. Þegar þú gefast loksins upp tekur einungis tvær klukkustundir að hlaða þau að fullu.
Í-eyra heyrnartól fyrir ferðalög
Hefur þú prófað eða íhugað að vera með í-eyra heyrnartól í flugi? Þrátt fyrir að vera lítil og nett, og taka lítið pláss í farangri þá eru þau að skila góðum hljóðgæðum og bjóða mörg þeirra upp á góða hljóðeinangrun. Það gæti komið þér á óvart
Vissir þú að það er hægt að kaupa Bluetooth sendi?, svo að ef þú ert til dæmis að ferðast með Icelandair og vilt horfa á eitthvað í skjákerfinu þeirra er hægt að tengja Skross bluetooth sendinn við kerfið og svo þráðlausu bluetooth heyrnartólin þín við sendinn. Það gæti sérstaklega hentað þeim sem eru með í-eyra heyrnartól, sem hafa þá auðvitað ekki möguleika á að nota 3,5mm mini-jack snúru.
Bose QuietComfort Ultra Earbuds
Útilokaðu umhverfishljóð og leyfðu hljóminum berast úr öllum áttum með Bose QuietComfort Ultra Earbuds þráðlausu heyrnartólunum.
ANC hljóðeinangrun
Hljóðeinangrunin gerir þér kleift að útiloka umhverfishljóð eða ekki. Með einum smelli er hægt að hlusta á fallega tónlist, jafnvel á fjölförnum götum eða í háværu umhverfi. Hægt er að stilla styrk hljóðeinangruninnar með Quiet Mode eða Aware Mode. Seinni kosturinn er hentugur ef þú þarft að vita hvað er að gerast í kringum þig.
CustomTune
CustomTune sérstillir hljóðeinangrun og hljómgæði að eyrunum þínum og bætir upplifunina.
Immersion Mode
Immersion Mode opnar nýjan heim hlustunar. Með þrívíddarhljómnum getur þú notið tónlistarupplifunar sem líkist tónleikum hvar sem er.
Google Fast Pair
Google Fast Pair eiginleikinn gerir heyrnartólunum kleift að tengjast Android tæki á augabragði. Einnig er hægt að tengja mörgum tækjum.
Rafhlöðuending
Hlustaðu á tónlist í allt að 24 klukkustundir á einni hleðslu. Það tekur einungis 3 klukkustundir að hlaða rafhlöðuna.
Smelltu hér til að skoða á elko.is.
Samsung Galaxy Buds2 Pro
Samsung Galaxy Buds2 Pro þráðlausu heyrnartólin taka hlustunina upp í nýjar hæðir. Heyrnartólin eru útbúin 24-bita HiFi hljóm, ANC hljóðeinangrun (e. Active Noise Cancellation), Bluetooth 5.3 tengingu og þægilegri hönnun sem er 15% minni en forveri heyrnartólanna.
Snjöll hljóðeinangrun
Virka hljóðeinangrunin sker út óþarfa umhverfishljóð og gerir þér kleift að njóta þess sem þú vilt heyra. Mögulegt er að minnka kraft einangrunarinnar ef þú vilt ekki einangra þig alveg frá heiminum í kringum þig. Intelligent Conversation Mode gefur þér kost á því að heyra vel í þeim sem eru í kringum þig.
Rafhlöðuending
Heyrnartólin eru hönnuð til þess að endast út daginn. Með kveikt á ANC hljóðeinangrun duga heyrnartólin í allt að 5 + 18 klukkustundir en með slökkt á ANC hljóðeinangruninni eru heyrnartólin með allt að 8 + 29 klukkustunda rafhlöðuendingu.
Smelltu hér til að skoða Galaxy Buds2 Pro frá Samsung á elko.is.
Sennheiser Momentum 3 in-ear heyrnartól
Sennheiser Momentum 3 þráðlausu heyrnartólin eru með þægilega hönnun og endast allt að 28 klukkustundir með hleðsluhylki. Hægt er að sérstilla snertistjórnun og þau styðja Apple Siri.
Virk hljóðeinangrun (Active Noise Cancelling)
Útilokaðu óþarfa umhverfishávaða og haltu fullri einbeitingu við að hlusta á uppáhalds þáttinn, tónlistina eða hlaðvarpið með því að kveikja á hljóðeinangruninni. Ef þú vilt svo hlusta á það sem er að gerast í kringum þig er auðvelt að kveikja á Transparency Mode.
Hljómur
Njóttu hágæða hljóms með kröftugum bassa þökk sé TrueResponse tækninnar. TrueResponse minnkar hljóðtruflanir á meðan aptX™ Adaptive víxlþjapparinn tryggir hágæða sendingu.
Rafhlöðuending
Heyrnartólin eru með allt að 7 klst rafhlöðuendingu (auka 21 klst með hleðsluhylki) sem nýtist þér allan daginn og meira til.
Hleðsla
Hleðsluhylkið er hlaðið með USB-C snúru en það styður einnig Qi þráðlausa hleðslu, þitt er valið.
Smelltu hér til að skoða Sennheiser Momentum 3 heyrnartólin á elko.is.
JBL Tour Pro 2 heyrnartól
True ANC hljóðeinangrun með Smart Ambient
Stjórnaðu umhverfishljóðum eftir kringumstæðum. Hægt er að loka alveg á umhverfishljóð eða virkja Ambient Aware stillingu til að hleypa sumum hljóðum í gegn. Með TalkThru stillingu er auðvelt að eiga samtal án þess að fjarlæga heyrnartólin.
JBL Pro Sound
Tour Pro 2 eru með 10 mm hátölurum sem eru hannaðir með hljómgæði í huga. Þú getur átt von á skýrum og góðum hljóm án truflana jafnvel við háan hljóðstyrk.
Smart Case hleðsluhylki
Með hleðsluhylkinu er hægt að svara símtölum, pása og spila tónlist og fikta í stillingum án þess að nota símann. Skjár er á hleðsluhylkinu til að sjá um ýmsar stillingar og stýra heyrnartólunum.
Rafhlöðuending
Hlustaðu á tónlist í allt að 40 klukkustundir. Rafhlaðan er fullhlaðin á einungis 2 klukkustundum og þau styðja einni Qi þráðlausa hleðslu.
Smelltu hér til að skoða JBL Tour Pro 2 á elko.is.
Apple AirPods Pro
Önnur kynslóð Apple AirPods Pro þráðlausu heyrnartólana eru endurhönnuð frá grunni fyrir frábæran hljóm og upplifun. Næstu kynslóðar hljóðeinangrunin og eiginleikar eins og Adaptive Transparency og Personalized Spatial Audio er auðvelt að loka heiminn af eða bara leiðinlegu hljóðin. Snertistjórnunin gerir þér kleift að stjórna hljóðstyrk heyrnartólanna nákvæmlega með einfaldri stroku. Athugið að nýja útgáfan er með USB-C tengi í stað Lightning.
Hljóðeinangrun
Nýju AirPods Pro eru með allt að tvisvar sinnum betri hljóðeinangrun en fyrri kynslóð. Fylgstu með umhverfinu eða einbeittu þér að tónlistinni. Með annarri kynslóð fylgir auka XS tappi svo þau henta enn fleiri notendum. Tapparnir haldast vel í eyrum og hindra utanaðkomandi hljóð enn frekar.
Rafhlöðuending
Heyrnartólin endast í allt að sex klukkustundir með kveikt á ANC hljóðeinangrun eða 30 klukkustundir með aðstoð hleðsluhylkis.
Smelltu hér til að skoða Apple AirPods Pro á elko.is.
Heyrnartól sem hönnuð eru fyrir börn
Við höfum tekið saman tvær gerðir af heyrnartólum sem eru hönnuð fyrir börn og eru með hljóðeinangrun svo þau henta mjög vel í flugferðir.
JBL Jr460NC þráðlaus barnaheyrnartól
Veittu börnunum góðan og öruggan hljóm með JBL Jr460NC þráðlausu barnaheyrnartólunum. Þau eru hönnuð til að vera örugg, endingargóð og þægileg með JBL Safe Sound og virkri hljóðeinangrun (ANC).
Virk hljóðeinangrun
Heyrnartólin nota fínstillta síu til að útiloka utanaðkomandi hljóð sov þú getur notið hverrar nótu, jafnvel í hávaðasömu umhverfi. Hjálpaðu börnunum að einbeita sér að tónlistinni, uppáhalds sjónvarpsþættinum eða heimanáminu án truflana.
JBL Safe Sound
Leyfðu börnunum að njóta hágæða tónlistar á öruggan máta. Heyrnartólin eru takmörkuð við 85 dB til að vernda heyrn barnanna.
JBL JR460NC er fáanleg í tveimur litum.
BuddyPhones Cosmos+ barnaheyrnartól
Þráðlaus BuddyPhones heyrnartól fyrir börn með ANC hljóðeinangrun, 3 mismunandi hljóðstillingar og allt að 18 klst rafhlöðuendingu.
Þráðlausu BuddyPhones heyrnartólin eru tilvalin heyrnartól fyrir börn. Með ANC hljóðeinangrun sem hægt er að slökkva og kveikja á og 3 mismunandi hljóðstillingar þá vernda BuddyPhones heyrnartólin heyrnina svo óhætt er fyrir börn að hlusta í lengri tíma, sérstaklega á ferðalögum og fleira.
Örugg hljóðstilling
– Safe Flight Mode er með 94 dB hámarks hljóðstyrk sem öruggt er að hlusta á í hávaðasömu umhverfi
– Safe Kid Mode er með 85 dB hámarks hljóðstyrk fyrir venjulega hlustun
– Safe Toddler Mode minnkar hámarks hljóðstyrk niður í 75 dB, hentugt fyrir börn með viðkæma heyrn
ferðaaskja og hljóðnemi sem auðvelt er að festa á heyrnartólin og fjarlægja fylgir með BuddyPhones Cosmos.
Smelltu hér til að sjá úrvalið af BuddyPhones Cosmos+.
Það er einstaklingsbundið hvort að fólk vill hafa heyrnartól yfir eyra eða í-eyra en það sem skiptir máli í ferðalögum er að heyrnartólin eru þægileg, sérstaklega fyrir langar flugferðir. Einnig er mikilvægt að rafhlöðuending er góð; ef ekki er mikilvægt að hafa ferðahleðslu með eða hleðslubox sem geymir auka hleðslu. Virk hljóðeinangrun er eitthvað sem mörgum finnst skipta öllu til að lágmarka hljóðtruflanir frá flugvél eða öðrum farþegum en ekki allir hafa vanið sig á þá tækni. Ef þú hefur prófað heyrnartól með hljóðeinangrun viltu gjarnan ekki snúa aftur.