Fróðleikur Gaming

Tölvuleikir sem þú gætir hafa misst af

8.08.2024

Árið 2024 er rúmlega hálfnað og heill hellingur af tölvuleikjum hefur komið á markaðinn. Segja má að allir spilarar hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð, hvort sem það er að fjölfalda sig í Princess Peach eða þrauka í gegnum geðveikina í Shadow of the Erdtree

Hlaðvarpið Tölvuleikjaspjallið tók saman nokkra leiki, sem komu ýmist út í ár eða eru annars nýlegir, sem fóru mögulega fram hjá spilurum. Nálgast má eintak af öllum þessum leikjum í næstu verslun ELKO, eða einfaldlega í vefversluninni.


Dragon´s Dogma II

Annar leikurinn í Dragon’s Dogma seríunni kom út í mars síðastliðnum og fékk nokkuð góða dóma. Opni heimurinn er ekkert annað en gull fallegur, klassakerfið er skemmtilega hannað þar sem þú getur ýmist rústað fjölbreyttum óvinahópi með sverðum, boga og örvum eða alls konar göldrum.

Þér til halds og trausts er svo peðið þitt (e. pawn) sem hjálpar til við bardaga og landkönnun.

Þó leikurinn heiti Dragon’s Dogma skulið þið bíða aðeins með að ráðast á dreka. Þeir eru erfiðari en þið haldið.

Hlustaðu á umfjöllun Tölvuleikjaspjallsins um leikinn hér


Princess Peach: Showtime! – Nintendo Switch

Heill hellingur af skemmtilegum Switch leikjum er í boði fyrir aðdáendur og Showtime! með Princess Peach í aðalhlutverki er þar ofarlega á lista.

Sá kom einnig út í mars og það er ekkert annað en hressandi að fá að spila sem Peach í nýjum leik. Í þetta skiptið er hún hetjan og þarf að bjarga heilu leikhúsi frá illri seiðkonu.

Peach öðlast fjölbreytta krafta í leiknum sem hún nýtir til að bjarga fórnarlömbum seiðkonunnar og halda leikhúsinu starfandi. Endilega skoðið þennan leik sem allir meðlimir fjölskyldunnar geta spreytt sig á.


Final Fantasy VII: Rebirth

Við fengum mörg okkar algjöra útrás fyrir nostalgíunnar þegar Rebirth kom á sjónarsviðið í febrúar síðastliðnum. Um er að ræða annan leikinn í fyrirhugaðri trílógíu Square Enix sem verður öll endurgerð á einum áhrifamesta leik allra tíma, Final Fantasy VII. Þetta hljómar vonandi ekki of flókið …

Hér höldum við áfram að stýra Cloud og fleirum í gegnum stóráhugaverðan dystópíuheim sem við kynntumst fyrst þegar leikurinn kom út árið 1997. Hér er mörgu haldið úr hinum upprunalega, en margt hefur þróast og bæst í takt við tímann.

Ef RPG leikir eru á ykkar áhugasviði þá er eiginlega ekkert annað í boði en að skella sér á eitt eintak af FF7: Rebirth.


The Last of Us Part 1 og Part 2

Báðir The Last of Us leikirnir eru komnir í nútímalega grafík og báðir eru fáanlegir hjá Elko.

Ef þú spilaðir aldrei í gegnum þessa stórkostlegu leiki þá er tími til þess kominn. Ævintýri Joel og Ellie í gegnum uppvakningahlaðin Bandaríki er á meðal þeirra best skrifuðu í tölvuleikjasögunni. 


Red Dead Redemtion 1

Fyrra vestra ævintýri Rockstar kom upprunalega út árið 2010 og var endurútgefið í fyrra á PS4. Það gleymist að það er líka hægt að spila hann á Nintendo Switch.

Settu á þig hattinn, girtu á þig byssubeltið og fleygðu þér í stórhættulegan heim Red Dead, þar sem John Marston neyðist til að elta uppi fyrrum meðlimi gengis síns til að bjarga fjölskyldunni.

Hlustaðu á umfjöllun Tölvuleikjaspjallsins um leikinn hér


Return to Moria

Leikur sem fór því miður fram hjá of mörgum. Return to Moria kom út í desember í fyrra og gerist eftir fall Sauron.

Hér leiðir Gimli teymi dverga aftur heim til Moria til að endurbyggja glæst veldi þeirra undir fjallinu. Þú þarft að passa upp á næringu og hvíld dverganna, sækja efni í jörðina eins og járn, gull og míþríl, berjast við kunnugar skepnur og þrjóta úr heimi Hringadróttinssögu og auðvitað, byggja upp byggja dvergabyggingar upp á nýtt.

Spilarar sem fíla survival/crafting leiki ættu alls ekki að láta þennan fram hjá sér fara, sérstaklega ef þið hafið einhvern áhuga á heimi Hringadróttinssögu.


Tölvuleikjaspjallið eru vikulegir þættir með almennum umræðum um tölvuleiki og leikjastefnur, umsögnum um leiki auk frétta úr tölvuleikjaheiminum.

Smelltu hér til að skoða nánar á Spotify.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.