Fréttir Gaming

ELKO Í SAMSTARF VIÐ UNGAN TÖLVULEIKJASPILARA

16.10.2024

Atli Snær Sigurðsson er tölvuleikjaspilari betur þekktur undir nafninu Ic3Fog í rafíþróttaheiminum. Ungur tók hann að skara fram úr í rafíþróttum og hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir að spila tölvuleikinn DOTA 2 sem þykir einstaklega erfiður og flókinn.   

Í dag er Atli Snær 15 ára en hann byrjaði snemma að spila DOTA því pabbi hans, Sigurður Jens Sæmundsson, kynnti hann fyrir leiknum þegar Atli hann var 7 ára. Í fyrstu fékk Atli aðeins að spila leikinn í gegnum aðgang pabba síns en byrjaði svo að spila leikinn að kappi þegar hann eignaðist sína fyrstu tölvu 11 ára, sem hann hafði safnaði sér sjálfur fyrir.  

Atli Snær hefur fengið undanþágu til að keppa í mótum vegna aldurs og hefur núna í þrjú ár í röð unnið DOTA 2 Íslandsmeistaratitilinn. Þá á hann einnig sæti í landsliði Íslands í DOTA 2.     

ELKO hóf nýverið samstarf með við Atla Snæ sem hefur nú á Twitch sett í loftið streymi af sér við tölvuleikjaspilun á Twitch. Samstarfið felst í stuðningi við Atla í formi búnaðar svo hann geti náð enn lengra og aukið áhorfið á sínum eigin miðlum, en Atli stefnir hátt er með stór markmið innan í heimi veggja rafíþrótta.   

Samkvæmt Arinbirni Haukssyni forstöðumanni markaðssviðs hjá ELKO hefur fyrirtækið lengi hafa vel stutt við rafíþróttir á Íslandi í formi samstarfs við rafíþróttalið, stuðning við streymi, vinnu með Rafíþróttasambandi Íslands og með fræðslufyrirlestrum fyrir foreldra og fleiru til.   

„Með því að hefja samstarf við Atla Snæ styðjum við ungan afreksmann í rafíþróttum í vegferð sinni til að ná lengra. Hann hefur mikinn metnað þegar kemur að rafíþróttum og það hefur verið gaman að fylgjast með fréttum af honum. Hann er mikil fyrirmynd ungra tölvuleikjaspilara og við vildum því gefa honum tækifæri á að deila meira frá sér við spilun til að sýna hvernig hann er að æfir sig,” segir Arinbjörn.  

Heilbrigð nálgun við rafíþróttir  

Samkvæmt Arinbirni skiptir heilbrigð nálgun við tölvuleikjaspilun gríðarlega miklu máli. Markviss tölvuleikjaspilun geti nefnilega haft jákvæð áhrif á einstaklinginn, með til dæmis aukinni heilastarfsemi, þrautseigju og félagsfærni, ásamt bættri samhæfingu, samskiptahæfni og gagnrýnni og lausnamiðaðri hugsun. Foreldrar Atla Snæs, Sigurður Jens og Hildur Arna Hjartardóttir, tileinkuðu sér snemma heilbrigða nálgun við rafíþróttaiðkun Atla, en vann Atli sér inn tölvudaga með því að vera samviskusamur námsmaður og mæta á íþróttaæfingar. Atli fékk svo einnig tækifæri til þess að vinna sér inn viðbótartíma í tölvunni ásamt auka tölvutíma með því að sinna heimilisstörfum og passa systkini sín.  

„Það skipti okkur strax miklu máli að styðja við Atla og áhugamál hans, en við vildum reyna að gera það á réttan hátt. Við lögðum áherslu á að hann myndi samhliða rafíþróttunum stunda aðrar meira líkamlega krefjandi íþrótt og að hann myndi líka halda í það að hitta vini sína utan tölvunnar. Til að byrja með fékk hann þrjá tölvudaga í viku og spilaði aldrei eftir kvöldmat. Einnig gat hann unnið sér inn auka tölvudaga, til dæmis með því að passa yngri systkini sín, fara út að ganga með hundinn eða með því að gera létt heimilisverk, svo eitthvað sé nefnt,“ segja Sigurður og Hildur, foreldrar Atla.  

Þetta fyrirkomulag breyttist svo í 8.bekk, en þá fékk hann Atli að spila fleiri daga, enda að æfa DOTA 2, rétt eins og  eins og íþróttamenn æfa sínar íþróttir. „ og er hann með sömu markmið og aðrir íþróttamenn – — að ná sem lengst í framtíðinni. Við erum samt ennþá með fasta reglu á heimilinu um að hafa tölvulausan júlí, en þá sleppa krakkarnir tölvum og símum og njóta sumarsins. Að vísu þurfti Atli „bara“ að þrauka 10 tölvulausa daga í ár því hann keppir mjög reglulega og það er mikilvægt að hann missi ekki af því,“ bæta þau við.” segja Sigurður og Hildur foreldrar Atla.  

Stuðningur foreldra og samskipti  

Heima fyrir skiptir einnig máli að búa til heilbrigt umhverfi í kringum tölvuleiki og að foreldrar fræði sigkynni sér um hvað rafíþróttir eru snúast og að börnin finni fyrir því að þeim sé sýndur áhugi og skilningur. Foreldrar Atla hafa alltaf veitt honum mikinn stuðning við sína rafíþróttaspilun rafíþróttaiðkunog eflt hann eins og fyrr segir. Þá hefur Atli einnig, að sögn Arinbjarnar, sett sér háleit markmið fyrir rafíþróttaferil sinn.

„Mig langar að reyna að komast til Bandaríkjanna á skólastyrk sem atvinnumaður í rafíþróttum. Ég vona líka að ég verði kominn í erlent lið á þessu ári og fái þá þátttökurétt í stærri mótum sem kemur mér alla leið á TI, heimsmeistaramót rafíþrótta. Að því sögðu þá er ég samt mjög ánægður í RÍM, liðinu sem ég er í dag, enda búinn að eignast marga góða vini þar. Svo var líka verið að samþykkja rafíþróttir á Ólympíuleikunum. Ef það verður keppt þar í DOTA 2 þar þá stefni ég á gull þar með landsliðinu” segir Atli.    

Rafíþróttasamfélagið hefur einnig veitt sýnt Atla mikinn stuðning. Honum hefur verið mjög vel tekið, en DOTA er liðaleikur og með honum í liðinu eru eldri einstaklingar.    

„Liðið mitt er geggjað og ég er svo þakklátur fyrir strákana sem eru í því. Ég myndi helst aldrei vilja breyta um lið, enda spilum við ótrúlega vel saman og þeir hafa tekið mér vel frá fyrsta degi þrátt fyrir ungan aldur. Þeir láta mig alveg heyra það þegar ég á það skilið, en aðallega hafa þeir hjálpað mér að vaxa í leiknum og verða að þeim spilara sem ég er í dag. Þá hafa líka fleiri í DOTA og rafíþróttasamfélaginu hjálpað mér að koma mér á framfæri sem ég er mjög þakklátur fyrir. Ég er líka ótrúlega þakklátur ELKO fyrir samstarfið. Það að ELKO vilji styrkja mig gefur mér trú á því að ég geti náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér” ,“ segir Atli.  

Helstu leikirnir sem Atli Snær spilar fyrir utan DOTA eru Fortnite og Valorant, svo hefur einnig hann mjög gaman að því að keppa í skáktafli. Hægt er að fylgjast með Atla Snæ í gegnum instagram reikninginn hans, Ic3Fog, og á Twitch rásinni hans.

Einnig má nálgast rafíþróttabækling ELKO um rafíþróttir og heilbrigða nálgun hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.