Galaxy Z Flip6 sameinar nýjustu tækni og stílhreina hönnun. Þessi snjalli samlokusími býður upp á fjölmargar endurbætur sem gera hann aðlaðandi fyrir þá sem leita að nýstárlegri og öflugri farsímaupplifun. Gervigreindin getur hjálpað þér með allt milli himins og jarðar eins og að taka myndir, þýða mál og texta eða halda skipulagi.
Hönnun og skjárinn
Einn sími, tveir skjáir. Ef þú ert á fundi eða í tíma, getur þú séð allt frá tilkynningum til tölvupósta og símtala. Þú getur einnig svarað skilaboðum, stjórnað tónlist eða tekið sjálfu. Með nýjum lömum er síminn aðeins 14,9 mm á þykkt samanbrotinn. Stóri innri skjár símans er líka með hærra skjáhlutfall fyrir þægilegri notkun.
Galaxy Z Flip6 er með 6,7 tommu innri skjá sem hægt er að brjóta saman í þægilega vasa-stærð. Þegar hann er samanbrotinn sýnir 3,4 tommu ytri skjárinn tilkynningar og gerir notendum kleift að nálgast mikilvægar upplýsingar án þess að opna símann. Þessi hönnun sameinar þægindi og virkni á áhrifaríkan hátt.
Galaxy Z Flip6 er fáanlegur í sjö flottum litum, í 256GB og 512GB útgáfum
Myndavélin
Samsung Galaxy Z Flip6 er búinn öflugri myndavélakerfi sem sameinar nýjustu tækni og gervigreind til að veita framúrskarandi ljósmyndaupplifun.
Síminn er búinn 50 megapixla aðalmyndavél sem fangar smáatriði með mikilli nákvæmni. Láttu gervigreindina aðstoða þig að taka enn betri myndir með FlexZoom og Generative Edit. Síminn er líka nánast með innbyggðum stand, opnaðu hann hálfa leið og stilltu honum þar sem þú vilt.
- 50 MP linsa: Aðallinsan er með 50 megapixla upplausn og ljósop f/1.8, sem tryggir skýrar og nákvæmar myndir, jafnvel við léleg birtuskilyrði.
- Optísk myndstöðugleiki (OIS): Innbyggður optískur myndstöðugleiki hjálpar til við að draga úr hristingi og tryggir skarpar myndir og stöðugar myndbandsupptökur.
- 4K við 60 römmum á sekúndu: Bæði aðal- og sjálfumyndavélar geta tekið upp 4K myndbönd við 60 fps, sem veitir sléttar og hágæða upptökur.
- Auto Zoom og FlexCam: Gervigreind gerir myndavélinni kleift að stilla sjálfkrafa aðdrátt og sjónarhorn til að fanga besta mögulega rammann, sérstaklega gagnlegt fyrir sjálfsmyndir og hópmyndir.
- Næturstilling: Með hjálp gervigreindar bætir næturstilling myndgæði við léleg birtuskilyrði, tryggir skýrari og bjartari myndir.
Þú eða ljósmyndaviðfangsefnið þitt – getið séð niðurstöðurnar á fremri skjánum og fundið bestu stellinguna áður en myndin er tekin. Þetta þýðir líka að þú getur tekið myndir sjálfur með bakmyndavélinni. Hún er með 50 megapixla nema svo hún nær meira ljósi og nákvæmari smáatriðum sem gerir henni kleift að taka myndir í ennþá betri gæðum en innri myndavélin.
Snjallari með Galaxy AI
Samsung hefur innleitt ýmsa gervigreindareiginleika í Galaxy Z Flip6, þar á meðal rauntíma þýðingar innan forrita eins og WhatsApp, sem styðja 16 tungumál. Þetta auðveldar samskipti á mismunandi tungumálum og eykur notendaupplifunina.
Gerðu lífið auðveldara með því að nýta gervigreindina í þínu daglega lífi með Flip6. Síminn er með heilan helling af nýjum eiginleikum þökk sé mátt gervigreindarinnar. Dæmi um þá eiginleika sem gervigreindin býður upp á eru:
- Interpreter fjarlægir tungumálaþröskulda með því að þýða mál í rauntíma.
- Live Translate þýðir tungumál í símtölum í rauntíma.
- FlexZoom getur sjálfkrafa skilið efnið sem verið er að mynda og aðlagað aðdráttinn til að taka sem bestu mynd.
- Generative Edit veitir þér möguleikann á að breyta myndum nákvæmlega eins og þú vilt hafa þær. Þú getur gert hluti óskýra, fært þá, og jafnvel stækkað eða breytt bakgrunninum.
- Edit Suggestions hjálpa þér við að hreinsa upp mynd, til dæmis með því að eyða óæskilegum hlutum í bakgrunninum.
- Writing Style aðstoðar þig við hvernig tón og áherslur þig langar að hafa í skrifuðu máli.
- Summarize styttir langan texta í þægilegan og einfaldan lista. Virkar bæði fyrir efni á símanum en einnig fyrir greinar og vefsíður.
- Circle to Search með Google gerir ennþá auðveldara fyrir þig til að finna það sem þú ert að leita að. Þú þarft aðeins að teikna hring utan um það sem þú vilt leita að.
Lítill en öflugur
Galaxy Z Flip6 er útbúinn öflugum Snapdragon 8 Gen 3 örgjörva. Með Snapdragon 8 Gen 3 örgjörva og 12GB af vinnsluminni býður Galaxy Z Flip6 upp á hraða og áreiðanlega frammistöðu.
Rafhlaða sem endist
Með 4000 mAh rafhlöðu þarft þú sjaldan að hafa áhyggjur af rafhlöðunni. En þegar tíminn rennur upp ert þú ekki lengi að hlaða hann. Galaxy Z Flip6 styður hraðhleðslu, þráðlausa hleðslu og getur hlaðið önnur tæki þráðlaust.
Smelltu hér til að skoða Samsung Galaxy Z Flip6 á elko.is
Ending
Galaxy Z Flip6 er gerður úr endingargóðum efnum, að innan sem utan. Ytri skjárinn er verndaður af Gorilla Glass Victus 2 og ramminn er gerður úr Armor Aluminium. Innri skjárinn þolir allt að 200.000 brot. Síminn er einnig IPX8 vatnsvarinn.
6 ástæður af hverju þú ættir að vilja Galaxy Z Flip6 símann:
- Flott hönnun – passar í vasa
- Tveir skjáir (6,7“ og 3,4“ )
- Góð myndavél
- Snjallari með gervigreind
- Lítill en öflugur
- Rafhlaða sen endist
Minni áhyggjur með Samsung Knox
Samsung Knox er á Galaxy Z Flip6, tilbúinn að verja þínar dýrmætu minningar, myndbönd, myndir, möppur og gögn. Öryggi er samtvinnað á milli hugbúnað og vélbúnað svo að enginn nema þú getur fengið aðgang að þínum gögnum.
Flip6 í fréttunum
Galaxy Z Flip6 hefur fengið jákvæða dóma frá gagnrýnendum fyrir endurbætta hönnun, öfluga frammistöðu og nýja gervigreindareiginleika. Þetta undirstrikar skuldbindingu Samsung til að bæta samanbrjótanlega síma sína og veita notendum framúrskarandi upplifun.
Með Galaxy Z Flip6 heldur Samsung áfram að leiða þróunina á samanbrjótanlegum snjallsímum, með áherslu á nýsköpun, gæði og notendavænleika.
Smelltu hér til að skoða Galaxy Z Flip6 og aukahluti á elko.is.