Fróðleikur

Út í hið óendalega með Fenix 8

23.12.2024

Náðu markmiðum þínum með Garmin Fenix 8. Snjallúrið er hlaðið eiginleikum eins og æfingarforrit fyrir alls kyns íþróttir, innbyggt LED vasaljós, Garmin Pay og 24/7 heilsumæli. Sjáðu tilkynningar úr snjallsímanum á 1,4″ AMOLED skjánum.

GPS eiginleikar

Innbyggt GPS, GLONASS, QZSS, BeiDou og GALILEO staðsetningar eiginleikar eru í úrinu. Ef stillt er á æfingu sem krefst GPS eiginleika þá virkjast hann einungis í þann tíma sem að æfingin endist sem sparar rafhlöðuna. Með Sapphire útgáfunni færðu enn nákvæmari staðsetningartækni. Fáðu aðgang að mörgum gervihnattatíðnum á stöðum sem GNSS merki nást ekki. Með SatIQ™ velur úrið sjálfkrafa hvaða GPS kerfi það notar til að ná hámarks rafhlöðuendingu.

Spilaðu Tónlist beint úr úrinu

Innbyggður 32GB MP3 spilari er í úrinu með Spotify, Amazon Music og YouTube Music tengimöguleika. Hægt er að tengja heyrnatól með Bluetooth beint við úrið og hlusta á tónlist án þess að þurfa að taka símann með.

Tilkynningar

Hægt er að lesa tilkynningar, tölvupósta eða skilaboð beint af úrinu hvort sem verið sé að æfa eða ekki. Með því að deila framförum með vinum og öðrum er hægt að kynnast fólki með sömu áhugamál og einnig efla keppniskapið.

Garmin Pay

Hægt er að greiða með snertilausum greiðslum með úrinu með því að nota NFC stillinguna. Þú einfaldlega setur upp úrið í Garmin Connect appinu og setur inn kreditkortið þitt og velur PIN númer sem þarf til að aflæsa Garmin Pay möguleikanum í úrinu. Þegar þú tekur úrið af þér þarf þarf að setja PIN númerið aftur.

LED vasaljós 

Úrið er með innbyggt vasaljós sem hægt er að setja á blikkstillingu til að auka sýnileika þegar farið er út að hlaupa á kvöldin eða í skammdeginu.


Út í hið óendanlega

Vilt þú reyna á þig í einu eða öllu? Fenix 8 er hannað til að standast allar þínar kröfur – með innbyggðum æfingaforritum, hátalara og míkrafón, LED vasaljós og margt fleira.

Harðgerð hönnun

Úrið kemur með 1,4″ AMOLED snertiskjá og lekavörðum tökkum. Úrið uppfyllir kröfur Bandaríska hersins fyrir vatnsheldni, högg- og hitaþol og er vottað fyrir köfun.

Innbyggður hátalari og míkrófónn

Hægt er að hringja og svara símtölum í úrinu. Einnig er hægt að senda raddskipanir sem stýra úrinu eða tala við aðstoðarmanninn í  snjallsímanum þínum.

Innbyggt vasaljós

Til að hjálpa þér að komast leiðar þinnar í myrkrinu koma Fenix 8 úrin með innbyggðu vasaljósi. Hægt er að setja vasaljósið á blikkandi stillingu þegar þú ert úti að hlaupa.

Styrktaræfingar

Í úrinu eru innbyggðar, sérsniðnar, styrktaræfingar fyrir mismunandi íþróttagreinar.

Þekking er máttur

Byrjaðu hver einasta dag með sérsniðinni morgunskýrslu og skoðaðu svo hvort þú sért tilbúin/n í æfingu með training readiness eiginleikanum².

Betri leiðsögn

Þú velur hversu langt þú vilt fara og úrið getur smíðað leið fyrir þig til að fylgja. Leiðina getur þú skoðað á innbyggða landakortinu. Einnig koma innbyggðir golfvellir og skíðasvæði.


Frammistaða

Þrekeinkunn (e. endurance score)

Þessi eiginleiki metur hversu gott þrek þú hefur. Úrið mælir VO2 max, æfingaálag til styttri og lengri tíma og fleira og gefur þér svo einkunn byggða á þeim breytum.

Áætluð keppnisgeta

Úrið tekur mið af hlaupasögu þinni og æfinagetu til að áætla hvaða hraða þú ættir að geta hlaupið á í 5K, 10K eða jafnvel maraþon. Einnig getur þú séð hvaða áhrif æfingarnar þínar hafa á þig yfir ákveðið tímabil.

PacePro

PacePro tæknin hjálpar þér að halda réttum hraða með tilliti til halla, hækkunar og lækkunar á leiðinni.

ClimbPro

Notaðu ClimbPro til að sjá rauntíma upplýsingar um klifur/hækkun sem þú ert í eða sem er framundan. Þú getur t.d fengið upplýsingar um halla, vegalengdir og hækkun/lækkun.

Pace og halli

Úrið aðlagar hraðann á þér miðað við hvernig halla þú ert að hlaupa.

Klár í æfingu

Frá því að þú vaknar færðu einkunn, sem byggð er á svefni, endurheimt, æfingaálagi og fleiru, yfir hversu tilbúin/n þú ert til að fara á æfingu eða hvort þú eigir að taka því rólega.

Þjálfunarstaða

Þetta tól metur æfingasöguna þína ásamt HRV og lætur þig vita hvernig þú ert að æfa, hvort þú sért að standa þig vel, toppa eða í ofþjálfun.

Frammistöðumælingar

Skoðaðu nánari upplýsingar eins og æfingaálag, VO2 max og margt fleira.

Þríþraut

Sérstakt æfingaforrit fyrir þríþraut þar sem greinir sjálfkrafa hvaða æfingu þú ert að gera og skiptir á milli.

Brekkueinkunn (e. hill score)

Þessi eiginleiki mælir getu þína til að hlaupa upp brekkur, metur árangur þinn yfir tíma, æfingasögu, hlaupakraft, þol og VO2 max og veitir þér svo einkunn byggða á þessum breytum.

Daglegar æfingar

Úrið stingur upp á æfingu fyrir þig daglega miðað við núverandi form og æfingaálag.

Endurheimt

Eftir hverja æfingu segir úrið þér hvenær þú verður tilbúin/n í næstu æfingu. Tekur tillit til æfingaálags, stress, daglegrar hreyfingar og svefns.

Keppnisskjár

Ef þú ert að undirbúa þig fyrir keppni er hægt að virkja keppnisskjá til að fá ábendingar og tillögur um æfingar ásamt spá um lokatíma miðað við aðstæður, getu og veður.

Innbyggð hlaupagreining

Úrið mælir cadence, snertitíma við jörðu, skrefalengd, jafnvægi og fleira þegar þú hleypur.

Garmin þjálfari (e. Coach)

Snérsniðin æfngaplön frá atvinnuþjálfurum hjálpa þér að ná öllum þínum markmiðum. Þú sendir æfingarnar beint í úrið frá appinu.


Æfingar

Æfingaforrit

Fjöldi æfingaforrita í boði fyrir m.a. utanvegahlaup, sund, hlaup, hjól, róður, skíði, golf, hópíþróttir og margt fleira.

Köfun

Úrið er með lekaþolna takka og hentar fyrir köfun á  allt að 40m dýpi.

HIIT æfingar

Æfingaforrit fyrir HIIT æfingar, AMRAP, EMOM, og Tabata.

Forhlaðnar æfingar

Í úrinu eru forhlaðnar æfingar fyrir cardio, lyftingar, yoga, pílates. Þú þarft bara að fylgja leiðbeiningunum á skjánum.

Gönguskíði

Hægt er að mæla hækkun og lækkun á gönguskíðum, cadence og fleira.

Skíðaforrit

Sér æfingaforrit fyrir skíði. Hægt er að mæla æfingaálag ef úrið er parað við HRM-Pro Plus púlsmæli (seldur sér).

Brimbretti

Hægt er að mæla vegalengd, hraða, öldur og fleira.

Fjallahjól

Mældu fjallahjólaferðina og skoðaðu tölfræði um grit og flow. Grit reiknar út hversu erfið ferðin var með því að notast við GPS, hæðartölur og fleira. Flow mælir hversu vel þú heldur hraða.


Heilsuskráning

Morgunskýrsla

Þegar þú vaknar færðu yfirlit yfir hversu vel þú svafst, endurheimt, HRV og veðrið. Hægt er að sérsníða skýrsluna til að sjá það skiptir mestu máli.

Hjartsláttartíðni

Fáðu betri skilning á heilsunni, æfingum og endurheimt með hjartsláttartíðni í svefni.

Innbyggður púlsmælir

Innbyggður púlsmælir er í úrinu sem hjálpar þér að fá sem mest út úr æfingunum, mælir stress og virkar í vatni.

Súrefnismettun

Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn² (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni.

Svefnþjálfi

Úrið gefur þér einkunn fyrir gæði svefnsins þíns og veitir þér innsýn í hvernig þú getur bætt hann. Úrið fylgist með létt-, djúp- og REM svefni ásamt því að skrá niður púls, súrefnismettun³ og öndun.

Hvíldarskráning

Greinir sjálkrafa þegar þú ákveður að leggja þig og hjálpar þér að ákveða tímasetningu og lengd hvíldar fyrir bestu endurheimt.

Body battery

Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld.


Leiðsögn

Outdoor Maps+

Hægt er að kaupa áskrift af Outdoor Maps+ sem býður upp á nákvæmari landakort og gervihnattamyndum (virkar allstaðar) beint í úrið⁷

SatIQ™ og multi-band

Þetta úr er með Multi-Band og SatIQ™ sem veita þér aðgang að fleiri GNSS tíðnum til að þú fáir ennþá nákvæmari staðsetningu við krefjandi aðstæður og lengri rafhlöðuendingu.

ABC skynjarar

Í úrinu eru þriggja-ása rafeindakompás, hæðartölva og loftvog.

Innbyggt landakort

Innbyggt landakort af Evrópu er í úrinu sem hægt er að uppfæra í gegnum WiFi. Hægt er að bæta við Íslandskortinu frá okkur.

Nextform leiðsögn

Auðvelt er að sjá vegalengd í næstu gatnamót ásamt gatnaheiti.

Skiview™ kort

Rúmlega 2000 innbyggð skíðasvæði sem búið er að flokka undir erfiðleikastig.

Innbyggðir golfvellir

Það eru rúmlega 43.000 forhlaðnir vellir um allan heim í úrinu. Úrið getur einnig tekið tillit til hæðarbreytinga í fjarlægðarútreikningi.

Smelltu hér til að skoða öll Garmin Fenix 8 úr á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.