
ELKO lækkar skilagjald á móttöku kolsýruhylkja frá Sodastream
14.05.2025ELKO skipti út kolsýruhylkjum frá SodaStream fyrir kolsýruhylki frá íslenska fyrirtækinu Sódavatn ehf. á haustmánuðum 2023. Um er að ræða umhverfisvænni kost þar sem kolsýran í hylkjunum frá Sódavatni er unnin úr jörðu í Grímsnesi og fer áfylling hylkjanna fram á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hringrásarferli kolsýruhylkjanna kemur því í veg fyrir að þung kolsýruhylki séu send á milli landa til áfyllingar með tilheyrandi kolefnisspori.
Frá og með 1. ágúst lækkar ELKO skilagjald á tómum hylkjum frá Sodastream en tekur við hylkjum miðað við fullt skilagjaldi frá Sódavatn. Út júlí 2025 bjóðum við því viðskiptavinum að koma með SodaStream hylkin sín í næstu verslun ELKO og fá 2.000 kr. skilagjald fyrir kolsýruhylkið sitt í skiptum fyrir kolsýruhylki frá Sódavatn ehf.
Innlend gæðaframleiðsla
ELKO hefur boðið upp á kolsýruhylki frá Sódavatn ehf. með góðum árangri síðan 2023 og hefur nú verið ákveðið að skipta nær alfarið yfir í þessi hylki út frá umhverfissjónarmiðum og um leið gefst tækifæri til þess að styðja við innlenda framleiðslu á þessari vinsælu vöru.

Breytingar í móttöku kolsýruhylkja
ELKO hætti að kaupa áfyllt kolsýruhylki af SodaStream haustið 2023 og skipti þá alfarið yfir í kolsýruhylki frá Sodavatn.is. Er nú komið að því að inneign vegna útskipta á kolsýruhylkjum frá SodaStream lækkar úr 2.000 kr. Í 500 kr. en skilagjald fyrir kolsýruhylki frá Sódavatn helst óbreytt. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst 2025. Út júlí 2025 bjóðum við því viðskiptavinum að koma með SodaStream hylkin sín í næstu verslun ELKO og fá 2.000 kr. skilagjald fyrir kolsýruhylkið sitt í skiptum fyrir kolsýruhylki frá Sódavatn ehf.
Eftir þennan tímaramma mun ELKO áfram aðstoða viðskiptavini við að koma kolsýruhylkjum í réttan hringrásarfarveg óháð því hvaðan hylkin koma en gegn lægra skilagjaldi en áður hefur tíðkast eins og fram kemur hér á undan. Skilagjald miðast þá við verðskrá framleiðanda sem er 500 kr. þegar þessi færsla er skrifuð. Sjá dæmi um hylki frá Sodastream hér að neðan

Get ég farið með hylkið mitt eitthvað annað en í ELKO?
Viðskiptavinir sem vilja ekki skila inn sínum hylkjum til ELKO er bent á aðra samstarfsaðila Sodastream á Íslandi.