Fróðleikur

Osprey með í ferðalagið

16.07.2025

Ferðastu með stíl og öryggi

Osprey bakpokar og töskur í hæsta gæðaflokki fáanlegar hjá ELKO

Hvort sem þú ert að leggja af stað í fjallgöngu, ferðalag um heiminn eða þarft einfaldlega endingargóða og þægilega tösku í daglegt líf þá eru Osprey töskurnar kjörinn ferðafélagi. Hjá ELKO finnurðu fjölbreytt úrval af Osprey bakpokum og ferðatöskum sem eru hannaðar með þægindi, gæði og nýstárlega hönnun að leiðarljósi. Skoðaðu úrvalið og finndu pokann sem hentar þínum þörfum, hvort sem það er fyrir stuttar borgarferðir eða epískar ævintýraferðir!



Endalaus tryggð og sjálfbær framtíð

Osprey hefur valið að skara fram úr með áhersla sjálfbærni og þjónustu. Með lífstíðarábyrgð og djúpri skuldbindingu til umhverfisverndar stendur vörumerkið fyrir varanleika, ábyrgð og virðingu fyrir náttúrunni en þó án þess að fórna gæðum eða notendaupplifun.

Lífstíðarábyrgð sem raunveruleg þjónusta – ekki markaðssetning

Osprey býður viðskiptavinum sínum svokallaða e.  All Mighty Guarantee eða lífstíðarábyrgð sem stendur vörunni þinni vörð á meðan þú átt hana. Hvort sem það er slit í rennilás, rifa í ól eða eitthvað sem hefur farið úr skorðum með tíð og tíma, þá býður Osprey upp á viðgerðir án kostnaðar fyrir viðskiptavininn og sér ELKO um að koma þeim Osprey vörum sem eru verslaðar hjá fyrirtækinu áfram til birgja til viðgerðar.

Alvöru ábyrgð!

Það sem gerir þessa ábyrgð einstaka er að hún nær yfir allar tegundir skemmda, svo framarlega sem þær koma fram við eðlilega notkun. Þetta minnkar þörfina fyrir ný kaup, dregur úr sóun og gefur bakpokanum þínum annað líf, aftur og aftur. Ef ekki er hægt að laga hann, mun Osprey reyna að finna aðra lausn, t.d. með endurnýjun eða niðurfellingu.



Viðgerðir í stað úrgangs

Osprey heldur úti eigin viðgerðarverkstæðum í Bandaríkjunum og Evrópu og þar á meðal á Íslandi í gegnum GGSjósport, umboðsaðila Osprey á Íslandi. Þar sérhæfa viðgerðaraðilar sig í því að gefa vörum áframhaldandi líf svo þær geti skapað enn fleiri sögur með notendum. Þjónustan er grunnur að traustu langtímasambandi við viðskiptavini Osprey og á sama tíma hluti af umhverfissjónarmiðum fyrirtækisins þar sem markmiðið er,

Að endurnýta og endurvinna efni þegar það á við.

Að gera vörur sem endast
Að gera við frekar en að henda

Sjálfbærnistefna sem nær út fyrir vöruna sjálfa

Osprey hefur í auknum mæli fjárfest í umhverfisvænum efnum, t.d.:

  • Gert umtalsverða umskipti yfir í GOTS-vottaðan lífrænan bómull, bluesign®-vottuð efni og endurunnið nælon.
  • Lagað framleiðslukeðjuna að Fair Trade staðli og minnkað losun með því að færa hluta framleiðslunnar nær markaði.

Stefnt er að því að allar vörur þeirra verði unnar úr 100% endurunnu eða sjálfbæru efni fyrir 2030.

Einstaklingsbundin ábyrgð

Osprey hvetur viðskiptavini sína til að taka þátt í sjálfbærni með því að velja endingargóðar vörur, nýta ábyrgðina og tileinka sér viðgerð fremur en úrgang. Þeir telja að samvinna milli neytanda og framleiðanda sé nauðsynleg til að tryggja sjálfbæra framtíð og vill Osprey leiða þá vegferð.


Við hjá ELKO erum stoltur endursöluaðili Osprey þar sem bakpoki er ekki einnota vara heldur ævilangur ferðafélagi.


Kynntu þér úrvalið af Osprey vörum hjá ELKO hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.