
Galaxy Z Fold7 frá Samsung
14.07.2025Brjóttu blað í símasögu þinni með því að kaupa Z Fold7 frá Samsung.
Samsung Galaxy Fold 7 er sterkari, léttari, mjórri og snjallari en nokkur Fold sími sem áður hefur komið. Upplifðu samanbrjótanlegan síma sem situr þægilega í vasanum, hefur ótrúleg afköst og býður upp á glæsilega fjölnýtni.

Hönnun
Fold 7 er aðeins 4,2 mm þykkur þegar hann er opinn og 8,9 mm í samanbrotinni stöðu og aðeins 215 gramma þyngd sem gerir hann að léttasta Fold-síma frá Samsung hingað til. Hann er smíðaður úr Advanced Armor áli og Gorilla Glass Victus 2 gleri og hefur „Zero-gap“ hjöruliði sem þola að vera brotin saman allt að 200.000 sinnum, ásamt IP48 ryk- og vatnsvörn.

Skjáir sem mæta öllum kröfum
Stór 8,0″ innri skjárinn og 6,5″ ytri skjárinn bjóða upp á mjúka yfirfærslu milli samanbrotinnar og opinnar notkunar. Skjáirnir eru bjartir, skýrir og laga sig að birtuskilyrðum, allt að 2600 nits birtustig tryggir góða sýn jafnvel í sólarljósi. Með 120 Hz endurnýjunartíðni sérðu hverja hreyfingu skýrt þegar þú ert að horfa á leik, vinna í glærukynningu eða spjalla við vini.
Öflug myndavél og skapandi möguleikar
Galaxy Fold 7 er búinn 200 MP myndavél sem skilar ótrúlega skýrum myndum, jafnvel við léleg birtuskilyrði.


Nýtt Galaxy AI getur valið bestu myndina fyrir þig, fjarlægt óæskilega hluti og lagfært lit og skerpu. Með Pro Color Grading geturðu samræmt litastíl milli mynda og Audio Eraser fjarlægir hávaða í myndböndum í rauntíma.

Kraftur til þess að gera meira í einu
Snapdragon 8 Elite örgjörvinn tryggir eldsnögga og náttúrulega svörun, jafnvel í mörgum öppum samtímis.

Rafhlaðan, 4.400 mAh, endist allan daginn og býður upp á örugg notkun með Samsung Knox öryggiskerfinu.

Gerðu meira með gervigreind
Galaxy AI gerir þér kleift að tala við símann og fá rauntímaþýðingar, samantektir úr allt að 200 heimildum og raddskipanir fyrir bókanir, áætlanir og upplýsingar.


Stýrikerfið
Open UI 8 er sérstaklega hannað fyrir Fold snjallsímann.
Smelltu hér til að skoða allar útgáfur af Samsung Galaxy Z Fold7.