
Samsung Galaxy Book
26.08.2025Eiginleikar
Sjáðu það helsta

Njóttu þess besta úr báðum heimum með Glæsilegri hönnun sem er bæði létt og þunn ásamt öflugum Intel® Core™ 13. kynslóðar örgjörva sem sér til þess að afköstin halda alltaf í við þig. Þetta er fullkominn félagi hvort sem þú ert á ferðinni eða í vinnunni.

Með Samsung Galaxy Connected Experience færðu eina heildstæða upplifun þar sem öll Galaxy tækin þín vinna saman, sími, úr, heyrnartól, spjaldtölva og tölva. Þannig getur þú notið þess besta úr hverju tæki án þess að þurfa að hoppa á milli.
Áreiðanleg frammistaða fyrir daglegt amstur
Náðu tökum á verkefnalistanum þínum með Intel® Core™ 13. kynslóðar örgjörvanum sem tryggir mjúk og skilvirk afköst fyrir dagleg verkefni. Intel UHD Graphics og Intel® Xe Graphics lætur afþreyinguna lifna við, á meðan stækkanlegt SSD-geymslupláss, allt að 2TB, veitir nægt pláss fyrir skrárnar þínar og myndir.

*Skjámyndir eru sýnidæmi. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt.*Tæknilýsing CPU og GPU getur verið mismunandi eftir gerð, landi eða svæði. *Galaxy Book4 týpur með Intel® Pentium eða Intel® Core™ i3 örgjörva innihalda Intel® UHD Graphics. Galaxy Book4 týpur með Intel® Core™ i5 eða Intel® Core™ i7 örgjörva innihalda Intel® Xe Graphics.*Stækkanlegt SSD geymslupláss er selt sér. *****Adobe skjámyndir birtar með leyfi frá Adobe.
Létt. Þunn. Alltaf með þér
Galaxy Book4 er einstaklega meðfærileg tölva, þunn, létt og tilbúin að fylgja þér hvert sem er. Stór 15,6″ skjár setur líf í myndir og myndefni í fullri háskerpu með skýrum smáatriðum sem gleðja augað.

*Skjámyndir eru sýnidæmi. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt. **Þykkt og þyngd getur verið mismunandi eftir gerð, stillingum og landi/svæði. ***Skjástærð er mæld á ská sem fullur ferhyrningur án þess að taka mið af ávölum hornum. Raunverulegt skjásvæði er minna vegna ávalra horna.
Fleiri tengi. Allt án millistykka
Þunn en öflug! Galaxy Book4 (2024) býður upp á fjölbreytt úrval innbyggðra tengja sem mæta öllum þínum þörfum fyrir tengimöguleika. Tengdu ytri tæki með HDMI, tveimur USB-A og tveimur USB-C tengjum, microSD rauf og jafnvel RJ45 tengi fyrir háhraða LAN nettengingu.

Rafhlaða sem þú getur treyst á
Haltu afli og afköstum gangandi með rafhlöðu Galaxy Book4, jafnvel á ferðinni. Þurfa tækin skjótan kraft? Þá færðu hraða hleðslu á augabragði með létta og meðfærilega hleðslutækinu sem er einnig samhæft við önnur Samsung Galaxy tæki.

*Lágmarkssgeta rafhlöðu er 54 Wh. *Hleðslutækið og gagnakapallinn í pakkanum eru USB Type-C og eru einungis samhæfð Samsung Galaxy tækjum með USB Type-C tengi. *Lögun innstungu á hleðslutækinu getur verið mismunandi eftir löndum. *Samsung Galaxy Buds2 Pro eru seld sér.
Dolby Atmos. Ómótstæðileg hljóðgæði
Upplifðu leikina og kvikmyndirnar með fullkomnu hljóðflæði úr Galaxy Book4 (2024) tvíhátölurum. Með stillingum frá Dolby Atmos færðu umlykjandi, skýran og djúpan hljóm sem lyftir allri afþreyingu á næsta stig.

*Tvíhátalarakerfið í Galaxy Book4 er búið tveimur steríó hátölurum.

Samsung Galaxy vistkerfi

Notaðu símann þinn sem tengda myndavél
Lyftu fjarfundunum upp á nýtt stig með því að nota Samsung Galaxy snjallsímann sem tengda myndavél í stað hefðbundinnar fartölvumyndavélar. Tengdu hann auðveldlega við Galaxy Book4 (2024), skiptu á milli fram- og aðalmyndarvélar til að finna besta sjónarhornið og njóttu hágæða myndar með auknum myndáhrifum í fjarfundaforritum.

*Til að nota símann sem tengda myndavél þurfa notendur að tengja Samsung Galaxy tækið sitt við Windows tölvu í gegnum Link to Windows í farsímanum og Microsoft Phone Link App í tölvunni, og fylgja uppsetningarleiðbeiningum, þar með talið að vera skráðir inn með sama Microsoft aðgangi. PC (Microsoft Phone Link App) krefst Windows 11 24H1 eða nýrra, og sími krefst OneUI 1.0 eða nýrra. Microsoft Phone Link krefst þess einnig að Samsung Galaxy tækið sé á sama Wi-Fi neti og tölvan. Sumar skyldar aðgerðir geta verið mismunandi eftir tækjum. *Skjámyndir eru sýnidæmi. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt. *Galaxy S24 Plus og Galaxy Book4 (2024) eru seld sér. *Aðgengi og útgáfutímasetning Windows eiginleika getur verið mismunandi eftir landi og tæki. Krefst Microsoft aðgangs til innskráningar.
Copilot. Þinn eigin AI aðstoðarmaður
Haltu utan um verkefnin þín með skjótum spjallskipunum í gegnum Copilot og fáðu aðstoð sem er sérsniðin að þínum þörfum. Þar að auki færðu snjallari samskiptatól. Nálgastu tengiliði og sendu skilaboð áreynslulaust beint úr tölvunni eða Samsung Galaxy símanum með einfaldri skipun í spjalli.

*Skjámynstur er hermt til að sýna virkni. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt. *Galaxy S24 Ultra og Galaxy Book4 eru seld sér.
*Aðgengi og útgáfutímasetning Copilot í Windows getur verið mismunandi eftir löndum og tækjum. Krefst Microsoft aðgangs til innskráningar. *MMS skilaboð í Copilot í Windows verða studd á fyrri helmingi ársins 2024.
Tengdu símann og tölvuna fyrir hnökralausan aðgang
Fáðu beinan aðgang að efni úr símanum beint í fartölvuna í gegnum File Explorer. Tengdu tækin þráðlaust á einfaldan hátt síðan geturðu leitað að skrám og myndum sem þú þarft og opnað þær áreynslulaust úr tölvunni.

*Skjámyndir eru sýnidæmi. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt. *Galaxy S24 Ultra og Galaxy Book4 (2024) eru seld sér. *Aðgengi og útgáfutímasetning File Explorer í Windows getur verið mismunandi eftir löndum og tækjum. Krefst Microsoft aðgangs til innskráningar. *Hnökralaus tenging milli síma og tölvu verður studd á fyrri hluta ársins 2024.
Kynntu þér AI-aðstoð í myndvinnslu: Photo Remaster
Photo Remaster, knúið gervigreind, gefur gömlum myndum og lággæða ljósmyndum nýtt líf. Snjallt reiknirit gerir þér kleift að skerpa á óskýrum myndum og fjarlægja óæskilegt ljós og skugga með einni snertingu.

Skjámyndir eru sýnidæmi. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt.
Samsung Studio. Búðu til og breyttu áreynslulaust
Taktu upp myndband á Samsung Galaxy snjalltækinu þínu og byrjaðu strax að klippa. Með Quick Share geturðu síðan flutt það auðveldlega yfir í Galaxy Book4 (2024) og bætt við lokahnykknum á stóra skjánum með meiri nákvæmni.

*Skjámyndir eru sýnidæmi. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt. **Deiling verkefna (Share project) er í boði á Samsung Galaxy snjallsímum og Galaxy Tab tækjum með One UI 6.1 eða nýrri útgáfu og með Samsung Studio farsímaforritinu uppsettu. Þegar verkefni er deilt úr farsíma í tölvu er hægt að velja deili aðferð, t.d. Quick Share, úr lista með því að opna Share project valmyndina. Skráin sem er móttekin má síðan opna í tölvunni með því að hlaða inn verkefninu eftir að hafa valið Import project í Samsung Studio PC forritinu. ***Notkun Samsung Studio PC forritsins getur krafist uppfærslu úr Microsoft Store.
Buds Auto Switch heldur þér í flæðinu
Hljóðið fylgir þér áreynslulaust milli tækja þegar þú notar Galaxy Buds. Færðu símtal meðan þú ert í Galaxy Book4 (2024)? Þá skipta Buds sjálfkrafa yfir í símann án þess að þú missir taktinn. Þegar símtalinu lýkur geturðu haldið áfram að njóta skýrs Buds hljóðs aftur í fartölvunni.

*Samsung Galaxy Buds2 Pro eru seld sér. **Í boði á Samsung Galaxy Buds2 Pro með nýjustu fastbúnaðarútgáfu, Samsung Galaxy snjallsímum og Galaxy Tab tækjum með One UI 4.1.1 eða nýrra, og Galaxy Book fartölvum með One UI 6.0.

Auktu afköst og þægindi í vinnunni með því að tengja saman Samsung Galaxy tækin þín með Multi Control. Notaðu lyklaborðið og músina á Galaxy Book4 (2024) til að vafra á snjallsímanum eða Galaxy Tab. Dragðu og slepptu eða afritaðu og límdu texta, myndir og skrár milli tækja á auðveldan og fljótlega hátt.
*Mús er seld sér. *Samsung Galaxy tæki þurfa að vera tengd við sama net. *Samsung Multi Control er í boði á Samsung Galaxy snjallsímum og Galaxy Tab tækjum með One UI 5.1.1 eða nýrra, og Galaxy Book fartölvum með Samsung Settings v1.2. Sumar týpur geta haft takmarkaðan stuðning við ákveðna eiginleika. *Sum öpp kunna að styðja ekki þessa aðgerð. *****Skjámyndir eru sýnidæmi. Raunverulegt notendaviðmót (UX/UI) getur verið breytilegt. ******Galaxy S24 Ultra og Galaxy Book4 (2024) eru seld sér.

Með Quick Share geturðu deilt stórum skrám, kynningum og lokaverkum á milli Samsung Galaxy tækja á augabragði með beinni þráðlausri tengingu. Þar að auki ver einkadeilingaraðgerðin trúnaðarupplýsingarnar þínar með því að dulkóða þær með blockchain tækni.
*Í boði á tækjum með One UI 2.1 og Android Q. Quick Share krefst bæði Bluetooth Low Energy og Wi-Fi tengingar. Styður Galaxy Book fartölvur, þar á meðal Qualcomm byggðar tölvur frá 2020 og síðar, og Windows tölvur með Intel Bluetooth/Wi-Fi frá öðrum framleiðendum (OS: Windows 10 útgáfa 2004 eða nýrri, Bluetooth driver: Intel 22.50.02 eða nýrri, Wi-Fi driver: Intel 22.50.07 eða nýrri). Fjöldi tækja sem Quick Share getur deilt samtímis getur verið mismunandi eftir Wi-Fi búnaði tækisins. Raunhraði getur verið breytilegur eftir tæki, netaðstæðum og umhverfi. Flutningshæfni skráa, fjöldi, stærð og gildistími, sem og fjöldi samtímis deilinga í Private Share, getur verið takmarkaður.

Með Phone Link appinu færðu aðgang að tilkynningum, símtölum, skilaboðum, nýlega heimsóttum vefsíðum og jafnvel mobile hotspot úr Samsung Galaxy tækinu þínu beint í Galaxy Book4 (2024). Opnaðu nýlega notuð öpp úr símanum beint á tölvuna fyrir hnökralaust vinnuflæði milli tækja.
*Samsung Galaxy tækið og tölvan þurfa að vera tengd í gegnum Link to Windows og Microsoft Phone Link öppin og notandinn skráður inn með sama Microsoft aðgangi. Link to Windows er foruppsett í völdum Samsung Galaxy tækjum. Spjaldtölvur krefjast One UI 5.1.1 eða nýrra, tölvur krefjast Windows 10 eða nýrra. Mælt er með að farsími og tölva séu á sama Wi-Fi neti. Sum farsímaforrit geta takmarkað efni frá því að birtast á öðrum skjám. Aðgerðir geta verið mismunandi eftir tækjum. Spjaldtölvur styðja ekki símtala- og skilaboðaeiginleika. Recent Websites er aðeins í boði þegar notað er Samsung Internet appið á Samsung Galaxy snjallsímum með One UI 3.1.1 eða nýrra (Galaxy S, Note, Z Fold, Z Flip), spjaldtölvum með One UI 5.1.1 eða nýrra (aðeins Tab S gerðir, ekki Tab FE eða Tab Lite gerðir) og Windows tölvum með Windows 10 20H1 eða nýrra. Krefst nýjustu uppfærslna á Microsoft Phone Link/Link to Windows/Samsung Internet.
Hraðar, einfaldara og stílhreinna
Galaxy Book4 (2024) sameinar létta hönnun, öflug afköst og mikla tengi möguleika sem gera daglegt líf bæði auðveldara og ánægjulegra. Hvort sem þú ert að vinna, læra eða njóta afþreyingar er þetta fartölvan sem er alltaf til staðar.
