Fréttir

Microsoft hættir að styðja Windows 10

14.10.2025

Microsoft hættir stuðningi við stýrikerfið frá og með deginum í dag, 14. október.

Hvað þýðir það?

  • Tölvur með Windows 10 halda áfram að virka
  • Tölvurnar fá hins vegar engar uppfærslur og þ.a.l. engar „viðgerðir“ í gegnum Microsoft.
  • Tölva sem fær ekki öryggisuppfærslur getur reynst hættuleg, því hún er mun viðkvæmari fyrir óprúttnum aðilum, sérstaklega ef hún er nettengd
  • Yfir tíma gæti notandi farið að lenda í því að nýrri útfærslur af forritum hætti hreinlega að virka, því að stýrikerfið fékk aldrei uppfærsluna

Hvað áttu þú að gera ef þú ert með Windows 10 tölvu?

Uppfærðu í Windows 11. Til að halda áfram að fá stuðning og öryggisuppfærslur þarftu að uppfæra tölvuna þína í Windows 11. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að sjá hvort tölvan þín sé samhæf við Windows 11.

Ef tölvan er gömul mælum við með að kaupa sér nýrri tölvu með Windows 11 stýrikerfi. Þá ertu bæði með nýjasta stýrikerfið og uppfærir tölvuna í leiðinni sem tryggja ætti betri upplifun.

Ef þú vilt að halda áfram að nota Windows 10 þá sé það þannig innan Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) að almennir notendur (ekki fyrirtæki) geta sótt um framlengingu á uppfærslum til október 2026 (eitt ár í viðbót). Hver og einn notandi þarf að sækja um það sérstaklega.

Fyrirtæki og stofnanir geta valið að halda áfram að nota Windows 10 með því að uppfæra í Windows 10 Enterprise LTSC. Þetta býður upp á lengri stuðningstíma.

Hvernig getur þú séð hvaða Windows útgáfu þú ert með?

Hvernig á að athuga Windows útgáfu:

  1. Opnaðu Start valmyndina.
  2. Smelltu á Settings (Stillingar).
  3. Smelltu á System (Kerfi) eða Update & Security (Uppfærsla og öryggi).
  4. Smelltu á About (Um) eða Recovery (Endurheimt).
  5. Athugaðu upplýsingar undir Windows specifications.
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.