
Ilmolíur og notkunarmöguleikarnir 7
26.06.2019Viltu fæla í burtu lúsmý? Slaka á fyrir svefninn? Láta þvottinn ilma vel? Þá eru hér fróðleiksmolar fyrir þig í textanum hér fyrir neðan.
Ilmolíur sem skordýrafæla
Nokkrar greinar á veraldarvefnum tala um að ilmolíur virka í þeim tilgangi að fæla í burtu skordýr. Hægt er að nota olíuna eina og sér, eða blanda til dæmis 2-3 saman til að fá meiri virkni. Þú getur annaðhvort sett olíuna í ilmolíulampa eða blandað í úðabrúsa með vatni og spreyja í gluggakistur og í rýmið.
- Lúsmý: Notaðu Lemongrass, Tea Tree og Lavender
- Kóngulær: Peppermint
- Flugur: Lavender, Peppermint, Eucalyptus, Lemon
- Moskító: Lemongrass, Lavender, Eucalyptus
- Maurar: Peppermint, Cinnamon
- Kakkalakkar: Eucalyptus, Tea Tree
Settu lemongrass, lemon og/eða lavender ilmolíu í ilmolíulampa og hafðu í gangi, helst yfir nóttina ef gluggar eru opnir eða blandaðu við vatn í spreybrúsa og úðaðu í hurðar- og gluggakarma.
Gott ráð – gegn lúsmý
Ilmolíur sem koma skapinu í lag
Ef þú ert að nota ilmolíur í ilmolíulampa er tilvalið að prófa sig áfram með blöndum sem hjálpar við að bæta skapið.
- Bætt athygli: 3 dropar Lemon + 3 dropar Peppermint
- Betri svefn: 3 dropar Lavender + 2 dropar Frankincense
- Minni streita: 1 dropi Lemon + 1 dropi Frankincense, 3 dropar Lavender
Fyrir nudd og bað
Hægt er að blanda ilmolíunum við til dæmis kókosolíu, Jojoba olíu, möndluolíu eða Arganolíu til þess að búa til nuddolíu.
Ilmolíur sem henta í nuddolíu:
Ekki nota óblandaða olíu beint á húðina.
Þú getur einnig sett nokkra dropa af ilmolíu í bað til að búa til róandi og ilmandi gott bað. Eucalyptus í baðið er til dæmis snilld ef þú ert með kvef.
Ilmolíur og þvottur
Settu nokkra dropa af ilmolíu í þvottinn, annað hvort í þvottavélina eða í þurrkarann.
Ef þú átt gufumoppu sem notar eingöngu vatn, ekki sápu til að þrífa gólf er tilvalið að setja nokkra dropa ofan í vatnið, 3-4 dropar ættu að duga.
Ilmolíur sem eru tilvaldar fyrir þvott og þrif:
- Lavender
- Sweet Orange
- Lemon
Settu 10 dropa af Tea Tree olíu í hólfið fyrir þvottaefni og settu tóma vél af stað á 90°C kerfi.
Gott ráð – Þrif á þvottavél
Ilmolíur og börnin
Lavender olía er tilvalin til að setja í ilmolíulampa sem er í gangi áður en barn fer að sofa. Lavender hefur róandi áhrif, slakar á spennu og hjálpar börnum (og fullorðnum) með svefn. Hægt er að setja Lavender í bossakrem eða krem eftir veru í sól og það borið á brenndu svæðin til að mýkja húðina.
Tea Tree olíu er hægt að setja í hársápu eða vatnsbrúsa og spreyja yfir hár barnsins þegar lúsafaraldur er í skólanum. Lús þolir ekki Tea Tree.
Gott ráð – Notaðu Ilmolíu gegn höfuðlús
Sweet Orange er upplífgandi en einnig góð við streitu. Tilvalin til að lífga upp á skapið í skammdeginu eða nota á morgnana til að byrja daginn hress og kát.
Notaðu ilmolíur í snyrtivörur
Dæmi um ilmolíur sem hægt er að bæta við snyrtivörur er Tea Tree og Lavender olía í andlitshreinsi gegn bólum. Hægt er að setja Sweet Orange olíu í andlitstóner til að gera hann ferskari og búa til sinn eigin andlitshreinsi með því að setja Lavender og Frankincense í burðarolíu eins og fljótandi kókosolíu og geyma krullaðar bómullarskífur í blöndunni.
Þú getur einnig notað ilmolíur til að búa til baðbombur, baðsalt og ilmkerti. Endalausir möguleikar.
Ilmolíur sem gjöf
Anjou ilmolíurnar og lamparnir koma í fallegum pakkningum og henta því vel sem gjafir. Hvort sem er sem jólagjöf, afmælisgjöf, mæðradagsgjöf eða innflutningsgjöf.
Anjou ilmolíur
Anjou olíurnar sem eru fáanlegar í ELKO eru 100% hreinar olíur (100% Pure Essential oils) og henta bæði í ilmolíulampa og til blöndunar við krem eða kókosolíu og nota á húðina. Hafa skal í huga að ekki eru allar olíur ætlaðar fyrir húð á börnum, öruggustu olíurnar er lavender og lemon.
Anjou ilmolíurnar eru fáanlegar í 6x10ml pakka og 12x5ml pakka.
Ilmolíulampar
Smelltu hér til að skoða ilmolíulampa á elko.is.