
Snjallara heimili með SmartThings
22.09.2020Með Samsung SmartThings appinu getur þú tengt saman flestar snjöllu vörurnar á heimilinu þínu, allt frá ljósum yfir í þvottavélar og sjónvörp. Allt sem þú þarft er SmartThings Hub og SmartThings snjallforritið sem tengir saman flest snjallvörumerki.
SmartThings Hub
SmartThings Hub tengist við Wi-Fi heimilisins og myndar sjálfstætt net sem tengist flestum snjallheimilis græjunum þínum. Með SmartThings snjallforritinu stýrir þú og tengir saman nánast öll snjalltækin, óháð framleiðanda. Þannig getur þú vaknað á morgnana og sagt „Good morning Alexa“ og um leið kvikna öll ljós á þægilegri morgunstillingu, morgunlagalistinn þinn fer í gang í og kaffivélin byrjar að hella upp á rjúkandi heitt kaffi.
Snjallari ljós, hljóð og mynd
Hversu oft hefur þú gengið um húsið og kveikt á lampa eftir lampa? Hefði ekki verið auðveldara að ýta bara á einn takka? Það verður nú leikur einn með SmartThings snjallforritinu og SmartThings rafmagnstengi. Þannig getur þú kveikt á lömpum eða jafnvel kaffivélinni með því að ýta á takkann eða með hjálp raddskipanna.

Snjallt öryggi og yfirsýn
Með hreyfiskynjaranum getur þú m.a. stýrt lýsingu og lýst upp innkeyrslur, tröppur og kjallara. Þú getur einnig sett upp myndavélar sem skynja hreyfingu þannig að þú sérð allar manna- og dýraferðir í húsakynnum þínum. Hreyfiskynjarar á ljósin geta aukið öryggi hússins út af fyrir sig. En þar að auki getur þú látið „Who let the dogs out“ með Baha Men hljóma í botni í öllum græjum hússins ef óboðinn gest ber að garði.

Skynjarar
Er hurðin opin eða lokuð? Vilt þú kveikja á lampanum í skápnum þegar skáphurðin opnast? Þú getur stjórnað þessu með hjálp skynjara. Sumir skynja hreyfingar, titring, breytt hitastig eða hraða. Það er til sérstakur skynjari sem nemur vatn og getur greint leka um leið og vatnið byrjar að flæða.

Snjallari heimilistæki

Mörg nýlegri helluborð, ofnar, þvottavélar, ryksuguróbótar og aðrar heimilisvörur bjóða upp á snjalltengimöguleika. Þú getur stillt tækin þannig að þau vinni sína vinnu þegar þér hentar jafnvel á meðan þú ert að heiman. Eins getur þú sett þvottavélina af stað og séð þegar hún er búin í símanum þínum eða í skjánum á Samsung kæliskápnum þínum. Þ.e.a.s. ef kæli- eða frystiskápurinn þinn er partur af SmartThings fjölskyldunni.
Þú færð SmartThings Hub og aðrar SmartThings vörur í ELKO. Hægt er að tengja Ring dyrabjöllu, Philips Hue og Arlo snjallmyndavélakerfi við SmartThings.
Í SmartThings línunni eru fáanlegar eftirfarandi vörur:
- SmartThings Hub (Tengistöðin)
- SmartThings fjölnota skynjari
- SmartThings vatnsskynjari
- SmartThings hreyfiskynjari
- SmartThings hnappur
- SmartThings rafmagnstengi
- SmartThings Vision
- SmartThings öryggismyndavél
í ELKO eru einnig fáanlegar vörur sem hægt er að tengja við SmartThings Hub og gera heimilið þitt ennþá snjallara.
- Philips Hue – (Krafa um tengistöð til að tengja við SmartThings)
- Snjallhátalarar – Amazon, Google, Bose, Apple, Marshall
- Ring dyrabjalla
- Arlo öryggismyndavélar
- FamilyHub ísskápar frá Samsung
*Hægt er að sækja Smartthings smáforritið bæði í Android og iPhone snjallsíma.
