Við höfum tekið saman eldunartöflu sem nýtist þegar þú ert að elda með lofsteikingarpotti (e. Air Fryer). Hér fyrir neðan er eldunartafla sem þú getur smellt á og vistað og prentað ef það hentar.
Hvað er loftsteikingarpottur (e. Air fryer)?
Lofsteikingarpottur er lítið eldunartæki sem er hannað til að líkja eftir djúpsteikingu án þess að sökkva matnum í olíu. Vifta dreifir heitu lofti á miklum hraða og framleiðir stökkt lag en heldur matnum safaríkum.
Góð ráð
Þegar eldað er í loftsteikingarpotti er gott að venja sig á nokkur atriði:
- Spreyjaðu körfuna með matarolíu. Til dæmis með góðri steikingarolíu, avokadóolíu eða PAM matarolíu.
- Þegar mælt er með smá olíu á hráefni er sniðugt að vera með olíu í spreybrúsa.
- Ekki setja of mikið af hráefnum í körfuna.
- Hristu eða snúðu við hráefnum 1-2x á eldunartímanum. Til dæmis ef þú ert með kjúkling eða franskar.
- Ef þú ert að notast við hefðbundna uppskrift er gott að mv. -15°C lægra hitastig.
- Ef þú ert að loftsteikja ferskt grænmeti þarftu að minnsta kosti 1 msk af olíu sem þú nuddar á hráefnið fyrir steikingu.
- Ef þú ert að heilsteikja kartöflur (venjulegar eða sætar) skaltu stinga 3-4x í þær með gaffli fyrir eldun.
Eldunartafla
Taflan miðar við Air Fryer stillingu í flestum tilfellum en þar sem talað er um Max Crisp er sú stilling i boði á völdum loftsteikingarpottum frá Ninja. Í sumum tilfellum er tilvalið að nota Air Roast / Roast stillingar annað hvort í stað hefðbundnar stillingar, eða aðeins í lok eldunar til að ‘brúna’ hráefnið. Ef þú ert með lofsteikingarofn (SP101) eða stóran lofsteikingarpott getur þú til dæmis valið Roast stillingu og 230°C til að gera heimatilbúna pítsu á aðeins 6 mínútum.
Við vonum að þessar leiðbeiningar nýtist þér vel en ekki er tekin ábyrgð á eldun né útkomu. Verði þér að góðu.