Fróðleikur

Air Fryer Eldunartafla

19.01.2022

Við höfum tekið saman eldunartöflu sem nýtist þegar þú ert að elda með lofsteikingarpotti (e. Air Fryer). Hér fyrir neðan er eldunartafla sem þú getur smellt á og vistað og prentað ef það hentar.

Hvað er loftsteikingarpottur (e. Air fryer)?

Lofsteikingarpottur er lítið eldunartæki sem er hannað til að líkja eftir djúpsteikingu án þess að sökkva matnum í olíu. Vifta dreifir heitu lofti á miklum hraða og framleiðir stökkt lag en heldur matnum safaríkum.


Góð ráð

Þegar eldað er í loftsteikingarpotti er gott að venja sig á nokkur atriði:

  • Spreyjaðu körfuna með matarolíu. Til dæmis með góðri steikingarolíu, avokadóolíu eða PAM matarolíu.
  • Þegar mælt er með smá olíu á hráefni er sniðugt að vera með olíu í spreybrúsa.
  • Ekki setja of mikið af hráefnum í körfuna.
  • Hristu eða snúðu við hráefnum 1-2x á eldunartímanum. Til dæmis ef þú ert með kjúkling eða franskar.
  • Ef þú ert að notast við hefðbundna uppskrift er gott að mv. -15°C lægra hitastig.
  • Ef þú ert að loftsteikja ferskt grænmeti þarftu að minnsta kosti 1 msk af olíu sem þú nuddar á hráefnið fyrir steikingu.
  • Ef þú ert að heilsteikja kartöflur (venjulegar eða sætar) skaltu stinga 3-4x í þær með gaffli fyrir eldun.

Eldunartafla

Taflan miðar við Air Fryer stillingu í flestum tilfellum en þar sem talað er um Max Crisp er sú stilling i boði á völdum loftsteikingarpottum frá Ninja. Í sumum tilfellum er tilvalið að nota Air Roast / Roast stillingar annað hvort í stað hefðbundnar stillingar, eða aðeins í lok eldunar til að ‘brúna’ hráefnið. Ef þú ert með lofsteikingarofn (SP101) eða stóran lofsteikingarpott getur þú til dæmis valið Roast stillingu og 230°C til að gera heimatilbúna pítsu á aðeins 6 mínútum.

Við vonum að þessar leiðbeiningar nýtist þér vel en ekki er tekin ábyrgð á eldun né útkomu. Verði þér að góðu.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.