Fróðleikur Gaming

Apple Arcade og DualShock 4

8.06.2021

Apple Arcade leikjaveitan er aðgengilegt í iPhone, iPad, Macbook og í Apple TV. Til að gera leikinn skemmtilegri og þægilegri í spilun er hægt að tengja stýripinna við Apple tækið og er DualShock 4 eða DualSense stýripinninn frá Sony tilvalin fyrir Arcade.

Með nýjustu uppfærslunni á stýrikerfinu á iPhone, iPad, Apple TV og Mac tölvum opnaðist fyrir möguleikann að tengja DualShock 4 stýripinnan við Apple búnaðinn.

Hvaða stýrikerfi þarf ég að vera með til að geta tengt DualShock 4?

  • iOS 13
  • iPad OS 13
  • MacOS Catalina
  • tv OS 13

Þú getur athugað hvaða útgáfu þú ert með uppsetta með því að fara í Settings > About og leita af Software Version. í Apple TV þá ferðu í Settings > System > Software Update. Í Macbook er það System Preference > Software Update.


Að tengja DualShock 4 við Apple TV

Að tengja Playstation DualShock 4 stýripinnan við Apple TV er einfalt.

  1. Þú opnar Settings og velur Remotes and Devices.
  2. Veldu Bluetooth í listanum sem birtist.
  3. Á DualShock 4 stýripinnanum haltu inni PS takkanum og Share takkanum á sama tíma. Haltu inni í nokkrar sekúndur þangað til ljósið aftan á stýripinnanum fer að blikka. Þá er stýripinninn opinn fyrir tengingu (e. Paring mode).
  4. Eftir smá tíma ætti DUALSHOCK 4 Wireless Controller að birtast á lista yfir Bluetooth búnað á Apple TV.
  5. Veldu valmöguleikan sem býður upp á að tengja saman Apple TV og DualShock4.

Að tengja DualShock 4 við iPhone eða iPad.

  1. Farðu í Settings > Bluetooth og athugaðu hvort að kveikt sé á Bluetooth.
  2. Á DualShock 4 stýripinnanum haltu inni PS takkanum og einnig Share takkanum á sama tíma og haltu inni í nokkrar sekúndur þangað til ljósið aftan á stýripinnanum fer að blikka. Þá er stýripinninn opinn fyrir tengingu (e. Pairing mode).
  3. Eftir smá tíma ætti DUALSHOCK 4 Wireless Controller að birtast á lista yfir Bluetooth búnað . Veldu þann valmöguleika og svo Pair.

Að tengja DualShock 4 við Macbook.

  1. Opnaðu System Preferences og smelltu á Bluetooth. Opnaðu fyrir Bluetooth tengingu ef hún er ekki opin nú þegar og þá ætti listi af Bluetooth búnaði að birtast.
  2. Á DualShock 4 stýripinnanum haltu inni PS takkanum og einnig Share takkanum á sama tíma og haltu inni í nokkrar sekúndur þangað til ljósið aftan á stýripinnanum fer að blikka. Þá ert stýripinninn opinn fyrir tengingu (e. Pairing mode).
  3. Eftir smá tíma ætti DUALSHOCK 4 Wireless Controller að birtast á lista yfir Bluetooth búnað.
  4. Smelltu á Connect takkann sem birtst næst við DualShock 4. Til að tengja stýripinna við tölvuna.

Sjá myndband hér.


Fyrir hvað get ég notað DualShock 4 stýripinnan í Apple tölvu/síma?

Þú getur notað Dualshock 4 með yfir hundrað leikjum í Apple Arcade, tekið er fram hvort að leikur styður stýripinna eða ekki.

Ef þú átt Playstation 4 leikjatölvu getur þú sótt PS4 Remote Play appið fyrir Apple iOS og MacOS. Sjá nánar um Remote Play neðst í blogginu.


Hvaða stýripinnar virka með Apple Arcade?

Listi uppfærður í júní 2021.


Hvað er Apple Arcade?

Apple Arcade er leikjaveita sem Apple opnaði 2019. Notendur borga fast mánaðargjald (5 dollara) og geta spilað leiki án auglýsinga eða greiðslumöguleika inn í leikjum.

Hægt er að spila Apple Arcade í iPhone, iPad, Mac og Apple TV.


Allt að sex fjölskyldumeðlimir geta haft aðgang að Apple Arcade leikjaveitunni á einni mánaðaráskrift.

Yfir 100 leikir eru í boði og hefur Apple náð samningum við marga af stærstu leikjaframleiðendum heims um að setja leiki frá sér í Arcade safnið.

Dæmi um leiki sem þú finnur í Apple Arcade:

NBA 2K21 Arcade Edition2K Games

Sérstök Arcade útgáfa af hinum vinsæla NBA 2K21 körfuboltaleik. Möguleiki fyrir 2 spilara leik, þannig að þú getur spilað leikinn með vinum þínum í sófanum.

Cut the Rope Remastered Paladin Studios

Vaknaðu við ilm af köku, í dag á afmæli Om Nom! Uppáhalds nammigrís heimsins er að halda afmælisveislu og öllum er boðið! Om Nom er kominn aftur í glæsilegri 3D endurgerð af hinum gossagnakennda þrautaleik Cut the Rope!

Sneaky SasquatchRAC7 Games

Stjórnaðu mjög svöngum Sneaky Sasquatch þar sem hann stelur mat frá garðagestum. Hlutirnir verða spennandi þegar þú þarft að klæða hann upp til að eiga samskipti við mennina. Passaðu þig á öryggisvörðinum sem er að eyðileggja snarlið þitt!

Spyder Sumo Digital Ltd.

Þú ert umboðsmaður 8, ofur gáfuð njósna-kónguló. Notaðu ótrúlegu vélrænu græjurnar þínar til að skemmta þér og reyna að halda áætlun þegar þú leysir þrautir sem eru stærri en lífið. Eitt pínulítið markmið þitt? Bjarga heiminum!

Sonic RacingSEGA | HARDlight

Hedgehogs, settu bílinn í gang. Hraður og skemmtilegur kappaksturleikur frá SEGA sem hefur útlit og spilun eins og best gerist í leikjatölvum á borð við PS4 og XBox. Í svona leikjum er tilvalið að nota DualShock 4.

Sayonara Wild HeartsAnnapurna | Simogo

Kvenkyns mótorhjólagengi rúllar um göturnar í þessum leik sem er blanda af kappakstri og dansi. Með framúrskarandi Neon grafík og lifandi Indie tónlist verður þessi leikur eins og lifandi tónlistarmyndband.

LEGO Brawls – LEGO | Red Games Co.

Múrsteinarnir munu fljúga í þessum fjölspilunar leik (Multiplayer Brawler) sem gerist í LEGO heiminum. Leikmenn búa til sína persónu, vinna með liðsfélögum til að byggja og stjórna vélum og nota þær svo í bardögum.


Arcade er heill heimur af tölvuleikjum og tilvalið að fara í þessa leikjaveitu og finna einhvern leik sem hentar þér. Nýjar sögur, leikmenn og leikir bætast við í hverjum mánuði svo þú færð alltaf eitthvað nýtt til að prófa.

Apple Arcade leikir eru sérstaklega merktir ef þeir styðja stýripinna.


Hvað er PS4 Remote Play?

  • Þú getur speglað skjánum á Playstation 4 yfir í iPhone eða iPad.
  • Með Remote Play getur þú notað skjáinn á símanum sem stýripinna og/eða notað Dualshock 4 stýripinna sem þú hefur tengt við Apple búnað til að stjórna/spila Playstation 4.
  • Byrjaðu aftur á leik sem þú hefur sett á pásu frá PS4 Home skjánum.
  • Notaðu hljóðneman á símanum þínum til að taka þátt í PS4 spjalli.

Þú færð DualShock 4 stýripinna í ELKO ásamt Apple TV, iPhone, Macbook og iPad.

Síðast uppfært 08.06.2021

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.