Fréttir Fróðleikur Gaming

Dualsense Edge – Stýripinninn sem breytir leiknum

26.01.2023

Dualsense Edge stýripinninn kom í sölu í ELKO í lok janúar 2023.

Sökktu þér enn dýpra í leikinn og fáðu forskot með DualSense Edge stýripinnanum fyrir PlayStation 5 sem vekur leikinn til lífs í höndunum á þér. Edge leyfir þér að sérsníða stýripinnann og stillanlegir takkar eru að aftan til að gefa þér bestu leikjaupplifunina. Stýripinninn er líka með aðlögunartækni, haptísk viðbrögð, hreyfiskynjara og fleira.


Vertu hluti af leiknum með DualSense Edge stýripinnanum fyrir PlayStation 5 sem er hannaður til að bæta leikjaupplifunina með sérstillingum. Gerðu Edge að þínum eigin með því að stilla næmni og dauða svæði (e. Dead Zone) pinnana og ferðalengd gikksins. Þú getur einnig vistað þær stillingar sem þú hefur gert og skipt á milli ef fleiri eru að nota stýripinnan. Edge kemur einnig með útskiptanlegum tökkum aftan á stýripinnanum og hægt er að stilla þá sem flýtihnapp á aðra takka.

Betri leikjaupplifun

Finndu fyrir leiknum með haptísku viðbragði og finndu mismunandi mótstöðu í gikkjum (R2 og L2) sem hermir eftir því hvað er að gerast í leiknum.


Sérsniðar stillingar gera DualSense Edge sérhannaðan fyrir þig. Uppgötvaðu nokkra af helstu eiginleikum stýripinnans hér fyrir neðan;

Útskiptanlegar hettur fyrir pinna

Þrjár gerðir af hettum hjálpa þér að fullkomna leikinn án þess að fórna gripi eða stöðugleika.

Möguleiki að skipta út pinnaeiningu

PlayStation hefur tryggt lengri líftíma stýripinnans með því að vera með útskiptanlegri pinnaeiningu (e. Stick modules).

Fn – Notendaviðmót

Skiptu fljótt á milli forstilltra stillinga og breyttu hljóðstyrk og snjalljafnvægis (e. Chat balance) með sérstökum aðgerðarhnappa á stýripinnanum.

Ýttu einfaldlega á Fn hnappinn og Options hnappinn meðan á leiknum stendur til að opna valmynd fyrir sérstillingar, svo þú getur breytt stillingum þínum fljótt og örugglega.

Möguleika á að kortleggja takka að aftan

Tvö sett af hnöppum sem hægt er að skipta um, stillanleg fyrir marga aðra möguleika svo þú getur haft nauðsynleg stjórntæki innan seilingar.

Skiptu á milli prófíla á auðveldan máta

Þegar þú hefur fundið hina fullkomnu stillingu getur þú vistað þær sem sérstök snið og skipt á milli þeirra á einfaldan máta, svo uppáhalds stillingarnar þínar eru alltaf tilbúnar.


Lifðu þig í leikinn

Talaðu við aðra á netinu með innbyggðum hljóðnema og tengdu heyrnartól í 3,5 mm heyrnartólatengið. Einfalt er að stöðva hljóðupptöku með mute takka og hátalari er einnig í stýripinni fyrir sér hljóð í völdum leikjum.


Kemur í flottri tösku

Geymdu DualSense Edge ásamt aukahlutum í sérhannaðri tösku. Hægt er að hlaða Edge með USB-C snúru á meðan hann er í töskunni og verið viss um að þú ert alltaf tilbúinn í leik.

Innifalið

– DualSense Edge þráðlaus stýripinni
– Ofin USB-C snúra
– 2x venjulegar hettur fyrir pinna
– 2x High hettur fyrir pinna
– 2x Low hettur fyrir pinna
– 2x „Half Dome“ takkar fyrir takka að aftan
– 2x „Lever“ takkar fyrir takka að aftan
– Festing fyrir USB snúru
– Taska

Smelltu hér til að skoða Dualsense Edge í vefverlun ELKO.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.