
ELKO kynnir nýja fjártæknilausn
30.10.2025ELKO hefur tekið í notkun nýja fjártæknilausn undir heitinu Snjallgreiðslur ELKO. Um er að ræða fjármögnunarleið sem gerir viðskiptavinum kleift að fjármagna kaup sín á einfaldan, öruggan og sveigjanlegan hátt á hagstæðum kjörum.

Snjallgreiðslur ELKO eru samskonar fjármögnunarleið og félagið hefur boðið upp á í gegnum þriðja aðila til fjölda ára. Lausnin er hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga og mun bjóða upp á örugga og gagnsæja leið til að skipta greiðslum niður án flókins umsóknarferlis. Markmiðið er að gera stór og smá kaup aðgengilegri fyrir alla, hvort sem um ræðir nýjan síma, tölvu, sjónvarp eða heimilistæki.
Um leið leitast ELKO við að auka hagræði viðskiptavina í lánaviðskiptum, meðal annars þegar kemur til þess að skila eða skipta um vöru. Allt ferlið fer fram á einum stað og ekki þarf að leita til utanaðkomandi lánafyrirtækis til að breyta eða fella niður lán.

„Við viljum einfalda líf viðskiptavina okkar og gefa þeim kost á hagstæðri fjármögnun. Með Snjallgreiðslum ELKO er hægt að velja greiðslufyrirkomulag sem hentar hverjum og einum, hratt, auðveldlega og á sanngjörnum kjörum,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri ELKO.
Þegar sótt er um neytendalán í fyrsta skipti þarf að fara í gegnum stutt ferli sem tekur nokkrar mínútur. Er þar um að ræða áreiðanleikakönnun og lánshæfimat sem er tengt við gagnagrunn Creditinfo. Stöðu lánaheimildar og lána má svo sjá undir Mínum síðum á elko.is, en greiðsluseðlar berast beint í heimabanka.
Meðal þess sem Snjallgreiðslur ELKO bjóða upp á er nýjung í formi 30 daga greiðslufrests án aukakostnaðar. Einnig er boðið upp á 2-12 mánaða vaxtalaus lán og 13-36 mánaða neytendalán.
Snjallgreiðslur ELKO eru þegar í boði í vefverslun elko.is og verða á næstu mánuðum innleiddar í verslunum ELKO.




Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar og spurt og svarað.