
Er 75 tommu sjónvarp of stórt?
21.09.2022Stærra er oftast betra þegar kemur af því að velja hið fullkomna sjónvarp fyrir stofuna eða herbergið þitt en ekki alltaf. Stærð hefur ekki aðeins áhrif á verðið heldur hefur hún einnig mikil áhrif á skynjuð myndgæði.
Notaðu stærð og fjarlægðartöflu hér fyrir neðan til að sjá hvaða sjónvarp þú ættir að velja miðað við hversu langt í burtu þú situr frá skjánum
Hvað ákveður bestu fjarlægðina?
Mikill útreikningur fer í að ákveða bestu fjarlægð frá tæki og það eru nokkrir þættir hvað varðar notkun sem skipta máli þegar þú velur sjónvarpsstærð. Fyrir utan stærðina geta hlutir eins og upplausn og jafnvel hversu góða sjón þú ert með haft áhrif á hvernig þú sérð skjáinn.
Þar sem sjón hvers og eins eru mismunandi er þetta minna nákvæm vísindi og meira almennar leiðbeiningar byggðar á meginreglu um sjónarsvið og upplausn.

Sjónarsvið (e. Field of view)
Þar sem flest sjónvörp sem eru seld í dag eru með 4K upplausn og flest efni sem er í boði hjá streymisveitum er annað hvort í 4K eða Full HD upplausn þarf mjög stórt sjónvarp sem er horft á í lítilli fjarlægð til að sjá ófullkomleika sem tengjast upplausninni. Þú getur þess vegna setið nær sjónvarpinu þínu en þú myndir gera með lægri upplausn.

Hugsaðu um þetta eins og kvikmyndahús; því meira sem sjónvarpið fyllir útsýnið þitt því meira yfirgripsmikið verður það.
Það þýðir ekki að þú ættir að sitja metra frá sjónvarpinu þínu og að velja stærsta mögulega sjónvarpið er ekki alltaf besta lausnin. Sjónkerfi mannsins hefur sjónvarsvið sem eru um það bil 180 gráður, en aðeins hluti þess er svokölluð jaðarsjón. Þó það gæti verið skynsamlegt að fá eins stórt sjónvarp og þú getur fyrir kvikmyndaupplifun er ekki allt efni gert til að fylla allt sjónarsviðið, til dæmis er ekki mælt með sömu fjarlægð frá sjónvarpi ef þú ert að horfa á íþróttir.

Þú finnur sjónvörp í ELKO í stærð 22“ til 98“. Smelltu hér til að skoða allt úrvalið.
Það má skipta um skoðun
Ef þú lendir í því að þú setur sjónvarpið á sinn stað og finnst stærðin ekki henta getur þú nýtt þér 30 daga skilarétt. Kaupandi getur skilað vöru innan 30 daga, valið nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu. Nánast allar vörur sem ELKO selur leyfa þér að opna umbúðir og prófa vöru en þó eru örfáir vöruflokkar sem bera takmarkaðan skilarétt til dæmis farsímar, leikjatölvur líkt og t.d. PlayStation tölvur og þá og einnig vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á innan við 30 dögum. Sjá nánar um skilarétt hér.
