Fróðleikur

Fyrir þau sem lifa fyrir golf – Garmin Approach S70

29.08.2023

Garmin Approach S70 golf/snjallúrin bjóða upp á allt það helsta fyrir þau sem eru að leitast eftir öflugu golf- og æfingarúri sem hjálpar þér að bæta þig á vellinum og utan hans. Spilaðu af öryggi með Garmin Approach S70, GPS golfúr sem er hannað til að bæta leikinn þinn á golfvellinum.


Segðu skilið við skolla því með Garmin Approach S70 er hola í höggi nær þínu lagi. Með glampavörðum skjá, meira en 43000 völlum nú þegar í minni úrsins, Green View sem leyfir þér að mæla út nákvæma vegalengd, AutoShot Gametracker skynjun og alls konar gagnlegum tilkynningum og upplýsingum. Úrið er með allt að 20 klst rafhlöðuendingu með GPS stillt á þannig það er ekkert mál að golfa allan daginn.

Garmin Approach S70 eru fáanleg í tveimur útgáfum; svart með 47mm ól og hvítt með 42mm ól.

Skjár

Stór 1,2″ – 1,4″ AMOLED snertiskjár úrsins er skýr og umgerðin er úr léttum og glæsilegum málmi.

Þægileg ól og flott hönnun

Ólin er þægileg og einfalt er að taka hana af og skipta um ólar. Stílhreint og létt úr með keramik skífu.


Golfúrið Approach S70

43000+ vellir

Í minni Garmin Approach S70 eru 43000 CourseView kort af golfvöllum um allan heim. Halaðu niður uppfærslum fyrir vellina sem þú spilar á.

Fylgstu með stöðunni

AutoShot Gametracker fylgist sjálfvirkt með höggum og vegalengd skota.

Sláðu að pinna með Green View

Green View sýnir þér mynd af flötinni og gerir þér kleift að færa pinnann til svo að þú fáir sem nákvæmasta lengd í holu.

Frábær kylfusveinn

Úrið stingur upp á kylfu fyrir þig til að nota miðað við vind, hæð yfir sjávarmáli og fleiru. Það sýnir einnig hvar líklegast sé að boltinn lendi.

Hæðarlínur

Úrið getur sýnt þér hæðarlínur á flöt. Þessi eiginleiki þarfnast áskriftar í Garmin Golf appinu og er einungis í boði á völdum völlum.

Þolir íslenska rigningu

Þú heldur áfram að spila –  sama hvernig veðrið er – úrið er með vatnsþol upp á 5 ATM.


Frábært utan vallarins

Úrið stendur líka fyrir sínu utan vallarins sem snjallúr. Hönnun úrsins er glæsileg og því tilvalið að nota úrið dagsdaglega.

Garmin Pay snertilausar greiðslur

Notaðu snertilausan greiðslumöguleika úrsins til þess að versla á hlaupum eða hvar sem er.

Tónlist

Tengdu tónlistarveitur eins og Spotify við úrið. Geymdu lögin í úrinu og tengdu við bluetooth heyrnatól til að hlusta.

Tilkynningar

Taktu við tölvupóstum, skilaboðum og viðvörunum eða vekjaraklukkum þegar úrið er parað við snjallsíma.


Heldur þér í formi

Hægt er að nota snjallforrit í úrinu sem halda þér í formi og mæla kalóríufjölda, skref og fylgjast með svefn.

Innbyggður púlsmælir

Öflugur púlsmælir er innbyggður í úrið til að fylgjast með hversu vel þú tekur á því á æfingum. Sjá skilmála Garmin um heilsumælingar hér (á ensku).

Hjartsláttartíðni

Fáðu betri skilning á heilsunni, æfingum og endurheimt með hjartsláttartíðni í svefni.

Stress skráning

Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.

Líkamsrafhlaðan – Orkumæling (e. Body Battery)

Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld. Sjá skilmála Garmin um Body Battery hér (á ensku)

Svefnskráning

Úrið gefur þér einkunn fyrir gæði svefnsins þíns og veitir þér innsýn í hvernig þú getur bætt hann. Úrið fylgist með létt-, djúp- og REM svefni ásamt því að skrá niður púls, súrefnismettun³ og öndun.

Styktaræfingar

Þú sérð persónuleg met og myndir sem sýna hvaða vövahópa þú styrktir.

HIIT æfingar

Sér æfingaforrit fyrir HIIT æfingar eins og AMRAP, EMOM, Tabata og sérsniðnar æfingar.

Garmin Coach

Snérsniðin æfngaplön frá atvinnuþjálfurum hjálpa þér að ná öllum þínum markmiðum. Þú sendir æfingarnar beint í úrið frá appinu.


Rafhlaða

Innbyggð, endurhlaðanleg rafhlaða sem veitir allt að 21 daga af notkun í Smartwatch stillingunni eða 20 klst með GPS stillt á.

Smelltu hér til að skoða Garmin Approach S70 á elko.is.


Approach R10

Önnur spennandi golfvara frá Garmin er Approach R10 golfhermir.

Leikurinn ferðast með þér: heima, innandyra eða á æfingasvæðinu. Approach R10 mælir fleiri en tólf hluti um sveifluna þína svo að þú náir betri tökum á henni. Þú getur skoðað öll höggin þín á korti og hægt er að taka myndband af hverju einasta höggi. Approach R10 býður einnig upp á að spila velli stafrænt.


Leikurinn ferðast með þér: heima, innandyra eða á æfingasvæðinu. Approach R10 mælir fleiri en tólf hluti um sveifluna þína svo að þú náir betri tökum á henni. Þú getur skoðað öll höggin þín á korti og hægt er að taka myndband af hverju einasta höggi. Approach R10 býður einnig upp á að spila velli stafrænt. Rafhlöðuending: allt að 10 klst.

Léttur og meðfærilegur

Þú getur unnið að því að bæta þig hvar og hvenær sem er. Auðvelt er að færa Approach R10 inn og út úr heimilinu og á æfingasvæðið.

Sjáðu tölfræðina

Símafesting til að smella á golfpokann fylgir með til að þú getir unnið í Garmin Golf™ appinu í símanum á milli högga.

Tekur upp myndskeið

Þú getur séð og greint þína eigin sveiflu ásamt því að sjá tölfræði fyrir hvert högg.

Skoða Approach R10 golfhermin á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.