Garmin Lily2 og joga dýna
Fróðleikur

Garmin Lily2 – Stílhreint snjallúr

24.06.2024

Garmin Lily 2 snjallúrið er með stílhreina hönnun með álramma, sílíkon ól og fallegum einlita snertiskjá. Úrið er með allt að 5 daga rafhlöðuendingu og getur fylgst með hreyfingu, svefn og heilsu, þar á meðal tíðahring. Snjallúrið getur sýnt tilkynningar, viðburði á dagatali og stjórnað tónlistarspilun úr símanum. 

Það eru tvær útgáfur af Lily2; með silíkon ól og með leður ól. Það er ekki bara munur útlitslega, heldur er eingöngu Garmin Pay möguleikinn í leður útgáfunni.


Skjárinn – Mynstraður skjár, falinn snertiskjár

Lily 2 er með ál ramma og fallega 34 mm skífu sem sýnir einlita snertiskjá þegar þú þarft á honum að halda. Skjárinn er með 240 x 201 pixla upplausn og er varinn af Gorilla Glass 3. Hægt er að velja á milli mismunandi skífa og sérstilla marga þeirra.

Snjallúrið getur sýnt tilkynningar, dagatal, veður og stjórnað tónlist úr tengdum snjallsíma.

Úrið er smíðað úr málmi – Sílíkon- eða leðuról í boði

Lily 2 er með ál ramma og fallega 34 mm skífu sem sýnir einlita snertiskjá þegar þú þarft á honum að halda. Skjárinn er með 240 x 201 pixla upplausn og er varinn af Gorilla Glass 3. Hægt er að velja á milli mismunandi skífa og sérstilla marga þeirra.

Heilsa og hreyfing

Snjallúrið mælir skref, svefn, streitu, hjartslátt, súrefnismettun, orkustig, tíðahring og meðgöngu.

Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um meðgöngu, eins og glúkósastig og hreyfingu barnsins, ásamt því að fá upplýsingar um frjósemi, tíðahring, egglos og fleira. Auk þess geturðu valið á milli mismunandi hreyfingasniða.

Til að fá nákvæmari upplýsingar um hreyfingu geturðu sent GPS gögn úr snjallsíma í úrið.


Stílhreint snjallúr

Mynstaður skjár og falinn snertiskjár gera Lily 2 að stílhreinu og flottu snjallúri. Úrin eru með innbyggðri heilsuskráningu og völdum æfingaforritum.

Snjallt og stílhreint

Lily 2 er einstaklega lítið, einungis 34mm skífa, með flottu mynstri og björtum snertiskjá.

Body battery orkumæling

Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld.

Svefnskráning

Úrið gefur þér einkunn fyrir gæði svefnsins þíns og veitir þér innsýn í hvernig þú getur bætt hann. Úrið fylgist með létt-, djúp- og REM svefni ásamt því að skrá niður púls¹, súrefnismettun² og öndun.

Æfingaforrit

Lily 2 telur skref, mælir kaloríubrennsl, æfingamínútur og fleira¹. Innbygð æfingaforrit fyrir cardio, yoga, dans, lyftingar og fleira.

GPS frá síma

Þegar úrið er tengt snjallsímanum getur það notað GPS merkið frá honum til að fá nákvæmari upplýsingar um æfingarnar þínar.

Garmin Pay snertilausar greiðslur – Eingöngu í leðurútgáfunni

Notaðu snertilausan greiðslumöguleika úrsins til þess að versla á hlaupum eða hvar sem er. Einungis í boði í leður útgáfum.


Neyðarkall

Einn af mikilvægustu eiginleikunum er neyðarkall Garmin. Eiginleikinn gerir þér kleift að senda tilkynningu handvirkt eða sjálfkrafa á tengilið ef snjallúrið nemur högg eða árekstur. Ef þú ert með snjallsímann með þér sendir snjallúrið einnig upplýsingar um hvar þú ert.


Tengingar

Snjalltilkynningar

Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma.

Öryggið í fyrirrúmi

Ef úrið skynjar að þú lendir í slysi getur þú nýtt þér incident detection³ sem sendir staðsetningu þína til fyrirfram ákveðinna tengiliða – virkar einungis með völdum æfingum sem nota GPS og krefst tengingar við síma.

Garmin Connect

Þú getur skoðað allar heilsufarsupplýsingar ásamt upplýsingum um æfingar og fleira. Allt að kostnaðarlausu.

Dagatal

Þegar úrið hefur verið parað við samhæfan snjallsíma er hægt að skoða dagatalið þitt í úrinu.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.