
Garmin Vívoactive 6
15.05.2025LÆRÐU Á LÍKAMANN MEÐ VÍVOACTIVE
Vivoactive 6 er með björtum og skýrum AMOLED skjá, 11 daga rafhlöðuendingu, innbyggðri heilsuskráningu og hjálpar þér að skilja líkamann þinn betur.


Bjartur AMOLED snertiskjár.
Body battery™ orkumæling, svefnskáning, skráir stress og fleira.
Innbyggð æfingaforrit.
Tengist Garmin Connect™ appinu í iPhone og Android snjallsímum.
Snjalltilkynningar, Garmin Pay, tónlist og fleira.
Allt að 11 daga rafhlöðuending sem snjallúr.

VÍVOACTIVE®6
BJARTARA. SNJALLARA. LITRÍKARA.

FLEIRI LEIKIR,
MINNI HLEÐSLA
Með rafhlöðu sem endist í allt að 11 daga

ÞEKKTU LÍKAMA ÞINN
Snjallar heilsumælingar styðja þig alla leið að ÞÍNUM markmiðunum.

Í FORM Á
ÞÍNUM HRAÐA
Meira en 80 íþróttaforrit, Garmin Coach
og æfingar sem þú getur hLaðið niður.

ÖLL GÖGN Á
EINUM STAÐ
innsýn í hverja hreyfingu.
Allar upplýsingar á einum stað. Þú skoðar
heilsufarsupplýsingar og æfingar í Garmin Connect

ALLT Á ÚLNLIÐNUM
Snjalltilkynningar, Garmin Pay™
og falleg hönnun – Vívoactive 6 gerir allt auðveldara.
ÞAÐ SEM ÞÚ MUNNT ELSKA:

ORKUMÆLING
Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld¹.

SVEFNÞJÁLFI
Úrið veitir þér einkunn fyrir gæði svefns og kemur með tillögur að bætingu eða aukinni svefnþörf. Það fylgist einnig með léttum svefn, djúpsvefn og HRV¹.

INNBYGGÐ ÆFINGAFORRIT
Úrið kemur með fjölda innbyggðra æfingaforrita fyrir göngu, sund, hlaup, hjól, sérstök æfingaforrit fyrir fólk í hjólastól og fleira.

ÚRVAL ÆFINGA
Úrið stingur upp á daglegum æfingum fyrir göngu, HIIT, yoga, pílates og fleira. Þú þarft einungis að velja viðeigandi æfingu í Garmin Connect og senda hana í úrið.

HEILSUSKRÁNING
Þú getur notað úrið til að fylgjast með heilsunni, úrið er með innbyggðum púlsmæli¹, mælir hjartsláttatíðni, súrefnismettun² og skráir tíðahringinn og fleira.

SNJALLTILKYNNINGAR
Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma.
HEILSA:
HVÍLDARSKRÁNING
Greinir sjálkrafa þegar þú ákveður að leggja þig og hjálpar þér að ákveða tímasetningu og lengd hvíldar fyrir bestu endurheimt.
SNJÖLL VEKJARAKLUKKA
Innbyggð vekjaraklukka sem að vekur þig með titringi á réttum tíma.
HJARTSLÁTTARTÍÐNI
Fáðu betri skilning á heilsunni, æfingum og endurheimt með hjartsláttartíðni í svefni.
MORGUNSKÝRSLA
Þegar þú vaknar færðu yfirlit yfir hversu vel þú svafst, endurheimt, HRV og veðrið. Hægt er að sérsníða skýrsluna til að sjá það skiptir mestu máli.
INNBYGGÐUR PÚLSMÆLIR
Innbyggður púlsmælir¹ er í úrinu sem hjálpar þér að fá sem mest út úr æfingunum, mælir stress og virkar í vatni.
STRESS SKRÁNING
Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.
SKRÁIR TÍÐAHRINGINN
Hjálpar þér að fylgjast með hvar þú ert í hringnum, skrá niður líkamleg og andleg einkenni og kennir þér hvernig þjálfun og næring hentar best fyrir hvern hluta tíðahringsins.
HEALTH SNAPSHOT
Tveggja mínútna æfing þar sem úrið skráir heilsuna þína; hjartsláttinn, hjartsláttartíðni, súrefnismettun, öndun og stress. Úrið býr svo til skýrslu úr þessum upplýsingum sem þú getur deilt með öðrum með Garmin Connect smáforritinu.
SÚREFNISMETTUN
Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn² (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni.
HUGLEIÐSLA
Innbyggðar hugleiðsluæfingar hjálpa að minnka stress og kvíða.
DRAGÐU ANDANN
Þetta úr bíður uppá nokkrar öndunaræfingar. Þegar þú vilt slaka á, geturðu byrjað öndunaræfingu, og úrið skráir niður stress og öndun til að hjálpa þér að ná betri áttum á hvernig þú ert að anda.
DRYKKJARSKRÁNING
Hjálpar þér að halda utanum hversu mikið vatn þú ert að drekka og fylgjast með muninum á milli daga.
FYLGIST MEÐ ÖNDUN
Fylgist með öndun yfir daginn, á meðan þú sefur og á æfingum eins og yoga.
ÆFINGAR:
STYRKTARÆFINGAR
Í úrinu eru sér æfingaforrit fyrir styrktaræfingar, hægt er að hlaða niður æfingum í úrið. Skráir lyftur, hvíld og fleira.
LIÐLEIKI
Hægt er að sækja æfingar í úrið sem hjálpa þér að auka liðleika.
HJÓLASTÓLASTILLING
Fylgstu með hversu oft þú ýtir¹, fáðu meldingar um stöðubreytingu, æfingar og æfingaforrit fyrir fólk í hjólastól³.
SÝNIR ÆFINGAR
Það er hægt að sækja æfingar fyrir HIIT, cardio, lyftingar, yoga og pílates í úrið. Þú þarft bara að fylgja leiðbeiningunum á skjánum.

GARMIN COACH
Snérsniðin æfngaplön frá atvinnuþjálfurum hjálpa þér að ná öllum þínum markmiðum. Þú sendir æfingarnar beint í úrið frá appinu.
INNBYGGÐ HLAUPAGREINING
Úrið mælir cadence, snertitíma við jörðu, skrefalengd, jafnvægi og fleira þegar þú hleypur.

PACEPRO™
PacePro tæknin hjálpar þér að halda réttum hraða með tilliti til halla, hækkunar og lækkunar á völdum leiðum
ÁVINNINGUR OG ENDURHEIMT
Úrið hjálpar þér að skilja ávinning eftir hverja æfingu og hversu langa endurheimt það mælir með.
ÆFINGAALDUR
Þessi eiginleiki notar aldurinn þinn, vikulegt æfingaálag, hvíldarpúls og BMI eða fituprósentu til að áætla hvort líkami þinn sé yngri eða eldri en þú sjálfur ert. Þú getur einnig fengið ábendingar um hvernig þú getur bætt þig.
HANNAÐU ÆFINGU
Þú getur hannað æfingar í Garmin Connect appinu og sent þær yfir í úrið.
ÁREYNSLA
Úrið mælir áætlaða áreynslu eftir hverja æfingu.
ÆFINGAMÍNÚTUR
Æfingamínútur sýna þér hvenær þú náðir í þær og í hvaða æfingu. Þú getur bætt þeim við sem gagnaglugga í æfingaforritum.
HEILSUSKRÁNING
Úrið fylgist með heilsunni yfir daginn og skráir skrefafjölda, brenndar kalóríur, fjölda hæða (ekki í hjólastólastillingu) og fleira¹
VO2 MAX
Náðu betri æfingu með VO2max sem gefur þér stöðuna á forminu þinu. Sérstök mæling er fyrir utanvegahlaup sem tekur mið af æfingunni útfrá hitastigi eða hæð.
TÓNBOÐAR
Úrið gefur frá sér tónboð í hlaupum eða göngum.
INTERVAL ÆFINGAR
Þú getur hannað interval æfingar fyrir hlaup- og hjólaæfingar.
AF STAÐ
Úrið lætur þig vita þegar þú hefur setið og lengi og átt að hreyfa þig – það kemur meira að segja með tillögur að hreyfingu.
TENGINGAR:
GARMIN CONNECT
Þú getur skoðað allar heilsufarsupplýsingar ásamt upplýsingum um æfingar og fleira. Allt að kostnaðarlausu.

GARMIN PAY™ SNERTILAUSAR GREIÐSLUR
Notaðu snertilausan greiðslumöguleika úrsins til þess að versla á hlaupum eða hvar sem er.

TÓNLIST
Tengdu tónlistarveitur eins og Spotify við úrið. Geymdu lögin í úrinu og tengdu við bluetooth heyrnatól til að hlusta.
ÖRYGGIÐ Í FYRIRRÚMI
Ef úrið skynjar að þú lendir í slysi getur þú nýtt þér incident detection⁴ sem sendir staðsetningu þína til fyrirfram ákveðinna tengiliða – virkar einungis með völdum æfingum sem nota GPS og krefst tengingar við síma.
CONNECT IQ™
Hægt er að ná í sérsniðin útlit fyrir úrið, data glugga, smáforrit of fleira í Connect IQ Store.
LETURSTÆRÐIR
Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi leturstærða á úrinu.
Frá svefnmælingum til hlaupaæfinga – vívoactive 6 veitir þér öll verkfærin sem þú þarft til að ná þínum markmiðum, hvert sem þau kunna að vera.
Smelltu HÉR til að skoða úrin á elko.is
