Hugmyndir

Heimagerður Polaroid myndarammi (DIY)

14.03.2019

Þessi Polaroid myndarammi er fullkomin leið til þess að varðveita og setja saman margar góðar minningar.

Frábær leið til þess að  gera heimilið heimilislegra, þá er þetta ódýr og frábær lausn til að bæta við einstökum skreytingum á veggi og hillur.

Til þess að útbúa þinn eigin Polaroid-myndaramma þarft þú:

  • Stóran myndaramma (við notuðum viðarramma þar sem auðvelt er að festa streng við rammann).
  • Polaroid Mint, Orginal eða Snap Touch stafræna myndavél eða Polaroid Mint myndaprentara.
  • 2X3 “Zink Polaroid-myndir.
  • Streng, garn eða borða.
  • Límbyssu eða litla nagla.
  • Skæri.
  • Litlar klemmur (litlar þvottaklemmur, málmklemmur eða eitthvað álíka).

Það fyrsta sem þú gerir er að taka rammann í sundur. Þú þarft aðeins framhlið rammans, fjarlægðu því glerið, bakið og önnur stykki. Viðarrammi gefur þér möguleika að mála rammann í þeim lit sem þú vilt. Okkur finnst viðarlitur flottur þannig að við notuðum náttúrulegan lit rammans og hvítan streng. En þú notar aðeins þá liti og rammagerð sem hentar þér best.  

Næst skaltu snúa rammanum við og stilla upp myndunum. Gott ráð er að mæla lengd rammans og deila niður eftir fjölda strengja. Svo leggur þú strenginn yfir myndirnar. Gott er að merkja með penna eða blýanti hvar strengirnir eiga að liggja. Til þess að stengurinn verði örugglega beinn þá er mikilvægt að mæla fjarlægðina frá enda rammans og niður að merkingunni og passa að hún sé sú sama á báðum hliðum.

Síðan límir þú eða neglir strenginn þar sem merkingarnar eru. Passaðu að strengurinn sé nokkuð strekktur til þess að koma í veg fyrir að myndirnar hangi of mikið niður. Síðan getur þú fest myndirnar á hann!

Þú færð Polaroid myndavélar og prentara í ELKO. Sjá úrvalið hér.

Heimild: Polaroid

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.