Hvað er efst á óskalistanum þínum þegar kemur að eiginleikum í snjallúrum? Möguleikinn að borga með úrinu, að geta spilað tónlist án þess að hafa símann með eða kannski að hafa bjartan skjá sem sýnir þér æfingar og hjartslátt? Alla þessa eiginleika finnur þú í Vivoactive 5 frá Garmin.
Garmin Vivoactive 5 er með bjartan AMOLED skjá, mælingar fyrir púls og súrefnismettun, þjálfunaræfingar og hjólastólastillingu. Með Bluetooth tengingu getur þú fengið tilkynningar, skilaboð og stjórnað tónlistinni úr úrinu.
Garmin Vivoactive 5 hefur gott úrval af þjálfunar og líkamsræktar eiginleikum eins og 5 ATM vatnsþol, hjartsláttartíðni og mælingar á súrefnismettun auk vellíðanareiginleika sem gefa þér upplýsingar um heilsuna þína. Bluetooth tenging gerir það auðvelt að sjá tilkynningar og stjórna tónlistinni á úlnliðnum þínum. Þú getur einnig greitt snertilaust með Garmin Pay. Ólin hentar fyrir úlnliði með 125 til 190 mm í ummál.
AMOLED skjár
Vivoactive 5 er með stóran 1,2″ AMOLED skjá sem gerir það auðvelt að lesa á hann jafnvel í beinu sólarljósi. Úrið er með Corning Gorilla Glass 3 skjávörn sem verndar skjáinn gegn rispum og höggum.
Garmin Pay
Vivioactive 5 notar NFC tengingu sem gerir þér kleift að borga snertilaust með úrinu.
Tónlist án símans
Þú getur sótt lagalista úr Spotify og vistað í Garmin Vivoactive 5 úrinu þínu. Tengir svo bluetooth heyrnartól beint við úrið og þannig getur þú farið út í göngu eða á æfingu án snjallsímans. 4GB innbyggt minni gefur þér nóg pláss fyrir nokkra lagalista með tónlist eða hlaðvörp.
Æfingaþjálfi
Vivoactive 5 getur mælt æfingar eins og göngu, hlaup, hjól, langhlaup, yoga og helling af öðrum hreyfingum. Einnig er óhætt að fara með úrið í sund eða sturtu en það er með 5 ATM vatnsvörn. Body Battery eignileikinn fylgist með líkamanum þannig að þú veist alltaf hvenær þú ert tilbúinn í næstu æfingu. Vivoactive 5 er einnig með hjólastólastillingu sem fylgist með hversu oft þú ýtir og er með æfingar sem eru sérhannaðar fyrir hjólastólanotendur. Garmi Coach snjallforritið býður uppá æfingar sem eru sérstilltar að þínum þörfum.
Heilsu eiginleikar
Úrið er með marga eiginleika sem fylgjast með heilsunni þinni. Þú getur fylgst með svefninum, stressi og blundum. Úrið gefur þér einnig morgun skýrslu um svefninn, sérhannaðar mælingar fyrir konur og hugleiðslu æfingar.
Hjartamælingar með PulseOX skynjara
Innbyggður hjartamælir skynjar hjartslátt og súrefnismettun á meðan þú ert með úrið á þér.
GPS
Snjallúrið er með innbyggða GPS staðsetningar þjónustu sem mælir fjarlægð og hraða með ótrúlegri nákvæmni, jafnvel innandyra. Snjallúrið telur skrefin þegar þú hleypur, hjólar eða skokkar og lætur þig vita ef þú ert sitjandi lengur en eina klukkustund.
Hjartamælingar með PulseOX skynjara
Innbyggður hjartamælir skynjar hjartslátt og súrefnismettun á meðan þú ert með úrið á þér.
Rafhlaða
Innbyggða rafhlaðan endist í allt að 11 daga í Smartwatch stillingu eða 21 tíma með GPS stillingu.
Öryggiseiginleikar
Ef úrið nemur óhapp er staðsetningu þinni deilt með neyðartengiliðum þínum.
Hver er munurinn á Vivoactive 5 og Venu 3?
Garmin gefur út ný snjallúr reglulega en Vivoactive 4 kom út árið 2019 svo biðin eftir Vivoactive 5 var löng. Bæði Vivoactive 5 og Venu 3 eru með innbyggt GPS, OLED skjá og mikið af möguleikum tengt heilsu, lúr-nemi og sérstakar stillingar fyrir fólk í hjólastól. En hér fyrir neðan eru helsti munurinn á þessum tveimur Garmin snjallúrum.
Stærð og þyngd
Venu 3 kemur í tveimur stærðum 45mm og 3s útgáfn er 41mm en Vivoactive 5 kemur í einni stærð, 42,2mm. Vivoactive er léttara en báðar Venu 3 útgáfunar, aðeins 36gr með ól og ástæðan fyrir því er að Vivoactive 5 er út áli en Venu 3 úr stáli. Stál er mun harðari málmur, rispuvarin og einnig þyngri.
Bæði úrin eru með 5ATM vatnsvörn og með Gorilla Glass 3 skjávörn.
Hljóðnemi og hátalari
Venu 3 er með hljóðnema og hátalara sem gefur þér möguleika á að svara símtölum í gegnum úrið en þú þarft engu að síður að vera tengd/ur við snjallsímann í gegnum Bluetooth. Garmin snjallúrin eru ekki með LTE möguleika, möguleika á að setja SIM kort í úrið.
Hátalarnir á Venu 3 geta einnig spilað tónlist og gefið þér áminningu í æfingu. Vivoactive 5 getur spilað tónlist en aðeins í heyrnartól sem þú tengir úrinu með Bluetooth.
Fullkomnari skrefamælir
Garmin Vivoactive 5 er ekki með hæðamæli sem er að finna í Venu 3 úrinu, sem þýðir að þú færð ekki fullkomna skrefamælingu, t.d. ef þú ert að fara upp stiga eða upp á hæð.
Hjartsláttamælir
Venu 3 er með nýjustu útgáfu af hjartsláttamæli frá Garmin sem inniheldur 6 LEDs sem tryggir nákvæmari mælingu sérstaklega þegar þú ert í æfingu en Vivoactive 5 hefur 2 LEDs og fjóra ljósnema. Venu 3 getur því verið nákvæmari í vissum aðstæðum en mælitækni í Vivoactive 5 hefur einnig fengið lof fyrir frammistöðu, enda með sömu tækni og í Fenix 7.
Ertu hjólagarpur?
Ef þú ert einhver sem æfir oft á hjóli ættir þú að íhuga að kaupa Venu 3 frekar en Vivoactive 5 þar sem Venu 3 er með sér stillingar fyrir hjól og möguleika að tengjast Power meters, just cadence and speed sensors. (ísl. hraðmælum).
Tvöfalt meira geymslurými í Venu 3
Þú færð 4GB geymslurými í Garmin Vivoactive 5 en 8GB í Garmin Venu 3. Hvorug úrin styðja niðurhal á kortum sem er oft helsta ástæðan fyrir að GB skiptir máli. En í Vivoactive 5 og Venu 3 getur þú sótt Spotify lagalista til að spial án nettengingar og án snjallsíma. Svo meira geymslurými þýðir meiri tónlist, hljóðbækur og hlaðvörp.
Það er stór punktur að bæði þessi út styðja niðurhal á lagalistum frá Spotify svo þú getur farið út að hlaupa eða í göngu án þess að taka símann með, þú tengir bara bluetooth heyrnartólin við úrið.
Rafhlöðuending
Venu 3 er með rafhlöðu sem endist í allt að 14 daga* og Vivoactive 5 endist í allt að 11 daga*. Athugið samt að Venu 3s útgáfan (sem er 41mm á stærð) er með minni rafhlöðu, og endist hún í allt að 10 daga*.
*Miðað við að slökkt er á GPS
Þú getur séð verð og útgáfur af Vivoactive 5 og Venu 3 í vefverslun ELKO.