ELKO var styrktaraðili HRingsins í ár og var keppt í Counter Strike: Global Offensive, Fortnite, League of Legends, Rocket League og Starcraft II. Möguleiki var að mæta á staðinn og spila án þess að taka þátt í mótinu.
Mótið fór fram í Háskólanum í Reykjavík helgina 9. til 11. ágúst.
Undanúrslitin í Counter Strike voru alveg sérstaklega spennandi, ríkjandi Lenovo-deildar meistarar í CS:GO gerðu jafntefli í þriðja leik gegn Fylki í Best of three (bo3) svo þriðji leikurinn var framlengdur um 6 umferðir og það varð aftur jafntefli og þurfti að framlengja í annað skipti.
Úrslit
Hér fyrir neðan eru upplýsingar um vinningshafa mótsins.
Counter-Strike: Global Offensive
Sigurvegarar ELKO-mótsins í Counter-Strike: Global Offensive á HRingurinn 2019 eru Dusty, ríkjandi meistarar Lenovo-deildarinnar. Þeir unnu hina efnilegu U19 í úrslitum og taka 200.000 króna verðlaunin heim. Lið KR.esports var í þriðja sæti.
- Dusty
- U19
- KR
League of Legends
League of Legends mótið var ekki síður spennandi og voru það The Bad Habit show sem að fóru með sigur af hólmi gegn DaddyC00L og fengu í sinn hlut 150.000 krónur! Þriðja sætið hrepptu KR.esports.
- The Bad Habit Show
- DaddyC00L
- KR
Fortnite
Sigurvegari Fortnite mótsins er nýjasti leikmaður KR.esports, Dagur Brabin Hrannarsson, og voru í öðru og þriðja sæti Magnús Þór “Evade” Ólafsson og Natan Berg “Yatzy” Arnarsson.
- Dagur Brabin Hrannarsson
- Magnús Þór „Evade“ Ólafsson
- Natan Berg „Yatzy“ Arnarsson
Rocket League
- sæti: Deja Vu
- sæti: Lightspeed Species
- sæti: The Three Rocketeers
Starcraft II
- sæti: Sölvi “Cluster” Hjaltason
- sæti: Viktor Árni “Kronos” Eiðsson
- sæti: Guðmundur Örn “GummiSan” Sigurþórsson
Fylgstu með HRingnum á Facebook til að fá áminningu fyrir næsta mót