
Huawei D2 – Snjallúr með Blóðþrýstingsmæli
25.07.2025Þarftu að fylgjast með blóðþrýstingum reglulega? Þá verður Huawei D2 kannski næsta snjallúrið þitt.
Haltu þér í formi með háþróaðri íþróttamælingu og fáðu dýrmæta innsýn í heilsufarið með púlsmæli, súrefnismettunarskynjara (SpO2) og nákvæmri blóðþrýstingsmælingu. Fylgstu með svefnvenjum með TruSleep og stjórnaðu streitustigi með öndunaræfingum. Með Bluetooth tækninni geturðu verið tengdur við snjallsímann þinn, tekið á móti tilkynningum og stjórnað tónlistinni beint af úlnliðnum.
Huawei Watch D2 keyrir á HarmonyOS stýrikerfi og styður víðtæka tengingu við bæði Android og iOS tæki. Rafhlöðuendinginn er einn af stóru punktunum, allt að 7 daga rafhlöðuending.
- Fylgst með púlsi, blóðþrýstingi, svefni og daglegum hreyfingum
- Taktu á móti tilkynningum og símtölum
- Þú getur stillt áminningar og stýrt tónlist í gegnum úrið
- GPS staðsetning án þess að þurfa síma

Hönnun
Watch D2 er með stórum og björtum 1,82 tommu AMOLED-snertiskjá með 408 x 480 punkta upplausn. Hann býður upp á nákvæmt og notendavænt viðmót, skýra liti og djúpa svarta tóna. Úrið sjálft er úr endingargóðri álblöndu sem hefur fallega og fágaða ásýnd.
Tveir litir eru í boði; Svartur og gylltur.


2-í-1 hönnun á 26,5mm ólin er með vélrænum loftpúða sem passar snyrtilega undir ólina. Loftpúðinn blæs auðveldlega upp þgar þú vilt nota úrið til að mæla blóðþrýsting.
Veldu þitt útlit
Sérsníddu úrið að þínum stíl með fjölbreyttu úrvali af skjámynd. Veldu úr allskonar hönnun í verslun úrssins og stilltu upplýsingar sem birtast á skjánum. Þannig færðu persónulega og einstaka upplifun.

Heilsumælingar
Huawei Watch D2, sameinar glæsilega hönnun, öfluga heilsumælingatækni og nýjungar sem henta jafnt heilbrigðisvitundum einstaklingum sem og tækniáhugafólki. Snjallúrið einkennist af áherslu á heilsumælingar á borð við blóðþrýsting og svefn, sem gerir það að öflugum félaga í daglegu lífi og vellíðan.

Blóðþrýstingamælir
Ein af helstu nýjungum Huawei Watch D2 er innbyggður blóðþrýstingsmælir, sem gerir úrið einstakt á markaðnum. Með innbyggðum loftpúða sem blæs út líkt og hefðbundið blóðþrýstingsmælir, mælir úrið systólískan og díastólískan þrýsting (efri og neðri mörk) með mikilli nákvæmni.
Notandinn fær leiðbeiningar á skjánum og mælingin tekur aðeins örfáar sekúndur. Þessar mælingar eru síðan skráðar í Huawei Health appið þar sem hægt er að fylgjast með þróun, setja viðmið og jafnvel deila gögnum með lækni ef þörf krefur.
Svefnmælingar
Huawei Watch D2 notar háþróaða TruSleep™ 3.0 tækni til að greina svefn. Úrið greinir svefntíma, gæði svefns, REM svefn, djúpsvefn og léttan svefn. Það veitir ítarlega greiningu og gefur ráðleggingar til að bæta svefnvenjur.
Einnig getur úrið greint öndunartruflanir í svefni- og bent á hugsanleg merki um svefnapnea – sem gerir það öflugt tæki fyrir þá sem vilja bæta svefn og heilsu almennt.


Rafhlaðan
D2 snjallúrið er með 524 mAh lithium-polymer rafhlöðu sem endist lengi eða allt að 7 daga.
Hvort sem þú ert að fylgjast með æfingum, heilsu eða tilkynningum tryggir rafhlöðuendingin að daglegt líf raskist ekki. Rafhlaðan endist allt að fimm daga, eftir notkun. Einnig styður úrið þráðlausa hleðslu og tekur aðeins tvo tíma að hlaða það að fullu.
Nánar um blóðþrýstingsmælinn
-
Gakktu úr skugga um að tækið sitji þétt og rétt á úlnliðnum. Ef þetta er fyrsta blóðþrýstingsmælingin þín með tækinu geturðu fengið ráð með því að snerta Mælingarleiðbeiningar og skanna QR kóðann sem birtist á skjá tækisins.
-
Ýttu á Upp hnappinn til að fara í applistann og veldu síðan Blóðþrýsting. Ef þetta er fyrsta blóðþrýstingsmælingin þín með tækinu skaltu snerta Næsta.Ef þú hefur stillt Niður hnappinn sem flýtileið að blóðþrýstingsmælingum geturðu síðan ýtt á Niður hnappinn til að fara í mælingaskjáinn.
-
Veldu svið sem á við um ummál úlnliðsins og farðu í Next > Next
-
Gakktu úr skugga um að handleggurinn sem þú berð úrið á sé stöðugur, með olnbogann beygðan og lófann að brjósti þínu. Úlnliðurinn og lófinn ættu að vera náttúrulega afslappaðir. Haltu þessum olnboga með hinum lófanum, þannig að úrið sé í hæð við hjartað en ekki þrýst á brjóstið. Haltu báðum fótum flötum á jörðinni. Forðastu að krossleggja fæturna.
-
Á skjánum skaltu ýta á Mæla. Skoðaðu niðurstöðuna eftir að mælingunni er lokið. Þú getur einnig tvísmellt á Niður-hnappinn á úrskjánum til að hefja mælingu strax.
Rétt líkamsstaða / staðsetning á hendi á meðan blóðþrýstingur er mældur.

Röng líkamsstaða á meðan blóðþrýstingur er mældur.

Ef loftpúðinn blæs út of hægt
Fylgdu eftirfarandi skrefum til að þrífa loftinntak og loftúttak.
- Fjarlægðu stuttu ólina (hlutann með spennunni) og haltu löngu ólinni og loftpúðanum.
- Láttu afturhluta úrsins snúa upp, brjóttu löngu ólina og loftpúðann hinum megin á skjáinn og haltu þeim með lófanum.
- Dýfðu bómullarpinna í viðeigandi magn af sápu og vatni og strjúktu loftsíuna hægt fram og til baka 20 sinnum eftir styttri brún úrsins (ekki með of miklum krafti, annars gæti loftsían dottið af), þar til loftsían er hrein.

Viltu leyfa öðrum að nota blóðþrýstingsmælinn?
- Strjúktu upp á skjánum fyrir mælingar til að fá aðgang að ‘More’ og síðan:
- Veldu ‘settings’ til að stilla ummál úlnliðsins, æskilega mælieiningu og aðrar upplýsingar.
- Veldu ‘Guest measurement’ (ísl. Gestamælingu) til að fara í gestastillingu fyrir blóðþrýstingsmælingar.