Fróðleikur

Huawei snjallúrið Watch Fit 4

31.07.2025

Tíska fyrir virkan lífsstíl

Öflugar íþróttastillingar | Tilfinningalegur vellíðunarhjálpari
Allt að 10 daga rafhlöðuending


Létt og þægileg hönnun

Allt að 10 daga rafhlöðuending

Full hleðsla á 75 mínútum.

Þægindi í daglegu lífi

Hannað fyrir þægindi í hversdagsleikanum

Virkar með iOS og Android

Tækið er samhæft við snjalltæki með iOS og Android stýrikerfum


Slétt og glæsilegt

Vertu með töfrandi úr sem er bæði fágað og stílhreint, aðeins 27 grömm að þyngd og einungis 9,5 mm að þykkt. Glæsileg hönnun þess er með þrívíðu vængjalíku útliti sem grípur augað og heillar.

Fallegir litatónar

Hvítt

Húðvænt flúorgúmmí sem lítur frábærlega út með hvaða klæðnaði sem er.

Fjólablátt

Mjúkt, vatnshelt og endingargott flúorgúmmí, fullkomið fyrir öll tilefni.

Svart

Létt og loftgott úr sem mótast vel að úlnliðnum með nákvæmri og þægilegri aðlögun.


Fjölbreytt útlit

Með fjölda hönnunarvalkosta og stillanlegum stílum og eiginleikum finnur þú alltaf nýjar leiðir til að tjá þig, hvort sem það er gæludýr með tilfinningaþema, listaverk eins og Arctic Rays eða Dusk Silhouette, eða þitt eigið gallerý.

Styður ýmsa hreyfingu

Úrið styður við ýmsar æfingar, allt frá fjallgöngu og gönguferðum, yfir í skíðaiðkun, stigaæfingar og utanvegahlaup.

Watch Fit 4 er hannað fyrir þá sem þrá ævintýri


Með öflugri loftvog færðu aðgang að háþróuðum gögnum eins og hæð yfir sjávarmáli, samanlagðri hækkun og loftþrýstingi, fullkomið fyrir þá sem vilja kanna nýjar slóðir með innsýn og nákvæmni í farteskinu.

Öflug veðurmæling! Stormurinn læðist að en þú ert skrefi á undan, með háþróaða öfluga loftvog sem nemur breytingar í umhverfinu. Úrið fylgist nákvæmlega með breytingum í loftþrýstingi og veitir stormviðvörun áður en veðrið skellur á.

Farðu út í óvissuna með úr sem fylgist með þér hvert skref búið nýrri og öflugri loftvog sem veitir þér rauntímagögn á borð við samanlagða hækkun, takthraða, vegalengd, hjartslátt, hitaeiningabrennslu, hæð yfir sjávarmáli og sjálfvirka leiðarakningu.

Upplifðu útivistarævintýrin aftur og skipuleggðu markvissari æfingar fram í tímann, með hjartsláttargreiningu og leiðarakningu beint við fingurgómana.


Nákvæmari íþróttagögn þökk sé enn betri staðsetningar­tækni

Utandyraæfingar eins og göngur, hlaup, hjólreiðar, fjallganga og áttavitaferðir skila nú dýpri og nákvæmari mæligögnum sem styðja við markvissa og vísindalega þjálfun.

HUAWEI Sunflower Positioning System

Njóttu nákvæmrar staðsetningar með HUAWEI Sunflower Positioning System, sem þekkir jafnvel hvaða hreyfingu þú ert að stunda.

Fáðu áreiðanleg líkamsræktargögn með nákvæmri staðsetningu. Njóttu gagnasöfnunar sem nær yfir staðsetningu, vegalengd, hraða og leið – allt stutt af nákvæmri staðsetningartækni. Þú færð einnig persónubundin ráð sem hjálpa þér að ná þínum hámarksárangri.

Þú veist nákvæmlega hvar þú ert! Hvert skref, hver sekúnda hvort sem þú ert í borginni eða á fjallaslóðum.

Hvert skref með sjálfstrausti
með nákvæmri staðsetningu og leiðsögn í rauntíma verður ferðalagið þitt öruggt og straumlínulagað frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Kortleggðu ferðirnar þínar með litamerktri leiðarakningu
Sjáðu hvar þú hefur verið og hvert þú ert á leið. Þú getur jafnvel hlaðið niður eða flutt inn leiðir fyrirfram svo þú haldir þig á réttri braut og sért undirbúin(n), jafnvel án nettengingar.


Taktu hverja öldu og sigrastu á hverri áskorun

Með háþróaðri leiðarakningu fyrir sjö helstu vatnaíþróttir geturðu bætt leikni þína og lagt í leiðangur þar sem fáir hafa farið áður.

Fyrsta vatnaíþróttaleiðarakning sinnar tegundar. Vertu á réttri braut með rauntímagögn úr æfingum, eins og leið, hraða og vegalengd, allt knúið áfram af áreiðanlegri GPS-staðsetningu úr úrinu sjálfu.

Vertu á toppnum með rauntímagögnum úr líkamsræktinni þar á meðal hraða og vegalengd, og njóttu gagnlegra samantekta eftir æfingar og leiðarakninga sem hjálpa þér að fínstilla tækni þína.


Lyftu líkamsræktinni á næsta stig

Upplifðu uppáhalds æfingarnar þínar á nýjan og öflugri hátt með sérsniðnum æfingaáætlunum, gervigreindarstyrktri þjálfun og gagnadrifinni greiningu fyrir yfir 100 tegundir líkamsræktar.


Ný virkni, alltaf við höndina

Hlaupgreining:

Greining á hlaupstækni fylgist með háþróuðum gögnum eins og jafnvægi í snertitíma við jörð og lóðréttri sveiflu, og veitir ráðleggingar til að hjálpa þér að fínstilla hlaupaformið og draga úr meiðslum.

Hjólreiðar:

Þegar hjólaæfing er ræst á úrinu opnast Huawei Health appið sjálfkrafa og breytir símanum þínum í hjólatölvu. Þú getur einnig virkjað hjólreiðastillingu í Huawei Health appinu og fengið rauntímagögn bæði í síma og úri.

Hitastjórnun og kaloríur:

Fylgstu með hitaeiningum inn og út með Stay Fit appinu þar sem það er leikur einn að skrá máltíðir á úrinu, þökk sé nýju og betrumbættu fæðubókasafni. Hitaeiningainntaka og orkuskortur eru skráð sjálfkrafa fyrir þig.


Settu dagleg markmið fyrir hreyfingu, æfingar og upprisu og gerðu heilbrigðan lífsstíl að hluta af daglegu lífi. Þegar þú heldur áfram í gegnum daginn og nálgast markmiðin færðu áminningar og hvatningu sem styðja þig við að viðhalda heilbrigðum lífsstíl.


Heilsan þín undir eftirliti allan sólarhringinn

Úr sem skilur þig

Emotional Wellbeing appið fylgist með tilfinningum þínum, hvort sem þær eru jákvæðar, hlutlausar eða óþægilegar og veitir djúpa innsýn í andlega heilsu.

Námskeið fyrir andlega vellíðan

Stress eða depurð? Strjúktu til vinstri á skjánum í Emotional Wellbeing appinu til að hefja öndunaræfingu eða létta líkamsrækt og fáðu hugann og líkamann aftur í jafnvægi.

Innsýn í andlega vellíðan

Sjáðu tilfinningar þínar greindar niður á dag, viku, mánuð og ár og fáðu sérsniðin ráð um svefn og líkamsrækt til að halda líkama, huga og sál í jafnvægi.

Skífur sem endurspegla skapið þitt

Sjáðu skap þitt speglast í andliti dásamlegra gæludýra og fylgstu með hvernig tjáning þeirra breytist til að endurspegla þitt eigið hugarástand.

Heilsuinnsýn beint á úlnliðnum

Skoðaðu Health Insights appið í fyrsta sinn í HUAWEI WATCH FIT 4 línunni og fáðu dýpri leiðsögn að heilbrigðari lífsstíl. Þar finnur þú ráðleggingar um streitustjórnun, betri svefn og hvernig þú getur hámarkað árangur í líkamsrækt.

Svefntengd heilsa

Fylgstu með hversu vel þú hefur sofið og hvernig þú hefur náð bata eftir þreytu og streitu með nýrri innsýn frá háþróuðum mælikvörðum eins og meðaltal HRV í svefni og viðvörunum um óeðlilega öndun.

Hjartsláttur og súrefnismettun

Vertu í takti við hjartsláttinn þinn jafnvel á hlaupum eða í líkamsrækt og fáðu nákvæmar og tímanlegar mælingar á hjartslætti og súrefnismettun (SpO₂).

Tíðarhringjadagatal

Skráðu tíðirnar þínar auðveldlega og fylgstu með tíðahringnum frá upphafi til enda með aðgengilegu dagatalssniði. Fáðu áminningar um blæðingar og áætlaða frjósemisdaga svo þú sért alltaf undirbúin.

Heilsufærslur fyrir alla fjölskylduna

Búðu til heilsusamfélag fyrir þá sem þér þykir vænt um og fylgstu með hjartslætti, súrefnismettun, daglegum skrefafjölda og svefngæðum allt á einum þægilegum stað.


HUAWEI Health+

Upplifðu hámark stafrænnar vellíðunar með HUAWEI Health+ og fáðu aðgang að úrvali hágæða þjónustu, allt frá snjallri þyngdarstjórnunarþjálfun og sérsniðnum matarplönum til líkamsræktarþjálfunar.


Heill heimur í hendi þér

Bluetooth-símtöl

Svaraðu símtölum með einni snertingu, án þess að þurfa að ná í símann (Þarf að vera tengt í gegnum Bluetooth).

Hraðvirk svör

Svaraðu samstundis með rödd-í-texta umbreytingu og skemmtilegum tjáningartáknum.

Skjámyndir

Ýttu samtímis á efri og neðri hnappana til að taka skjámynd af úrskjánum og farðu síðan í myndasafnið í símanum þínum til að deila henni.

Fjartengi fyrir myndavél

Taktu myndasjálfu með símanum beint frá úlnliðnum, þægilega og án fyrirhafnar.

Raddminnisblokk

Þarftu að punkta eitthvað fljótt niður? Lyftu bara úlnliðnum og talaðu. HUAWEI WATCH FIT 4 sér um afganginn.


Hlauptu frjáls

Orka fyrir heilan dag á aðeins 10 mínútum þökk sé seinni kynslóðar af HUAWEI WATCH Wireless SuperCharger.

Hleðslutímar:


🔋 75 mínútur – Full hleðsla
🔋 10 dagar – Hámarksending rafhlöðu
🔋 7 dagar – Meðalending rafhlöðu


HUAWEI Fit 4 er stílhreint og létt snjallúr sem sameinar glæsilega hönnun og snjalla heilsutækni. Með fjölbreyttum æfingastillingum, rauntímahvatningu og nákvæmri staðsetningu er það tilvalinn félagi fyrir virkan lífsstíl. Hvort sem þú ert að æfa, slaka á eða einfaldlega halda utan um heilsuna – þá heldur Fit 4 þér á réttri braut, allan daginn.

Skoða úrið á elko.is með því að smella HÉR


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.