Fróðleikur

Hvað er gott að hafa í huga við val á snjallúri

14.02.2023

Hvernig velur þú snjallúr?

Snjallúr, púlsmælir, heilsuúr, líkamsræktarúr, GPS-úr – úrið hefur ýmis nöfn. Snjallúr geta hjálpað þér við að auka drifkraft og æfa rétt. Á æfingu getur þú til dæmis séð hraðann, vegalengd og púlsinn en eftir æfingu getur þú svo lagst upp í sófa og skoðað upplýsingarnar eftir æfingu dagsins. Jafnvel þegar þú ert ekki að æfa er heilsuúrið gagnlegt tæki fyrir heilbrigðari lífsstíl þar sem það getur mælt hvíldarpúls, svefngæði og almenna hreyfingu yfir daginn. Oft er heilsuúrum og snjallúrum blandað saman þar sem mörg úranna á markaði falla undir báða flokka en ekki eru öll heilsuúr snjallúr og öfugt.

Í þessu bloggi gefum við þér ráð um mikilvægustu eiginleika sem snjallúr ætti að hafa og hvað hafa þarf í huga við kaupin.

Hvaða tegund af heilsuúri ætti ég að velja?

Við kaup á nýju heilsuúri handa þér eða sem gjöf, þá eru nokkur atriði sem þú þarft að huga að við kaupin. Til dæmis ættir þú að huga að hvaða öpp þú vilt nota með úrinu og hversu lengi það verður notað. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað þér að velja næsta snjallúr. Sjá öll snjallúr

Íþróttaprófíll

Hvaða úr hentar þér fer eftir því hvaða íþróttagrein þú stundar. Öll snjallúr með íþróttaeiginleika koma með nokkrum tilbúnum sniðum sem eru aðlöguð að mismunandi athöfnum, svo sem hlaupum, hjólreiðum, golfi eða styrktarþjálfun. Ef þú ert að hlaupa þá mun úrið til dæmis sýna hraða, vegalengd og tíma. Gott heilsuúr fyrir sundi ætti að skrá hjartslátt og ekki síst vegalengd í bland við hraða og sundloft.

Í flestum úrum er hægt að sækja allt það nýjasta sem viðkemur íþróttum svo úrið getur mælt árangur þinn miðað við þá hreyfingu sem þú stundar, og því er mikilvægt að skoða hvort þín íþróttagrein sé þar að finna. Gott er að hafa þetta í huga við kaupin á nýju snjallúri.


Púlsmæling

Á flestum snjallúrum er gefinn sá möguleiki að mæla hjartslátt. Púlsmæling getur verið góð leið til að mæla styrk þjálfunarinnar og gefur þér upplýsingar um álag  allan tímann meðan á æfingu stendur. Hægt er að mæla púlsinn með úri eða með hjartsláttarbelti, sem spennt er um bringuna.

Púlsmæling, sem er innbyggð í úrið, er nákvæmari þegar hún er tengd við belti í gegnum Bluetooth þar sem beltið situr nær hjartanu. En ef æfingin felur ekki í sér of mikinn hristing þá er tæknin í nýrri gerðum úra orðin það góð að þú nærð nokkuð nákvæmri mælingu úr úrinu.


GPS og leiðsögn

Snjallúr með GPS geta hjálpað þér að finna réttu leiðina með leiðsögn meðan þú æfir. Sum heilsuúr gera þér kleift að sjá heil kort til að rata auðveldlega eftir meðan önnur sýna einfaldari kort sem sýna einungis útlínur leiðarinnar eða aðeins þá átt sem þú komst úr og hvar endalínan er. Eftir það getur þú notað GPS-tæknina til að greina æfinguna með nákvæmum upplýsingum um leiðina sem þú fórst. Mismunandi er eftir úrum hvort þau eru með innbyggt GPS eða nýta tengingu við snjallsímann til að fá staðsetningu.

Nokkur snjallúr eru einnig með innbyggðum mæli sem mælir loftþrýsting í mismunandi hæð. Þetta þýðir að þú getur fengið upplýsingar um hversu marga metra þú hefur þegar farið og átt eftir. Þetta getur verið sérstaklega snjallt ef þú ert á skíðum, að klifra, í fjallgöngu eða hoppa með fallhlíf.


Spila tónlist

Sum snjallúr gera þér kleift að geyma og spila tónlist eða hlusta á hlaðvörp og tengja heyrnartól beint við úrið í gegnum Bluetooth. Þá getur þú skilið farsímann eftir heima þegar þú ferð út að hlaupa og hlustað á uppáhaldsefnið þitt beint úr úrinu.

Dæmi um úr sem styðja það eru Garmin Venu SQ Music, Garmin Fenix, Garmin Venu 2, Garmin Epix og Samsung Galaxy Watch5.


Með greiðslukortið á úlnliðnum

Hversu þægilegt er að fara út að hlaupa eða í göngutúr og geta komið við í kaffihúsi og leyft sér einn kaffibolla án þess að þurfa að hafa veskið eða snjallsíma með. Þjónustur eins og Garmin Pay, Google Wallet og Apple Pay gefa eigendum snjallúra möguleika á að setja upp og vista greiðslukort í úrinu. Valin snjallúr frá Garmin (Venu, Vivoactive, Vivomove, Fenix, Approach, Epix) hafa Garmin Pay möguleika. Google Wallet er aðgengilegt í Samsung Galaxy Watch5 og Watch4 og Apple Pay í Apple Watch snjallúrum.


Slakaðu á

Auk þess að fylgjast með æfingu og hreyfingu getur heilsuúrið einnig gefið endurgjöf um hvíld og hreyfingarleysi. Nokkur heilsuúr geta til dæmis fylgst með svefninum og gefið þér endurgjöf og ábendingar sem geta hjálpað þér að sofa betur. Sum úr gera þér einnig kleift að stjórna streitu betur með hjálp róandi öndunaræfinga. Flest úr eru einnig með virknimæli sem nemur þegar þú hefur setið kyrr of lengi og gefur þér áminningu um að standa upp og hreyfa þig.


Samhæfni við forrit

Að æfingu lokinni er kominn tími til að slaka á og greina æfingu dagsins. Fyrir marga er þetta einmitt eitt það skemmtilegasta og mest hvetjandi við heilsuúrið. Hægt er að velja á milli nokkurra appa sem geta hjálpað þér að fá yfirsýn yfir þjálfun þína og tölfræði. Hvort sem þú ert að æfa fyrir keppni sem þú ætlar að taka þátt í eða vilt ná persónulegum markmiðum, þá veitir úrið gagnlegar upplýsingar og innblástur.

Strava, Runtastic, Tacx , Fiton og Runkeeper eru nokkur af vinsælustu þjálfunaröppunum. Flestir framleiðendur eru líka með sín eigin öpp eins og Garmin Connect, Polar Flow eða Samsung Health appið. Áður en þú kaupir heilsuúr er gott að athuga hvaða öpp úrið er samhæft við og hvort þér líkar þau. Vinsamlegast athugaðu að áskrift sumra þessara appa er dýr.


Skjár og takkar

Þegar þú ert í miðri erfiðri æfingu er sérstaklega mikilvægt að snjallúrið sé auðvelt í notkun. Takkar geta auðveldað stjórn á úrinu og auðveldað notkun en hanskar og blautir fingur geta verið vandamál.

Þar sem skjárinn er lítill er þeim mun mikilvægara að það sé auðvelt og skýrt að horfa á hann og að hægt sé að stilla birtustigið – jafnvel í sólarljósi. Þú getur venjulega stillt bakgrunninn, sem getur einnig hjálpað til við sýnileika.


Rafhlöðuending

Ef nota á úrið í marga klukkutíma í senn, til dæmis í langri gönguferð, er endingartími rafhlöðunnar afar mikilvægur. Aðgerðir eins og GPS og púlsmæling tæma rafhlöðuna fljótt. Þetta er líka raunin ef úrið er tengt við farsímann með Bluetooth. Því er skynsamlegt að hugsa um hversu oft þú getur þolað að hlaða úrið. Þú getur auðvitað slökkt á þessum aðgerðum til að spara orku, en fyrir venjulegar, styttri æfingar er það ekki nauðsynlegt.


Úrval af ólum

Mörg úr gera þér kleift að skipta um ól á úrinu og velja úr mismunandi litum og efnum. Fyrir æfingar er gúmmí- eða sílíkonól, sem þolir svita vel, góð hugmynd. Mikilvægt er að úrið passi vel og ef þú færð tækifæri til að prófa úrið getur þú prófað hvað er þægilegast fyrir þig. Ef þú vilt mæla hjartsláttinn ætti úrið að vera tiltölulega nálægt.

Sjá ólar og annan aukabúnað


Vatnsþéttileiki

Flest snjallúr sem eru hönnuð fyrir íþróttir eru vatnsheld, en athugaðu vel og vandlega hversu mikið. Lág IP vottun ræður vel við svita og hlaup í rigningunni en ef nota á úrið í sundi þarf IP vottunin að vera hærri. Ef þú ætlar að kafa með úrið ættirðu líka að fylgjast sérstaklega vel með því hversu mikinn þrýsting úrið þolir. Vatnsþolið getur líka verið mismunandi ef þú ætlar að vera með úrið í klór- eða saltvatni. Einnig er rétt að taka fram að vatnsheldnin versnar með tímanum vegna áhrifa sápu, hita og svita.


Heilsuúr fyrir börn

Það getur verið skemmtileg og hvetjandi leið fyrir barnið að fá heilsuúr til að fá aðeins meiri hreyfingu inn í daglegt líf. Það getur verið eins einfalt og að telja skref, en einnig getur verið gaman að leyfa barninu að sjá hversu hár hjartsláttur var á fótboltaæfingunni eða hversu stuttan tíma það tók að ganga í búðina. Ef ætlunin er að kaupa heilsuúr fyrir barnið er sérstaklega mikilvægt að það sé auðvelt og þægilegt í notkun. Þú gætir líka viljað úr sem er vatnshelt og höndlar vel högg.

Sjá úr fyrir börn


Smelltu hér til að skoða öll snjallúr á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.