
Insta360 X5 360 gráðu myndataka
28.08.2025Nýjasta flaggskipið frá Insta360, X5, setur ný viðmið í heimi 360° myndavéla. Hún sameinar háþróaða tækni, kraftmikla myndgæði og einfaldleika í notkun sem hentar jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Hvort sem þú ert að taka upp myndbönd í skíðaferðalagi, hjólaferð eða í brúðkaupi, þá gefur Insta360 X5 þér frábært myndefni sem skemmtilegt er að deila.
Insta360 X5 er ekki aðeins 360° myndavél, hún býður einnig upp á hefðbundna 4K60fps upptöku í Single-Lens Mode og 72MP ljósmyndir fyrir ótrúlega nákvæmar 360° myndir. Með hjálp snjallra AI-verkfæra í Insta360 appinu og Studio hugbúnaðinum geturðu auðveldlega endurrammað, fylgt viðfangsefnum og haldið sjóndeildarhringnum beinum í eftirvinnslu.
Notkun og fjölbreytni
Insta360 X5 er hönnuð fyrir þá sem vilja festa einstök augnablik – hvort sem það er á ferðalögum, íþróttum, ævintýrum eða einföldum daglegum vloggum. Með 360° upptöku er hægt að ná öllu umhverfinu í einu og velja besta sjónarhornið eftir á. Það þýðir að þú missir aldrei af augnablikinu, sama hvar það gerist í rammanum.
Þessi myndavél er vatnsheld allt að 10 metra dýpi án aukabúnaðar og er því tilbúin í snjó, sjó og stormi. FlowState stöðugleikakerfið og 360° Horizon Lock tryggja jafnar og stöðugar upptökur, sama hversu mikil hreyfing er í gangi.
Hún hentar sérstaklega vel til að:
- Taka upp útivistarævintýri eins og hjólreiðar, fjallgöngur eða snjóbretti.
- Framleiða skapandi efni fyrir samfélagsmiðla.
- Nota í fagleg verkefni þar sem fjölbreytt sjónarhorn eru lykilatriði.

Mynd: án og með Aquavision 2.0
Nýjir möguleikar fyrir skapandi notendur
Invisible Selfie Stick: gerir það að verkum að stangir hverfa úr myndbandinu, sem gefur áhorfandanum tilfinningu fyrir drónaflugi.
Meiri stöðugleiki: FlowState 2.0 stöðugleikakerfið heldur upptökunni mjúkri og stöðugri í öllum aðstæðum.
Myndgæði: X5 býður upp á háskerpuupptöku með meiri dýpt og litum en fyrri útgáfur.
Instaframe mode: Með Smart Flat video getur þú fengið frábær myndbandagæði með því að velja annað hvort ‘Selfie View’ eða ‘Fixed view’ áður en þú hefur myndatöku. Taktu upp 360° myndband á sama tíma. Á sama tíma og þú tekur upp ‘Flat video’ tekur vélin upp 360° myndband sem fangar augnablikið á allt öðruvísi máta, tilbúið til að klippa til og búa til myndband af minningum.
Shot Lab
Er markmiðið að ná athygli á samfélagsmiðlum? Með Shot Lab getur þú fengið þér Pro-Level áskrift sem gefur þér möguleika að breyta og klippa myndbönd með AI.
Rafhlaðan
Nýja rafhlaðan í Insta360 X5 tryggir lengri upptöku en áður. Hún býður upp á allt að 135 mínútna samfellda upptöku (fer eftir stillingum), sem er sérstaklega þægilegt fyrir lengri ævintýraferðir. Hraðhleðsla tryggir að þú getir hlaðið rafhlöðuna hratt upp á milli tökna og haldið áfram að mynda án þess að þurfa að bíða lengi.
Taktu upp, klipptu, deildu
Sterkasta vopn Insta360 er appið sem fylgir. Insta360 appið býður upp á sjálfvirka klippingu, gervigreindartól og fjölbreytt filtera sem gera upptökur tilbúnar til deilingar á örfáum mínútum. Með „Auto Frame“ finnur appið sjálft bestu sjónarhornin í upptökunni og býður upp á Quick Edit möguleika fyrir þá sem vilja spara tíma.
Þetta gerir það að verkum að jafnvel þeir sem hafa litla sem enga reynslu af myndvinnslu geta samt sem áður sett saman fagleg og spennandi myndbönd.
Hljóð – betra með Insta360
Vindur? Hvaða vindur? Hvort sem þú ferð á slóðum eða öldum, þá er hljóðið þitt kristaltært. Nýja vindvörnin með stálneti þaggar niður í vindhviðum eins og þær hafa aldrei verið á tökustað.
Hægt er að tengja Insta360 Mic Air við vélina
Insta360 X5 er samhæfð við Insta360 Mic Air þráðlausan hljóðnema sem tryggir skýrt og kraftmikið hljóð, hvort sem þú ert að taka upp vlogg, viðtöl eða ferðasögur. Hljóðneminn er auðveldur í notkun, tengist beint við vélina og veitir verulega betri hljóðupptöku en innbyggðir hljóðnemar. (Mic Air seldur sér)
Insta360 X5 er ekki bara 360° myndavél – hún er heill sköpunarvettvangur fyrir þá sem vilja festa lífið á einstakan hátt. Með lengri rafhlöðuendingu, öflugri klippitólum og möguleika á að bæta við Mic Air hljóðnema, er hún frábær kostur fyrir alla sem vilja taka næsta skref í myndbandsgerð.
Smelltu hér til að skoða Insta360 myndavélar og aukahluti á elko.is.
Insta360 studio – öflugt klippuforrit
Insta360 Studio er ókeypis klippiforrit frá Insta360 sem er sérstaklega hannað til að hjálpa notendum að fá sem mest út úr upptökum sínum. Forritið er í boði fyrir bæði Windows og Mac og býður upp á marga möguleika sem henta jafnt áhugamönnum sem fagfólki í kvikmyndagerð.
Einfalt viðmót en öflug verkfæri
Insta360 Studio er hannað með notendavænt viðmót þar sem auðvelt er að flytja inn upptökur beint úr Insta360 myndavélum. Þar er hægt að:
- Endurramma 360° upptökur og velja sjónarhorn eftir á.
- Beita FlowState stöðugleika til að fá mjúkar og faglegar hreyfingar.
- Klippa, laga hraða og bæta við áhrifum.
- Flytja út í mismunandi upplausnum og hlutföllum fyrir samfélagsmiðla, eins og Instagram, TikTok og YouTube.
Stuðningur við fjölbreyttar stillingar
Forritið styður allar helstu upptökustillingar Insta360 véla, þar á meðal:
- 360° upptökur.
- „Flat video“ úr hefðbundnum action mode.
- HDR, timelapse og slow motion.
Notendur geta því unnið með allar tegundir efnis á einum stað án þess að þurfa að hoppa á milli ólíkra forrita.
Insta360 Studio er hannað til að virka hnökralaust með Insta360 myndavélum eins og X3, X5, ONE RS og fleiri. Forritið styður útflutning í allt að 8K upplausn, sem gerir það að kjörnum valkosti fyrir þá sem vilja hámarks myndgæði.
Einnig er hægt að flytja efni áfram í önnur fagleg klippiforrit eins og Adobe Premiere Pro eða Final Cut Pro fyrir þá sem vilja fara enn dýpra í vinnsluna.