Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir heimaskrifstofuna

15.11.2021

Ætlar þú að taka heimaskrifstofuna / Hobbýherbergið í gegn í jólafríinu? Eða á sá aðili sem eyðir mestum tíma þar inni skilið að fá eitthvað fallegt til að njóta í uppáhaldsherberginu sínu. Við tókum saman nokkrar vörur sem eru tilvaldar fyrir heimaskrifstofuna; Hvort sem hún er notuð sem hlaðvarps-stúdíó, herbergi fyrir listræna sköpun eða vinnuhesta sem vinna best heima.


EPOS H6 Pro Lokuð heyrnartól

Heyrnartól frá EPOS sem eru fáanleg bæði lokuð og opin. EPOS H6 Pro lokuðu leikjaheyrnartólin veita þér frábær hljómgæði og tryggja að þú heyrir í hverju einasta smáatriði á leið þinni á toppinn. Gefðu skýrar skipanir með hljóðeinangrandi hljóðnemanum. Stíluð fyrir leikjaspilun en eru fullkomin í allt annað líka. Skoða á elko.is.


Samsung tölvuskjár emeð Tizen OS stýrikerfi

Skjár sem einnig er hægt að nýta sem sjónvarp þar sem hann er með Tizen OS stýrikerfi sem styður Dex / DLNA skjávörpum og snjallforrit eins og Netflix, innbyggt Office 365 og hátalara.

Tengdu tölvuskjáinn við snjallsíma þráðlaust, tölvur þráðlaust með Remote Access eða horfðu á Netflix og notaðu fjarstýringuna sem fylgir til að stýra skjánum. Með Office 365 innbyggðu í skjáinn er hægt að halda áfram að vinna þó tölvan sé ekki við hendi.

Samsung Smart Monitor eru til í tveimur útgáfum og stærðum. Smart Monitor M5 er 27“ með Full HD upplausn og Smart Monitor M7 sem er 32“ með 4K upplausn.


Zen Office 550 skrifstofustóll

Komdu þér vel fyrir í skrifstofustól frá Zen. Zen Office 550 skrifborðsstóllinn er hannaður til að styðja við líkamann og stuðla að jafnvægi. Stillanlegi mjóbaksstuðningurinn gerir þér kleift að finna rétta stellinguna. Skoða á elko.is.

Epson EcoTank ET2750 fjölnotaprentari

Epson EcoTank fjölnotaprentari er einstakleg sparneytinn. Prentarinn er með EcoTank blektúpu tækni svo auðvelt er að fylla á prentaran eftir þörfum. Með prentaranum fylgja blektúpur fyrir allt að 3ja ára notkun.  

Prentarinn er með WiFi tengingu og WiFi Direct svo hægt er að prenta beint í gegnum tölvuna, síman eða af skýjinu. Notendavænn 3,7 cm LCD snertiskjár er á framhlið prentarans.

Í stað þess að skipta um heil hylki þá er hægt í staðinn að fylla á prentarann með EcoTank blekbrúsa. Þessi tækni er bæði sparneytnari og umhverfisvænni heldur en kaup á einstaka blekhylkjum.  Skoða EcoTank á elko.is.

MP Mini Delta þrívíddarprentari

Léttur og sérstaklega sterkbyggður þrívíddarprentari úr stáli og áli frá Monoprice. MP Mini Delta er stílhreinn og þægilegur þrívíddarprentari til að vinna með og er tilbúinn til notkunar beint úr kassanum.

Hægt er að nota alls konar open-source hugbúnað með þessum þrívíddarprentara þannig þú getur notað, eða fundið, forritið sem hentar þér. Skoða nánar á elko.is.


Chilly´s kaffimál eða vatnsbrúsi

Kaffimálin frá Chilly´s eru 340 ml á stærð og halda kaffinu heitu í 4 klukkustundi.

Á kaffimálinu er gúmmí botn sem minnkar hljóð og kemur í veg fyrir að flaskan renni á sléttum yfirborðum.

Chilly´s vatnsflöskur eru fáanlegar í tveimur útgáfum, Sería 1 sem er í 260ml eða 500ml stærð og Sería 2 sem er 500 ml flaska.

Smelltu hér til að skoða Chilly´s á elko.is.


Barner skjágleraugu

Passaðu upp á augun hvort sem þú ert í leik eða starfi. Barner skjágleraugun sía allt að 40-100% af bláu ljósi frá tölvuskjám. Umgjörðin er mjúk með gúmmigripi og alveg einstaklega létt.

Gleraugu á mynd: Dalston Tortoise.

Skoða öll Barner gleraugu.


Marshall kæliskápur

Dreymir þig um að hafa lítinn ísskáp inn í herbergi en vilt ekki eitt stykki hvítan ‘kassa’? Marshall kæliskápurinn sem lítur út eins og Marshall magnari gæti verið málið.

Skápurinn er settur saman úr alvöru Marshall magnara: takkar, efni og auðvitað hið þekkta Marshall vörumerki.

Það eru til tvær útgáfur af Marshall kæliskápum; Ein útgáfan er 82 cm á hæð með lítið klakahólf og hin útgáfan er 79 cm og aðeins 45 cm á breidd.


Hlaðvarp stjarna á heimilinu?

NOS X500 er flott hljoðnemasett sem veitir þér allt sem þú þarft fyrir góðan hljóm í streyminu.  Í settinu er cardioid hljóðnemi sem útilokar umhverfishljóð og einblínir á röddina þína. Einnig fylgir festing sem minnkar titring, stillanlegur armur fyrir hljóðnemann og pop filter sem dregur úr aukahljóðum.

Skoða NOS X500 á elko.is.


Xqisit Selfie hringljós

Xqisit Selfie 14″ hringljós með þrífæti veitir jafna og góða lýsingu sem lætur myndefni líta skýrar og betur út. Þrífóturinn nær allt að 160 cm hæð og fylgir fjarstýring til að stilla ljós og birtu.

Hringljósið veitir jafna lýsingu án skuggamyndunar á viðfangsefninu sem gerir það nothæft fyrir förðunarfræðinga og áhugafólk. Lýsingin er hönnuð til að fólk myndist vel og lýti vel út á myndböndum eða við streymi.

Skoða vöru á elko.is.


Lítið bókasafn, í vasanum

Fáðu þér bókasafn á heimilið, eða í vasan. Með lesbretti frá Kindle getu þú sótt þúsundir rafbóka njóttu þess að lesa þær í þægilegum skjá með stillanlega birtu og leturstærð. Með ljósinu er hægt að lesa í myrkri og í beinu sólarljósi.

Lestu uppáhaldsbókina þína hvar sem er með Amazon Kindle Paperwhite 2020. Endurhlaðanleg lithium-polymer rafhlaða veitir allt að 34 daga af notkun á einni hleðslu.

Með þessari útgáfu af Kindle Paperwhite getur þú paraðu Bluetooth heyrnartól við lesbrettið og hlustaðu á hljóðbækur með Audible þjónustunni.

Skoða allar útgáfur af Kindle lesbretti á elko.is.

Lenovo IdeaCentre AIO 3 skjátölva

Afhverju skjátölva? Þessi borðtölva frá Lenovo er tölvuna í sjálfum skjánum svo hún fékk nafnið „skjátölva“. Tekur minna pláss, minni snúrur, minna vesen.

Lenovo IdeaCentre AIO 3 24ALC6 skjátölvan er með öflugan Ryzen örgjörva sem sér um öll helstu daglegu verkefni. 23,8″ FHD IPS skjárinn birtir nákvæmar myndir og innbyggðu hátalararnir varpa skýrum hljóm. Lyklaborð og mús fylgja.

Skoða Lenovo IdeaCentre AIO 3 á elko.is.

Netgear Wi-Fi 6 endurvarpi

Er skrifstofan staðsett langt frá netbeininum á heimilinu? Þá er WiFi endurvarpi eitthvað sem vantar.

Með Netgear EAX15-100PES Wi-Fi 6 endurvarpanum færðu hratt net í öllum krókum og kimum á heimilinu. Með sjöttu kynslóðar Wi-FI færðu allt að 1.8 Gbps hraða. Skoða vörur á elko.is.


JBL Charge 5 hátalari

Haltu stuðinu gangandi hvar sem er með JBL Charge 5 þráðlausa ferðahátalaranum. Charge 5 er endingargóður og með bættum hljóm, ryk- og vatnsvörn, stuðningi fyrir PartyBoost og hleður önnur tæki á meðan hann spilar tónlist.

Skoða alla JBL hátalara á elko.is.

JBL Tune XL útvarp / Hátalari

Með JBL Tuner XL FM þráðlausu útvarpi getur þú hlustað á uppáhalds útvarpsstöðvarnar þínar og spilað þína eigin tónlist með þráðlausri Bluetooth tengingu við snjallsíma eða spjaldtölvu. Skoða vöru á elko.is.


Samsung T5 SSD flakkari

Samsung T5 flakkarinn gerir þér kleift að færa gögn hratt. Drifið notar USB-C tengingu og er með allt að 540 MB/s gagnahraða og örugga 256-bit AES dulkóðun.

  • 1 TB SSD
  • USB-C
  • 540 MB/s

Samsung T5 flakkarinn er fáanlegur 1TB svartur og 500GB blár.


Hombli Smart lofthreinsitæki

Hombli Smart lofthreinsitækið er hljóðlátt og bætir loftgæði innanhúss í allt að 25 fermetra rými. Tækið sér um smáagnir, ryk og skaðvalda. Með þremur hraðastillingum og hljóðlátri stillingu svo þú getur sofið rótt á meðan tækið tryggir heilbrigðara umhverfi. Skoða Hombli lofthreinsitæki á elko.is.

Stadler Form lítil Eva rakatæki

Litla Eva tryggir nákvæma og stöðuga bætingu á rakastigi. Með rakanema með sér í liði getur hún séð til þess að halda vissu rakastigi, frá 30 til 75%, en æskilegt er fyrir fólk að búa við 40-60% raka. Ultrasound tækni tryggir góða, sjáanlega framleiðslu á gufu og gerir Evu skilvirka og hljóðláta í notkun. Skoða Stadler Eva rakastækið á elko.is.

Nedis lofthreinsitæki

Nedis lofthreinsitæki sér til þess að halda loftinu sem þú andar að þér hreinu og þér heilbrigðari. Fjarlægir allt að 99,99% agna í lofti með HEPA síu. Með HEPA síu sem fjarlægir allt að 99,99% agna í lofti 0,3 μm eða stærri, t.d. ofnæmisvaldar eins og frjókorn og rykmaurar. Skoða Nedis AIPU100 á elko.is.


Þú getur svo vafrað um elko.is til að fá fleiri góðar hugmyndir.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.