Yfir fimm þúsund svör bárust í árlegri jólakönnun ELKO sem send er á póstlista fyrirtækisins í aðdraganda jóla. Annað árið í röð er jólagjöf ársins snjallsími, en efst á óskalista svarenda er jafnframt að finna snjallúr, pizzaofna, leikjatölvur og heyrnartól.
Samkvæmt könnuninni eru Íslendingar sérlega áhugasamir um gjafir sem bæta lífsgæði og gera lífið skemmtilegra, hvort sem um er að ræða raftæki tengd afþreyingu eða þrifum. Samnefnarinn með þeim tækjum sem koma efst á lista er kannski sá að þar er um að ræða raftæki sem eru í notkon nær alla daga, allan ársins hring og endurnýjast hratt eins og símar, snjallúr og heyrnartól.
Nýverið kom út ný útgáfa iPhone síma Apple, Airpods-heyrnartólanna og Apple-úrsins. Svo komu nýjar útgáfur af Garmin snjallúrum og Samsung gaf út nýja vörulínu með símum, spjaldtölvum, heyrnartólum og snjallúrum. Það er því úr nógu að velja i öllum þessum vöruflokkum.
Snjallsíminn er áfram vinsælasta gjöfin í jólakönnun ELKO.
Varan sem kom á óvart
Pizzaofnar hafi tekið stökk upp úr fimmta sæti í það þriðja í ár. En kannski er það ekkert skrýtið því föstudagspizzan hefur víða skipað sér fastan sess í fjölskyldum og ekkert sem jafnast á við góða heimagerða pizzu.
Verður myndarammi undir jólatrénu?
Í fyrra seldust stafrænir myndarammar upp fyrir jólin og nutu þannig laumuvinsælda, en í þá er hægt að hlaða myndum úr símum eða tengja þá við stafræn myndaalbúm. „Þetta finnst mörgum kjörin gjöf fyrir mömmu og pabba, ömmu og afa og öll þau sem segjast eiga allt, Rammarnir verma tuttugasta sæti listans.
Bækur og lesbretti eru í 12. sæti listans og njóta jafnmikilla vinsælda innan lestrarflokksins. Lesendur virðast skiptast í tvo hópa: þá sem vilja tæknina og hina sem kjósa gömlu góðu kiljuna, en hvort sem fólk velur lesbretti eða bók, þá eru jólin tíminn til að kafa í góða sögu. Um það held ég við getum öll verið sammála.
Svo er líklegt að Stanley Quencher brúsarnir komi einnig til með að verða vinsæl jólagjöf en þeir hafa verið gríðarlega vinsældir frá því þeir voru teknir í sölu síðasta vetur eftir sannkallað æði fyrir slíkum brúsum vestanhafs. Einnig má segja að hár- og hármótunarvörur séu klassísk jólagjöf en þessar vörur rata alltaf á óskalistann og eru hástökkvarinn á óskalistanum í ár.
Hármótunarvörur frá Dyson, BaByliss eða Shark slá örugglega í gegn hjá kvenþjóðinni í ár eins og undanfarin ár, og einnig megi gera ráð fyrir því að hinar ýmsu vörur fyrir húð og hár auk snyrtivöruspegla rjúki út fyrir jólin. Svo var að detta í sölu ný rakvél fyrir herra sem ætluð er sérstaklega fyrir nára og pungsvæðið. Þar gæti nú verið komin óvænt jólagjöf ársins í ár.
Má gefa hvað sem er í jólagjöf?
Svarið við spurningunni um hvort gefa megi hvað sem er í jólagjöf virðist vera já samkvæmt jólakönnun ELKO, en ryksugur og þá aðallega ryksuguróbótar og Dyson skaftryksugur komu fyrir í þremur prósentum svara, rétt á eftir hárvörum og loftsteikingarpottum. Og vinsældum lofsteikingarpottsins er greinilega engan vegin lokið því þeir færast upp um þrjú sæti á milli ára, þrátt fyrir að vera til á um 62 prósentum heimila. En í ár hafa bæði stærri pottar og tvöfaldir loftsteikingarpottar verið vinsælir.
Nærri helmingur fær sér jóladagtal
Könnunin náði til fleiri þátta en vinsælda áveðinna gjafa og má greina aukningu í því að fólk yfir 18 ára aldri fái í skóinn á aðfangadag, en það gera um 30 prósent landsmanna samkvæmt könnuninni.
Þá kaupa sér rúm 45 prósent jóladagatal, en úrval slíkra dagatala hefur aukist síðustu ár, frá hefðbundnum súkkulaðidagatölum yfir í snyrtivöru- og unaðsvörudagatöl.
Svo má sjá að ný jólahefð er að riðja sér til rúms en það kemur fram að rúm 15 prósent heimila taka þátt í prakkarastrikum álfsins í desember, en það er erlend hefð kennd við Elf in a shelf. Við sjáum líka á listanum samverustundir, upplifanir og ferðalög, auk þess að oft er nefndur fatnaður og spil
Jólahefðir
Heildarmyndin sem draga megi upp af niðurstöðunum segir hann sýna að hér sé enn haldið fast í gamlar og góðar jólahefðir, þó einhverjar þeirra hafi verið lagaðar að nýrri tækni svo sem lesbrettum fyrir jólabækurnar, og svo nýjungum á borð við jólaálfinn sem séu að ryðja sér til rúms.
70% er með gervitré og 6,4% setur ekki upp jólatré.
33,5% fer á eina eða fleiri jólatónleika og 31,3% hafa ekki ákveðið sig.
Aðrar skemmilegar niðurstöður:
Spurðum út í kauphegðun fólks
Langflestir byrja að kaupa jólagjafir í nóvember og æ fleiri nýta afsláttardaga í þeim mánuði til gjafakaupa. 56 prósent ætla að verja sömu upphæð til gjafa og í fyrra, rúmur fjórðungur segist ætla að lækka upphæðina og um 16 prósent ætla að verja meiru í gjafir í ár.
Þá sýnir könnunin líka að yfir 45 prósent kaupa tíu jólagjafir eða fleiri og tæp 11 prósent kaupa fjórar gjafir eða færri.
Tæp 60 prósent hafa þurft að skila gjöf, en réttur til skila er framlengdur í ELKO um jól og nær út janúarmánuð. Það á enginn að þurfa að rjúka til milli jóla og nýárs til þess að skila og skipta gjöfum.
Viðskiptavinir fá þá alltaf fullt verð vörunnar við skil eða skipti óháð því hvort varan sé komin á útsölu, þetta sé liður í því að veita viðskiptavinum ELKO framúrskarandi þjónustu.
Ár eftir ár sjáum við spennandi raftæki á óskalistanum, hvort sem það er eitthvað sem einfaldar okkur lífið, gerir það betra, þægilegra, eða skemmtilegra. Eins rata samverustundir alltaf ofarlega á lista og má því segja að skilaboðin séu að með því að njóta tækninnar saman gerum við lífið ekki bara þægilegra heldur einnig skemmtilegra.
Breytingar á Topp 10 frá fyrra ári
Hér fyrir neðan getur þú séð hvernig topp 10 breyttist frá 2023 > 2024.
Vantar þig hugmynd að jólagjöf? Þú getur skoðað tilvaldar jólagjafir á jólavef ELKO.