Fróðleikur

Klassískt útlit og snjöll tækni mætast – Galaxy Watch8 Classic

16.07.2025

Samsung heldur áfram að slá í gegn í heimi snjallúra með nýjustu útgáfu sinni – Galaxy Watch8 Classic. Þetta úr sameinar klassíska útlitsfegurð við fullkomnustu snjallúrafítusa sem Samsung hefur boðið upp á hingað til. En hvað gerir Galaxy Watch8 Classic svona sérstakt? Við kíktum nánar á málið.

Klassísk hönnun með nútíma innihaldi

Galaxy Watch8 Classic heldur í sígilda hönnun með hringlaga skífu og snúanlegum ramma (rotating bezel) sem margir notendur elska. Úrið kemur með ryðfríu stáli og vönduðum ólum sem gefa úrinu lúxusáferð, hvort sem þú ert á skrifstofunni eða í ræktinni. Það hentar vel sem bæði tísku- og tækni aukahlutur.

Myndband hér fyrir ofan sýnir hönnun á bæði Watch8 og Watch8 Classic.

Skjárinn er stór, skýr og bjartur

Nýr Super AMOLED skjárinn er bjartari og skarpari en áður, með skörpum litum sem gera viðmótið þægilegt í notkun, jafnvel í beinu sólarljósi. Skjáborð og flýtileiðir má aðlaga eftir þínum þörfum, hvort sem þú vilt hafa fókus á hreyfingu, heilsu eða tilkynningar.

Google Gemini er þinn persónulegi aðstoðarmaður. Notaðu röddina þína til að biðja Gemini um að flétta upp staðreyndum eða sækja gögn úr tölvupóstum.

Einn stærsti styrkur Galaxy Watch8 Classic er stýrikerfið One UI Watch 8, sem Samsung þróar í samstarfi við Google og byggir á Wear OS. Með þessari nýjustu útgáfu hefur notendaupplifun verið tekin á nýtt stig, bæði hvað varðar útlit, afköst og möguleika til að sérsníða.

Nýja útgáfan nýtir gervigreind (AI) til að sérsníða úrið að þínum notkunarvenjum. Hún lærir hvaða öpp þú notar helst og stillir sjálfvirkt hvaða upplýsingar birtast og hvenær. Til dæmis getur hún sýnt veðrið að morgni, hreyfistatistík eftir æfingu eða minnt þig á að drekka vatn eftir göngutúr – án þess að þú biðjir um það.

Eftirlit með heilsunni

Galaxy Watch8 Classic kemur með endurbættum skynjurum sem mæla hjartslátt, blóðsykur, súrefnismettun og streitu. Svefngreiningin er nákvæmari en nokkru sinni fyrr og ný heilsumælingar eru hannaðar til að gefa notandanum betri innsýn í líkamsástand sitt og hreyfingu.

Nýjungar í Watch8

  • AI svefngreining sem greinir svefnmynstur og gefur ráðleggingar.
  • Sérsniðin heilsuáætlanagerð byggð á þínum gögnum.
  • Fallgreining og neyðaraðstoð (Emergency SOS) fyrir öryggið.

Ertu með kæfisvefn?

Ein áhugaverðasta nýjungin í Galaxy Watch8 Classic er hæfnin til að greina merki um kæfisvefn (obstructive sleep apnea) – alvarlegt en oft vanmetið heilsufarsvandamál sem hefur áhrif á milljónir manna um allan heim.

Hvernig virkar þetta?

Úrið nýtir háþróaða skynjara til að fylgjast með hjartslætti, súrefnismettun (SpO₂) og öndunarmynstri á meðan þú sefur. Með samþættri tækni og gervigreind greinir það truflanir í öndun sem geta bent til kæfisvefns. Þessar mælingar eru teknar án þess að nota sérbúnað eða fara á svefnrannsóknarstofu – þú einfaldlega sefur með úrið á úlnliðnum í að minnsta kosti tvær nætur.

Úrið tengist auðveldlega við Android síma (sérstaklega Samsung) og styður nú einnig fleiri öpp og þjónustur en áður. Með innbyggðu LTE (í sumum útgáfum) geturðu tekið símtöl og sent skilaboð án þess að hafa símann með þér. Samsung Pay, Google Maps og Spotify eru allt til staðar beint á úlnliðnum.

Rafhlaðan

Þrátt fyrir alla þessa tækni heldur Galaxy Watch8 Classic áfram með góða rafhlöðuendingu – allt að 2 daga með meðalnotkun og enn lengur með Power Saving Mode. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eru á ferðinni allan daginn og vilja ekki hlaða úrið sitt á hverju kvöldi.

Smelltu hér til að skoða Samsung Galaxy Watch8 Classic á elko.is.

Samanburður

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.