Fréttir

Kvennalið Þróttar í knattspyrnu fær hvatningargjöf frá Dóttir og ELKO

18.02.2022

Kvennalið Þróttar í knattspyrnu, sem samanstendur af leikmönnum á aldrinum 14-22 ára, varð á dögunum Reykjavíkurmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Þegar íþróttakonurnar Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir heyrðu að liðið hefði ekki fengið viðeigandi verðlaunaafhendingu þegar titillinn var í höfn vissu þær að þeim langaði að senda liðinu einhverskonar hvatningu. Annie og Katrín vita báðar að hvatning innan íþróttahreyfingarinnar skiptir gríðarlega miklu máli og stelpurnar í liði Þróttar eiga hana svo sannarlega skilið eftir frábæran árangur á mótinu.

Þær Annie Mist og Katrín Tanja gáfu nýlega út íþróttaheyrnatól undir nafninu Dóttir en í þeirra huga stendur nafnið fyrir sterka og kraftmikla konu sem lætur ekki deigan síga þótt á móti blási. Þeim fannst því vel við hæfi að hvetja stelpurnar áfram með því að gefa þeim Dóttir að gjöf.

Þær fengu því ELKO með sér í lið til að stappa stáli í ungu íþróttakonurnar. Við hjá ELKO vorum að sjálfsögðu til í að hvetja og styðja við kvennalið Þróttar í kjölfar glæsilegs árangurs í knattspyrnu á Reykjavíkurmótinu og veittum við öllum liðskonum Þróttar heyrnatól frá Dóttir að gjöf í samstarfi við þær Annie Mist og Katrínu Tönju sem eru báðar frábærar fyrirmyndir í augum ungra íþróttakvenna. Til gamans má geta að ELKO er eina raftækjaverslunin í heiminum sem er með Dóttir heyrnatólin í almennri sölu og erum við virkilega stolt af því að bjóða upp á íslenskt hugvit sem er hannað af íþróttafólki með þarfir íþróttafólks í huga.

Við kíktum á æfingu til stelpnanna í Þrótti í gær, þann 17 febrúar og veittum liðskonum Þróttar heyrnatólin að gjöf og smelltum af nokkrum myndum. Annie og Katrín komust því miður ekki til þess að veita hvatningargjöfina í persónu en buðu liðskonum Þróttar að koma með sér á æfingu bráðlega í Crossfit Reykjavík.

Við vonum að þessi hvatning styrki Þróttarstelpurnar á þeirra vegferð og muni nýtast liðinu við áframhaldandi þjálfun og íþróttaiðkun. Við óskum kvennaliði Þróttar í knattspyrnu til hamingju með titilinn og árangurinn og við hlökkum til að fylgjast með þessum frábæru íþróttakonum í náinni framtíð.

Hægt er að sjá nánar um Dóttir heyrnartólin hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.