Fróðleikur

Kvikmyndasal í stofuna með 120“ 4K skjávarpa

24.05.2023

Færðu kvikmyndasalinn í stofuna með Samsung LSP7T The Premiere 4K UHD skjávarpanum. Stílhreini og lágstemmdi skjávarpinn birtir mynd í allt að 120″ skjá í 4K upplausn. Stilltu honum nálægt vegg, stingdu honum í samband og njóttu kvikmynda og leikja í góðum gæðum.


Laser skjávarpi

The Premiere skjávarpinn er útbúinn byltingarkenndri laser tækni sem birtir nákvæma liti ásamt víðu litrófi.

4K Ultra HD upplausn

4K/UHD upplausn (3840x2160pix) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920×1080). Einnig færðu bestu mögulegu gæðin núna með UHD uppskölun á Full HD eða HD Ready efni. Upplausn segir til um hve margir pixlar komast fyrir í mynd. Einn pixill sýnir einn lit að hverju sinni og saman verður til mynd. Með fleiri pixlum eykst gæði myndarinnar og smáatriði verða greinilegri.


Filmmaker Mode

Með þessari stillingu fjarlægir skjávarpinn Motion Smoothing stillingar sem gerir hreyfingar í mynd skýrari.

Filmmaker Mode varðveitir upprunalega liti, hlutföll og rammatíðni myndefnisins þannig að upplifunin er nær því sem kvikmyndaframleiðendur sáu upphaflega fyrir sér.

Björt mynd, jafnvel um miðjan dag

Því fleiri lumen sem skjávarpi er með, því bjartari verður myndin. The premiere er 2200 ANSI lumen sem varpa björpum myndum með háum birtuskilum jafnvel um miðjan dag.


Falleg hönnun

Premiere skjávarpinn frá Samsung er mjög stílhreinn og með Premium efni yfir hátalara, skjávarpi sem passar vel inn í minimalist hönnun.

Staðsettu skjávarpan upp við vegg

Skjávarpinn er einfaldur í uppsetningu, þú einfaldlega staðsetur skjávarpan upp við vegg og fjarlægð frá veggnum ákveður stærð á myndefni svo þú getur notið hann án rýmistakmarkana. Ef þú staðsetur skjávarpan 247mm frá vegg færðu 90“ skjá en ef þú staðsetur hann 415mm frá vegg þá færðu 120“ skjá.

Skjávarpinn er 532mmx342mm á stærð.


Fylltu herbergið að hljóði

Með innbyggðum 30 W 2.2 rása hljóm færðu skýran og góðan hljóm án auka hátalara.


Smart TV eiginleikar

Með The Premiere færðu snjalla eiginleika úr Samsung sjónvörpum eins og Tap view sem speglar myndefni úr snjallsíma með einum smelli. Með Samsung Smart Hub getur skjávarpinn einnig streymt myndefni frá vinsælum streymisveitum eins og YouTube, Netflix Amazon Prime og fleirum.


Hvort sem þú ert að varpa á hvítan, sléttan vegg eða nota sýningartjald muntu upplifa frábær kvikmyndagæði á afþreyingu með The Premiere skjávarpanum.


Einfalt í uppsetningu

Uppsetning á skjávarpanum er mjög einföld og hægt að sjá helstu skrefin í myndbandi hér fyrir neðan.


Smelltu hér til að skoða vöruna á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.