Fróðleikur

Lærðu að þekkja þig með Garmin Venu 3

18.09.2023

Garmin Venu 3 úrið er bæði snjallt og fallegt með frábæra eiginleika sem hentar fyrir líkamsrækt og daglegt líf. Góður skjár, Garmin Pay og fjölda æfinga- og þjálfunareiginleikar.

Venu 3 er glæsilegt GPS snjallúr sem fylgist með með daglegri hreyfingu, heilsu, er með fjölda innbyggðra æfingaforrita og hjálpar þér að ná þínum markmiðum. Hægt er að hringja og senda skilaboð¹ beint úr úrinu ef það er tengt við snjallsíma.

Garmin Venu 3 er til í tveimur útgáfum; Venu 3 sem er með 47mm ól og Venu 3S sem er með 41mm ól.


AMOLED skjár

Venu 3S snjallúrið er með stórum 1,2″ AMOLED skjá sem auðvelt er að sjá, jafnvel í beinu sólarljósi. Með Corning Gorilla Glass 3 getur þú notað úrið allan daginn án þess að hafa áhyggjur af rispum og höggum.

Garmin Pay

Skildu veskið eftir heima og notaðu úrið til þess að borga hvar sem er.

Staðsetningarkerfi

Venu 3S er með innbyggða GPS, GLONASS og Galileo tækni sem mælir fjarlægð og hraða með mikilli nákvæmni, innan sem utandyra. Úrið lætur vita ef setið er meir en klukkutíma.

Vertu í sambandi

Hvort sem þú ert í vinnunni eða í ræktinni tryggir úrið að þú sért alltaf í sambandi, hvar og hvenær sem er. Úrið lætur vita ef þú færð skilaboð og sýnir þau beint á skjánum á úrinu.

Garmin Venu 3 úrið er hannað fyrir alla, innyggð stilling fyrir fólk í hjólastól

Body Battery orkumæling

Fylgstu með orkustöðu líkamans til að sjá hvort þú sért með næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort þú ættir að taka hvíld².

Svefnþjálfi

Úrið veitir þér einkunn fyrir gæði svefns og kemur með tillögur að bætingu eða aukinni svefnþörf. Það fylgist einnig með léttum svefn, djúpsvefn, HRV og hitastigi á úlnlið².

Innbyggð æfingaforrit

Úrið kemur með fjölda innbyggðra æfingaforrita fyrir göngu, sund, hlaup, hjól, sérstök æfingaforrit fyrir fólk í hjólastól og fleira.

Innbyggður hljóðnemi

Þegar úrið er parað við samhæfan snjallsíma getur þú hringt frá því og stýrt aðstoðarforriti símans þíns¹.

Áhrif æfinga og endurheimt

Úrið hjálpar þér að skilja áhrif mismunandi æfinga á líkamann og hversu langa endurheimt þú þarft áður en þú ferð á næstu æfingu.

Morgunskýrsla

Þegar þú vaknar færðu yfirlit yfir hversu vel þú svafst¹, endurheimt, HRV og veðrið. Hægt er að sérsníða skýrsluna til að sjá það skiptir mestu máli.


Heilsan

Hvíldarskráning

Greinir sjálkrafa þegar þú ákveður að leggja þig og hjálpar þér að ákveða tímasetningu og lengd hvíldar fyrir bestu endurheimt.

Hjartsláttartíðni

Fáðu betri skilning á heilsunni, æfingum og endurheimt með hjartsláttartíðni í svefni.

Innbyggður púlsmælir

Innbyggður púlsmælir² er í úrinu sem hjálpar þér að fá sem mest út úr æfingunum, mælir stress og virkar í vatni.

Stress skráning

Getur sagt þér hvort að þú sért að eiga rólegan, jafnan eða stressaðan dag. Áminning um slökun minnir þig á að gera stuttar og slakandi öndunaræfingar.

Skráir tíðahringinn

Hjálpar þér að fylgjast með hvar þú ert í hringnum, skrá niður líkamleg og andleg einkenni og kennir þér hvernig þjálfun og næring hentar best fyrir hvern hluta tíðahringsins.

Health snapshot eiginleikinn

Tveggja mínútna æfing þar sem úrið skráir heilsuna þína; hjartsláttinn, hjartsláttartíðni, súrefnismettun, öndun og stress. Úrið býr svo til skýrslu úr þessum upplýsingum sem þú getur deilt með öðrum með Garmin Connect smáforritinu.

Súrefnismettun

Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn³ (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla hversu vel líkaminn er að taka upp súrefni.

Hugleiðsla

Innbyggðar hugleiðsluæfingar hjálpa að minnka stress og kvíða.

Dragðu andann

Þetta úr bíður uppá nokkrar öndunaræfingar. Þegar þú vilt slaka á, geturðu byrjað öndunaræfingu, og úrið skráir niður stress og öndun til að hjálpa þér að ná betri áttum á hvernig þú ert að anda.

Flugþreyta

Úrið hjálpar þér að minnka áhrif flugþreytu með því að koma með ábendingar varðandi svefn og birtu.

Fylgist með öndun

Fylgist með öndun yfir daginn, á meðan þú sefur og á æfingum eins og yoga.


Æfingar

Þetta snjallúr frá Garmin er með allskonar hentuga eiginleika fyrir þá sem vilja mikla hreyfingu. Úrið geymir upplýsingar um allar helstu líkamsræktaræfingar og tæki s.s. að hlaupa, hjóla, hlaupabretti, skíðatæki, þol, yoga og margt annað. Einnig er hægt að synda með úrið og taka það með í sturtu. Með Body Battery Monitor getur þú fylgst með orku líkamans og vitað hvenær þú ert tilbúinn í æfingu. Venu 3S er líka með sérhönnuðum ham fyrir hjólastólanotendur sem nemur hreyfingar og inniheldur forstilltar æfingar. Garmin býður upp á Garmin Coach snjallforrit sem hefur að geyma forstilltar æfingaáætlanir, s.s. fyrir þol, yoga, styrk, pilates og aðrar þolmiklar þrepæfingar. Hægt er að búa til sínar eigin æfingaráætlanir.

Hjólastólastilling

Fylgstu með hversu oft þú ýtir², fáðu meldingar um stöðubreytingu, æfingar og æfingaforrit fyrir fólk í hjólastól.

Forhlaðnar æfingar

Í úrinu eru forhlaðnar æfingar fyrir cardio, lyftingar, yoga, pílates. Þú þarft bara að fylgja leiðbeiningunum á skjánum.

Garmin þjálfari

Sérsniðin æfingarplön frá atvinnuþjálfurum hjálpa þér að ná öllum þínum markmiðum. Þú sendir æfingarnar beint í úrið frá appinu.

Æfingaaldur

Þessi eiginleiki notar aldurinn þinn, vikulegt æfingaálag, hvíldarpúls og BMI eða fituprósentu til að áætla hvort líkami þinn sé yngri eða eldri en þú sjálfur ert. Þú getur einnig fengið ábendingar um hvernig þú getur bætt þig.

Hannaðu æfingu

Þú getur hannað æfingar í Garmin Connect appinu og sent þær yfir í úrið.

Interval æfingar

Þú getur hannað interval æfingar fyrir hlaup- og hjólaæfingar.

Æfingamínútur

Æfingamínútur sýna þér hvenær þú náðir í þær og í hvaða æfingu. Þú getur bætt þeim við sem gagnaglugga í æfingaforritum.

Heilsuskráning

Úrið fylgist með heilsunni yfir daginn og skráir skrefafjölda, brenndar kalóríur, fjölda hæða (ekki í hjólastólastillingu) og fleira².

Tengingar

Garmin Connect

Þú getur skoðað allar heilsufarsupplýsingar ásamt upplýsingum um æfingar og fleira. Allt að kostnaðarlausu.

Snjalltilkynningar

Fáðu tilkynningar um tölvupóst, smáskilaboð, símtöl og margt fleira í úrið þegar það er tengt við snjallsíma.

Smáskilaboð

Þegar úrið er tengt Android síma er hægt að svara skilaboðum frá úrinu.

Myndir

Þegar úrið er tengt Android síma er hægt að skoða myndir sem þér eru sendar á úrinu sjálfu.

Garmin Pay snertilausar greiðslur

Notaðu snertilausan greiðslumöguleika úrsins til þess að versla á hlaupum eða hvar sem er.

Tónlist

Tengdu tónlistarveitur eins og Spotify við úrið. Geymdu lögin í úrinu og tengdu við bluetooth heyrnatól til að hlusta.

Öryggið í fyrirrúmi

Ef úrið skynjar að þú lendir í slysi getur þú nýtt þér incident detection sem sendir staðsetningu þína til fyrirfram ákveðinna tengiliða – virkar einungis með völdum æfingum sem nota GPS og krefst tengingar við síma.

Connect IQ

Hægt er að ná í sérsniðin útlit fyrir úrið, data glugga, smáforrit of fleira í Connect IQ Store.

Leturstærðir

Hægt er að velja á milli tveggja mismunandi leturstærða á úrinu.


Rafhlaða

Allt að 14 daga rafhlöðuending


Garmin Venu 3 og Venu 3S eru fáanleg í ELKO. Þú færð einnig Garmin Venu SQ2 ásamt Fenix, Epix og Approach úrin í ELKO.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.