Fréttir

MYND LIFNAR VIÐ MEÐ UnoAR í jólagjafahandbók ELKO

1.12.2021

Uno ehf er íslenskt frumkvöðlafyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum tengdum Auknum veruleika. Með snjalllausninni frá UnoAR fær notandi gagnvirka upplifun í raunumhverfi þar sem hlutum og/eða skynjun er bætt við umhverfið í gegnum viðmót snjalltækis. Skilgreina má Aukinn veruleika sem lausn sem getur sameinað raunheima og sýndarheima með rauntíma samskiptum.

Myndir öðlast líf með notkun snjalllausnarinnar en einnig getur Aukinn veruleiki unnið með þrívíddarmyndir og heilmyndir eins og sjá má í nýju jólagjafahandbókinni frá Elko. Sjón er sögu ríkari og hvetjum við ykkur til þess að sækja appið og skanna sérstaklega merktar myndir í jólagjafahandbók ELKO 2021.

Hér má sjá heilmynd af Sigga, karakternum úr ELKO auglýsingunum þegar forsíða jólagjafahandbókarinnar er skönnuð


Brynjar Kristjánsson, eigandi og annar stofnenda Uno ehf.:

„Á komandi misserum kemur aukinn veruleiki til með að færast inn í líf okkar allra. Til marks um það er nýleg breyting á nafni móðurfélags Facebook í Meta sem endurspeglar áform félagsins um að skapa sýndarheim, eða metaverse, á veraldarvefnum. UnoAR er byltingarkennd aðferð sem fyrirtæki geta notað til að gera þjónustu sína og vörur eftirminnilegar. Geta má sér til um að fyrirtæki sem nýta tæknina geti náð afburða forskoti í markaðssetningu.“

Fyrir tilstilli snjalllausnar UnoAR birtast þrívíddar- og heilmyndir (hologram) hluta í umhverfi fólks. Siggi, þekkt persóna úr auglýsingum ELKO, stekkur hreinlega upp úr jólagjafahandbókinni með ýmis skilaboð þegar skönnuð eru ákveðin myndmerki í blaðinu. Í verslunum ELKO geta viðskiptavinir fyrir jólin líka skannað myndmerki og þá tekur Siggi á móti þeim með skemmtileg jólaskilaboð.

Skannaðu jólagjafahandbók ELKO með UnoAR appinu og blaðið lifnar við.


Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO:

„Í tengslum við sýndarveruleika eru ótrúlega spennandi hlutir að gerast og við finnum fyrir þeim áhuga í verslunum okkar. Við gátum því ekki annað en stokkið á vagninn þegar við fréttum af íslensku nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í sýndarveruleika með áherslu á að láta blaðaefni lifna við í höndunum á fólki. Við hlökkum mjög til að heyra hvernig viðskiptavinir taka þessari nýjung og vonum að sem flestir sæki UnoAR-appið og prófi að skanna sig í gegnum jólagjafahandbók ELKO.“

Jólagjafahandbók ELKO er dreift til allra heimila landsins sem ekki afþakka fjölpóst í dag, miðvikudaginn 1. desember, en einnig má nálgast blaðið í verslunum ELKO eða á elko.is.


Smelltu hér til að skoða rafræna útgáfu af Jólagjafahandbók ELKO 2021. Ef þú vilt skoða prentaða útgáfu af handbókinni og fékkst hana ekki inn um lúguna getur þú nálgast eintak í næstu ELKO verslun.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.